Fara í efni

Álagning fasteignagjalda 2022

Álagningu fasteignagjalda í Hveragerði fyrir árið 2022 er nú lokið.

Sami háttur er þetta árið og undanfarin ár að álagningaseðlar eru ekki sendir út heldur eru þeir birtir rafrænt á vefsíðunni www.island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með rafrænum skilríkjum eða með íslykli.

Fasteignagjöld eru greidd með 10 gjalddögum 1. febrúar til 1. nóvember. Kröfur vegna fasteignagjaldanna birtast í netbanka greiðanda. Einstaklingar sem vilja fá senda greiðsluseðla í pósti þurfa að óska eftir því með því að vera í sambandi við skrifstofu bæjarins í síma 483-4000 eða senda tölvupóst á mottaka@hveragerdi.is

Minnt er á að hægt er að setja fasteignagjöld á boðgreiðslur greiðslukorta.

Upplýsingar um forsendur álagningar og tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignagjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum er hægt að nálgast hér

https://www.hveragerdi.is/static/files/Gjaldskrar/2022/gjaldskra-fasteignagjalda.pdf.


Síðast breytt: 27. janúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?