Fara í efni

Aldís kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga


Al­dís Haf­steins­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hvera­gerðis, var kjör­in formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á 32. landsþingi sam­bands­ins sem fram fór í Hofi á Ak­ur­eyri. Hún er fyrst kvenna til að vera kos­in í þetta embætti, en hún var einnig fyrsta konan til að bjóða sig fram í 80 ára sögu fé­lags­ins.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fer með yfirstjórn sambandsins milli landsþinga, sem haldin eru árlega. Stjórnin er í forsvari fyrir sambandið út á við og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Stjórnin heldur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði. Framkvæmdastjóri sambandsins er Karl Björnsson fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og sér hann ásamt starfsmönnum Sambandsins um daglegan rekstur skrifstofunnar.

Aldís mun áfram gegna starfi bæjarstjóra í Hveragerði og sinna skyldum formanns samhliða. Fyrri formenn Sambandsins hafa gert slíkt hið sama enda er formaður Sambandsins ávallt í öðrum störfum samhliða formennskunni. Aldís sem hefur setið í stjórn Sambandsins undanfarin 11 ár þekkir vel til þeirra starfa en til að geta betur sinnt nýju hlutverki hefur hún aftur á móti þegar sagt sig frá ýmsum öðrum embættum.


Síðast breytt: 13. október 2018
Getum við bætt efni síðunnar?