Fara í efni

Atvinnurekendur ræddu rammaskipulag við Breiðumörk

Á dögunum var boðað til fundar með atvinnurekendum við Breiðumörk og nágrenni vegna rammaskipulags í tengslum við nýtt aðalskipulag Hveragerðis. Rammaskipulag er hluti aðalskipulags sem þverpólitísk nefnd hefur unnið að í samstarfi við öflug ráðgjafateymi.

Helstu markmið rammaskipulagsins eru að styrkja Breiðumörk og miðbæinn sem verslunargötu og að miðbærinn verði hjarta og kjarni bæjarins sem byggir á sögulegum rótum samfélagsins. Hlúð verður að sögulegum byggingum og tengingu miðbæjar við aðliggjandi útivistarsvæði, svo sem Hveragarðinn og Lystigarðinn Fossflöt. Ennfremur að Breiðamörk verði örugg og aðlaðandi umferðargata sem þjóni öllum vegfarendum, en tryggi um leið öflugar tengingar innan þéttbýlis og upp í Reykjadal.

Kynningu frá Glámukím má skoða hér.

Fundurinn var vel sóttur af atvinnurekendum þar sem þeim gafst færi á að spyrja spurninga og koma með tillögur. Góðar umræður spunnust á fundinum sem var hinn gagnlegasti.

Ráðgert er að auglýsa aðalskipulagið með vorinu og verður þá haldinn íbúafundur þar sem skipulagið verður kynnt og tekið við athugasemdum íbúa og annarra hagsmunaaðila.


Síðast breytt: 11. mars 2025
Getum við bætt efni síðunnar?