Fara í efni

Almennur fundur um aðalskipulagstillögu

Almennur fundur um heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þriðjudaginn 28. febrúar nk. kl. 20:00.

Fundurinn er liður í kynningu og samráði við skipulagsgerðina gagnvart íbúum í Hveragerði og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á fundinum verður kynnt tillaga að aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og gerð grein fyrir forsendum hennar og umhverfismati.

Tillagan felur í sér stefnu bæjarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál allt til ársins 2029.

Við skipulagsvinnuna var lögð áhersla á:

  • þéttingu byggðar svo nýta megi betur núverandi innviði bæjarins s.s. gatna- göngustíga- og veitukerfi.
  • lágreista byggð og fjölbreytni í gerð íbúða
  • ný svæði fyrir fjölbreytta athafnastarfssemi.
  • umferðarskipulag og umferðaröryggi

Á fundinum verða m.a. kynntir:

  • tveir valkostir á legu Suðurlandsvegar á móts við þéttbýlið í Hveragerði
  • tillaga um hvar heimilt verði að reka leyfisskilda gististaði að undangenginni grenndarkynningu
  • tillaga um verndun yfirbragðs elsta byggðarkjarna bæjarins
  • tillaga um verndun yfirbragðs elsta byggðarkjarna bæjarins
  • tillaga um verndun verðmætra trjáa

Nánari upplýsingar um aðalskipulagstillöguna er að finna á heimasíðu bæjarins Hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúinn í Hveragerði


Síðast breytt: 21. febrúar 2017
Getum við bætt efni síðunnar?