Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
Nýjum bæklingi sem gerir grein fyrir þeirri fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgunum í Hveragerði stendur til boða verður dreift í öll hús bæjarins á næstunni. Þannig geta allir íbúar kynnt sér þjónustu bæjarins á þessu sviði.
Rannveig Reynisdóttir er nýráðinn forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefna aldraðra hjá Hveragerðisbæ. Hún hefur yfirumsjón með þjónustu við eldri íbúa og aðra þá sem þurfa stuðning við athafnir daglegs lífs.
Nýr bæklingur sem gerir grein fyrir þeirri fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgunum í Hveragerði stendur til boða kom úr prentun í vikunni. Verður hann kynntur á fundi í Félagi eldri borgara í dag, miðvikudag, en jafnframt verður honum dreift í öll hús bæjarins. Þannig geta allir íbúar kynnt sér þjónustu bæjarins á þessu sviði.
Á myndinni er Rannveig Reynisdóttir, nýráðinn forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefna aldraðra hjá Hveragerðisbæ. Hún hefur haft veg og vanda af útgáfu þessa bæklings. Í starfi sínu hefur hún yfirumsjón með þjónustu við eldri íbúa og aðra þá sem þurfa stuðning við athafnir daglegs lífs.
Rannveig lauk námi úr iðjuþjálfun árið 2013 frá Háskólanum á Akureyri. Hún situr í Fræðslu- og kynningarnefnd iðjuþjálfafélagsins. Er í faghópi aldraðra innan iðjuþjálfastéttarinnar og er tengiliður bæjarstjórnar við öldungaráð Hveragerðisbæjar,
Helstu þættir starfs forstöðumanns stuðningsþjónustu og málefna aldraðra er að styðja notendur þjónustunnar til sjálfshjálpar og gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem best lífsgæði. Hún mun meta þjónustuþörf þeirra sem óska eftir því og sjá um skipulag og utanumhald þjónustu, fara í heimilisathugandir auk þess sem hún mun veita fræðslu og ráðgjöf eftir því sem þurfa þykir.
Fyrir hönd Hveragerðisbæjar er Rannveig boðin velkomin til starfa.
Aldís Hafsteinsdóttir,
Bæjarstjóri.