Fara í efni

Árhólmar 1 þjónustumiðstöð, breyting á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 18. júlí 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi á Árhólmasvæði í Hveragerði fyrir Árhólma 1 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felst í auknu byggingarmagni þjónustumiðstöðvar innan núverandi byggingareitar úr 350 m2 í 950 m2. Skilmálar eru um gerð og yfirbragð byggingar.

Breytingartillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 frá og með 10. ágúst 2022 og er auk þess aðgengileg á heimasíðu Hveragerðisbæjar.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi miðvikudaginn 21. september 2022 á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið hildur@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Árhólmar 1 þjónustumiðstöð, breyting á deiliskipulagi


Síðast breytt: 15. ágúst 2022
Getum við bætt efni síðunnar?