Fara í efni

Áform eru um stækkun núverandi íþróttahúss að Skólamörk 2-6.

mynd: Alark arkitektar
mynd: Alark arkitektar

Áform eru um stækkun núverandi íþróttahúss að Skólamörk 2-6.

Stækkun íþróttahúss að Skólamörk 2-6 Hveragerði
21.desember 2023

Ástæður

  • Frestað hefur verið áformum um endurbyggingu Hamarshallar.
  • Fimleikadeild Hamars er aðstöðulaus
  • Körfuboltadeild Hamars hefur aðeins 1 æfingavöll
  • Keppnisvöllur fyrir körfubolta í núverandi íþróttahúsi er fullþröngt og vantar hliðaraðstöðu fyrir dómara og varamenn.

Forsendur:

  • Að núverandi íþróttahús geti notast áfram sem keppnishús á meðan og eftir að fyrri áfangi stækkunar er í framkvæmd.
  • Að gert verði ráð fyrir seinni áfanga stækkunar með áhorfendastúkum fyrir 360 manns, gestaaðkomu / aðstöðu og aðstöðu fyrir hreyfihamlaða.
  • Að í stækkun verði æfingaraðstaða fyrir hópfimleika með nauðsynlegum gryfjum.
  • Að lofthæð og stærð í stækkun verði fullnægjandi fyrir keppnir í körfubolta, blaki og badminton.

Núverandi hús:

  • Núverandi íþróttahús er alls 2323 m2 með 594 m2 íþróttagólfi og stúku fyrir allt að 400 manns.
  • Aðgengi hreyfihamlaða er ekki fullnægjandi.
  • Engin aðstaða er fyrir hópfimleika í núverandi húsi vegna nauðsynlegrar lengdar atrennu að stökkum og vöntun á gryfjum fyrir æfingar.
  • Vegna stærðar íþróttagólfs er eingöngu hægt að æfa eina íþrótt í húsi í einu.
  • Lofthæð í keppnissal er 7m. og því of lág fyrir keppni í blaki (8 m.) og badminton (9m.).
  • Breidd keppnissal fyrir körfubolta er of þröng fyrir keppni.

Stækkunartillaga:

  • Samkvæmt tillögu 10 (c+d) verður íþróttahúsið stækkað sem æfingahúsnæði til vesturs um ca 1470 m2 í fyrri áfanga og svo sem keppnishús um ca 420 m2 í seinni áfanga.
  • Í tillögunni bætist aðstaða til íþróttaæfinga verulega . Hægt verður að æfa 2-3 íþróttir samtímis eða þá samtímis á fjölda valla sömu íþróttar,t.d. verður hægt að æfa á 2 körfuboltavöllum samtímis, 3 blakvöllum eða 10 badmintonvöllum.
  • Núverandi hús nýtist áfram sem keppnishús á breytingatíma.
  • Hægt verður að bæta breidd keppnisgólfs fyrir körfubolta í núverandi húsi þannig að það henti fyrir keppni.
  • Hægt verður að útbúa keppnisaðstöðu fyrir fimleika þannig að hægt verði að nota áhorfendastúkur núverandi húss.
  • Fullbúin aðstaða fyrir hópfimleika með gryfjum og nauðsynlegri lengd atrennu verður í stækkun æfingarýmis.

Efni og uppbygging:

  • Í tillögu er gert ráð fyrir að stækkun verði stálgrindarhús á steyptri gólfplötu.
  • Þak eru gitterstálbitar, veggir eru stálstoðir og yleiningar.
  • Hús er klætt að utan með stáli.
  • Þak situr að hluta á styrktum súlum í vesturvegg núverandi íþróttahúss.
  • Vesturveggur núverandi íþróttahúss verður opnaður að hluta og tengir saman nýtt og gamalt íþróttahús.

Áfangar:

  • Fyrri áfangi er 1470 m2 viðbótar æfingahúsnæði tengt núverandi íþróttahúsi. Aðkoma, búningsklefar, fylgirými og áhorfendaaðstaða er í núverandi íþróttahúsi.
  • Seinni áfangi er stækkun til suðurs um 420 m2 með forrými, aðstöðu gesta, stoðrými og aðstöðu og aðgengi hreyfihamlaðra. Ennfremur verða settar útdraganlegar áhorfendastúkur í sal fyrir 360 manns og stækkun nýtt sem keppnishús. Þannig verður hægt að nýta báðar áhorfendaaðstöður samtímis í aðskildum keppnum.

Kostnaður:

  • Fyrri áfangi:
    Nýtt æfingahúsnæði 1467 m2 með íþróttagólfi og fimleikagryfju og opnun inn í núverandi íþróttahús.  605.100.000 kr.
  • Seinni áfangi
    420 m2 forrými með aðstöðu gesta, stoðrými og aðstöðu / aðgengi hreyfihamlaðra. Ennfremur verða settar útdraganlegar áhorfendastúkur í sal fyrir 360 manns. 194.800.000 kr.

Tillögur að áformum um stækkun íþróttahúss að Skólamörk 2

 


Síðast breytt: 4. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?