Fara í efni

Listasafn Árnesinga - Fullveldisdagurinn

Á fullveldisdaginn 1. des. kl. 17:00 efna Bókasafnið í Hveragerði og Listasafnið til sameiginlegrar dagskrár í Listasafninu undir yfirheitinu LISTASTUND.

Þá munu rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Ásdís Thoroddsen, Guðmundur Óskarsson, Guðrún Eva Mínervudóttir og Gyrðir Elíasson lesa úr nýjum bókum sínum, Lay Low flytja fáein lög og Inga Jónsdóttir safnstjóri segja frá nýopnaðri sýningu, Nautn – Conspiracy of Pleasure.
Notaleg stund við kertaljós, heitt á könnunni og piparkökur – Aðgangur ókeypis.

  1. des. kl. 14:00 er síðan aftur Fjölskyldustund á safni og
  2. des. kl. 17:00 er boðið upp á tónleika með Bjöllukór Íslands
  3. des. kl. 15:00 og 17:00 – bíó: Hveragerði – Skáldagatan
  4. des. á milli bíósýninga kl. 16:00 Jólasögur úr Hveragerði með Nirði Sigurðssyni og tónlist með Hafstieni Þór Auðunnarsyni.

Sjá nánar á heimasíðu og á Facebook

Góðar kveðjur,

Inga Jónsdóttir safnstjóri
Listasafn Árnesinga
Austurmörk 21, 810 Hveragerði
Sími: 483 1727 / 895 1369
Listasafn Árnesinga


Síðast breytt: 30. nóvember 2016
Getum við bætt efni síðunnar?