Fara í efni

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagsáætlunum í Hveragerði

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12. mars 2020 eftirfarandi tvær deiliskipulagsbreytingar:

Breytingu á deiliskipulagi Hreinsistöðvar í Hveragerði.

Deiliskipulagssvæðið, sem staðsett er sunnan Suðurlandsvegar og austan Þorlákshafnarvegar, afmarkast af helgunarsvæði Suðurlandsvegar til norðurs, Varmá til austurs, landi Öxnalækjar til suðurs og athafnarsvæði við Vorsabæ til vesturs. Breytingin felur m.a. í sér breytingu á deiliskipulagsmörkum og nýja aðkomu að svæðinu.

Deiliskipulagsbreyting þessi hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast nú þegar gildi.

Hreinsistöð - deiliskipulag

Óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjarlands í Hveragerði.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Gróðurmörk og Birkimörk til vesturs, Réttarheiði til norðurs, lóð Hótels Arkar til austurs og að Suðurlandsvegi til suðurs. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit raðhúsalóða nr. 1-41 við Hraunbæ og breytingu á byggingarreit parhúsalóðarinnar nr. 14-16 við Hraunbæ.

Deiliskipulagsbreyting þessi hefur hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast nú þegar gildi.

Skipulagsfulltrúinn í Hveragerði

Hraunbæjarland - Deiliskipulag


Síðast breytt: 19. mars 2020
Getum við bætt efni síðunnar?