Fara í efni

Afhending Góðgerðarstyrks grunnskólans í Hveragerði 2022

Matthea aðstoðarskólastjóri, Adda María fulltrúi Einstakra barna, Maríus Blær yngsti nemandi skólans…
Matthea aðstoðarskólastjóri, Adda María fulltrúi Einstakra barna, Maríus Blær yngsti nemandi skólans, Nishadi formaður nemendaráðs og Sævar Þór skólastjóri.

Þann 2. desember sl. var góðgerðadagur í Grunnskólanum í Hveragerði. Góðgerðadagurinn er lokadagur árlegs góðgerðaþema sem nemendur og starfsfólk skólans hafa staðið fyrir frá því í nóvember 2015 og er tilgangur góðgerðaþemans að efla samkennd nemenda og láta um leið gott af okkur leiða.
Ein stærsta ákvörðun sem nemendur og skólinn þurfa að taka í tengslum við góðgerðaþemað er hvaða starfsemi er ákveðið að styrkja ár hvert. Það var sameiginleg niðurstaða starfsfólks og nemenda í ár að styrkja, Einstök börn, Stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni og tók fulltrúi þeirra við styrknum á gangasöng 16. desember kr. 2.184.000.-

Þau málefni sem hafa verið styrkt hingað til hafa verið valin með tilliti til þess að börn njóti á einhvern hátt góðs af styrknum. Meginstefið hefur því verið að börn styrki börn. Styrkþegar hingað til hafa verið:
2015: Amnesty International (460.00 kr.-)
2016: Félag krabbameinssjúkra barna (810.000 kr.-)
2017: Barnaspítali Hringsins (1.360.000 kr.-)
2018: Birta, landssamtök þar sem foreldrar sem misst hafa börn sín skyndilega geta sótt styrk og stuðning (1.750.000 kr.-)
2019: Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna (1.480.000 kr.-).
2021: Dropinn, Styrktarfélag barna með Sykursýki (1.400.000 kr.-).

Eins og öll undanfarin ár hefur Góðgerðardagurinn notið góðs stuðnings einstaklinga og fyrirtækja bæjarins og hefur Hveragerðisbær tekið ákvörðun að gera slíkt hið sama og að styrkja verkefnið um 100.000 kr.


Síðast breytt: 16. desember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?