Fara í efni

Afreksíþróttafólki í Hveragerði veittar viðurkenningar

Kjör íþróttamanns Hveragerðis fór fram við athöfn í Listasafni Árnesinga í dag þar sem lyftingakonan Anna Guðrún Halldórsdóttir hreppti titilinn fyrir glæstan árangur árið 2024. 

Alls voru sex íþróttamenn tilnefndir en það voru auk Önnu Guðrúnar þau Rakel Rós Guðmundsdóttir badmintonkona, Kristján Valdimarsson blakmaður, Lúkas Aron Stefánsson körfuboltamaður, Óliver Þorkelsson knattspyrnumaður og Eric Máni Guðmundsson motocrossmaður. Öll fengu þau viðurkenningar fyrir sínar tilnefningar. 

Að auki voru veittar viðurkenningar til þeirra Hvergerðinga sem léku landsleiki á árinu 2024, unnu Íslandsmeistaratitla og eða bikarmeistaratitla. Eftirfarandi íþróttamenn fengu slíkar viðurkenningar: 

Hafsteinn Valdimarsson
Íslands-, bikar- og deildarmeistari BLÍ
A-landslið BLÍ

Kristján Valdimarsson
Íslands-, bikar- og deildarmeistari BLÍ
A-landslið BLÍ

Íris Þórhallsdóttir
Íslandsmeistari U11 í tvenndarleik BSÍ

Úlfur Þórhallsson
Landslið U17 BSÍ

Anna Guðrún Halldórsdóttir
Heimsmeistari, Evrópumeistari og Íslandsmethafi í ólympískum lyftingum

Markús Andri Daníelsson Martin
Landslið U15 KSÍ

Eric Máni Guðmundsson
Íslandsmeistari MX2
Landslið U21 í Motocross

Rebekka Einarsdóttir
Íslandsmeistari í einliðaleik U15B meyjum BSÍ

Ragnar Ágúst Nathanaelsson
A-landslið KKÍ

Lúkas Aron
Landslið U18 KKÍ

Hveragerðisbær óskar öllu þessu flotta íþróttafólki innilega til hamingju með glæstan árangur á árinu 2024. 

Við athöfnina fluttu Marta Rut Ólafsdóttir formaður menningar-, atvinnu- og makaðsnefndar og Pétur Georg Markan bæjarstjóri ávörp og Marína Ósk Þórólfsdóttir söng fyrir viðstadda. Þá veittu nefndarmenn menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar viðurkenningar til íþróttafólksins. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar við athöfnina í Listasafni Árnesinga. 


Síðast breytt: 8. janúar 2025
Getum við bætt efni síðunnar?