Arnon ehf hefur framkvæmdir við gatnagerð í Öxnalæk og Vorsabæ
04.02
Frétt
Opnun tilboða í verkið - Vorsbær 2. áfangi fór fram miðvikudaginn 5. janúar 2022. Alls bárust átta tilboð í verkið.
Bæjarstjórn hefur samþykkt að taka lægsta tilboði frá Arnon ehf kr. 60.506.500,- enda uppfyllti bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna. Er tilboðið 75,9% af kostnaðaráætlun verksins sem verður að teljast harla góð niðurstaða fyrir bæjarfélagið. Hefur samningur um verkið verið undirritaður og því munu framkvæmdir á svæðinu hefjast fljótlega.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðmund Arnar Sigfússon eiganda Arnon ehf ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, Jóni Friðriki Matthíassyni og Höskuldi Þorbjarnarsyni við undirritunina.
Bæjarstjórn hefur samþykkt að taka lægsta tilboði frá Arnon ehf kr. 60.506.500,- enda uppfyllti bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna. Er tilboðið 75,9% af kostnaðaráætlun verksins sem verður að teljast harla góð niðurstaða fyrir bæjarfélagið. Hefur samningur um verkið verið undirritaður og því munu framkvæmdir á svæðinu hefjast fljótlega.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðmund Arnar Sigfússon eiganda Arnon ehf ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, Jóni Friðriki Matthíassyni og Höskuldi Þorbjarnarsyni við undirritunina.
Síðast breytt: 4. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?