Mynd af fyrstu ábúendum í Varmahlíð
Helga og Guðmundur eignuðust þrjá syni:
Elstur var Sæmundur (f. 1904 d.1997) sem bjó í Brekku ásamt Guðrúnu konu sinni. Þau eignuðust þrjú börn, Aðalstein sem lést um tvítugt, Helgu Dísi og Gerði.
Gottskálk (f. 1905 d. 1995) var næstelstur, faðir Ingigerðar og Aðalsteins. Fyrri kona hans hét Ingibjörg Ingvarsdóttir frá Reykjum í Ölfusi. Hún lést ung að árum eða þegar Ingigerður var 4 ára. Því ólst Ingigerður upp hjá ömmu sinni og afa í Varmahlíð fram yfir fermingu. Síðari kona Gottskálks og móðir Aðalsteins hét Elín Einarsdóttir, frá Syðri Rauðalæk í Holtum en hún lést þegar Aðalsteinn var fimmtán ára.
Yngsti bróðirinn var Þorlákur (f. 1917 d. 1989) alltaf kallaður Lúlli. Hann bjó lengst af þeim bræðum hjá foreldrum sínum í Varmahlíð. Hann kvæntist Líneyju Kristinsdóttur f.v. forstöðukonu á Ási. Þeim var ekki barna auðið en Líney átti sex börn sem ólust upp að hluta hjá þeim Líneyju og Lúlla. Lúlli var múrari.
Þau eru þrjú, Ingigerður, Aðalsteinn og Gerður, eftirlifandi barnabörn þeirra Helgu og Guðmundar frumbyggja Hveragerðis og eru afkomendur þeirra heiðurshjóna komin á fimmta tuginn.
Jóhanna Hjartardóttir, menningar og frístundafulltrúi, tók við myndinni fyrir hönd bæjarins.