Fara í efni

Árgangur 1989 fjölmennastur í Hveragerði


Elst Hvergerðinga er Regína Guðmundsdóttir en hún er verður 99 ára þann 12. mars n.k. Er Regína sem lengstum bjó á Selfossi nú búsett á hjúkrunarheimlinu Ási. Þrettán Hvergerðingar eru komir yfir nírætt.

Sem fyrr er árgangur 1989 langfjölmennastur í bæjarfélaginu en þau eru nú 48 sem búa hér í bæ. Hefur þeim fjölgað um 4 frá fyrra ári en þá voru þau einnig fjölmennust eða 44 talsins.

Næstfjölmennustu árgangar bæjarins eru fæddir árin 1950 og 1996 en þau eru 44 fædd hvort ár. Þar á eftir koma svo árgangar fæddir árið 1947 og 2011 en þau eru 41 fædd á hvoru árinu. 40 manns búa síðan hér í Hveragerði sem fædd eru árin 1964 og 1952.

Árið 2016 fæddust 28 börn sem öll hafa verið boðin velkomin með gjöf frá bæjarfélaginu sínu.

Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum úr þjóðskrá þann 1 janúar 2017 eru íbúar í Hveragerði nú 2.483 en voru 2.462 fyrir 12 mánuðum. Er þetta aukning um 21 íbúa eða 0,85%. Er þetta heldur minni fjölgun heldur en árið 2016 en þá fjölgaði bæjarbúum um 3,14%. Skýring bæjarstjóra á minni fjölgun er klárlega húsnæðisskortur sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn áberandi og nú.

Með óskum um gleðilegt nýár og kærum þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir og gott samstarf á liðnum árum.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri


Síðast breytt: 2. janúar 2017
Getum við bætt efni síðunnar?