Fara í efni

Hreyfivika "Move week" í Hveragerði

Dagskrá í Hveragerði vikuna 29. maí – 4. júní:




Mánudagur 29/5 – Hjóla- og hreyfidagur

  • Hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm
  • CrossFit Hengill býður uppá opna tíma kl. 6:00, 8:30, 11:30, 16:30, 17:30 og 18:30.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11:00 - ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca. 30 mín, ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca. 50 mín.
  • Fitness Bilið býður frítt í zumba kl. 17:00

Þriðjudagur 30/5 – Göngu- og skokkdagur

  • Göngum í skólann og vinnuna
  • Eldri borgara ganga frá Þorlákssetri kl. 10:00.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11:00 - ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca. 30 mín, ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca. 50 mín.
  • Skokkhópur kl. 17:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði. Byrjendur velkomnir.
  • Fitness Bilið býður frítt í zumba kl. 17:00

Miðvikudagur 31/5 - Hreyfidagur

  • Stöndum upp úr stólunum í vinnunni/skólanum í dag og gerum léttar æfingar einu sinni á hverri klukkustund, sjá æfingasafn á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11:00 - ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca. 30 mín , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca. 50 mín.

Fimmtudagur 1/6 - Sunddagur

  • Frítt í sund fyrir alla sem synda 200m+
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11:00 - ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca. 30 mín, ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca. 50 mín.
  • Maggi Tryggva býður leiðsögn í sundtækni kl. 15:30-16:15 og kl. 18:00-18:30 í sundlauginni.
  • Fitness Bilið býður frítt í zumba kl. 17:00
  • Skokkhópur kl. 17:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði. Byrjendur velkomnir.

Föstudagur 2/6 – Fjölskyldan – gaman saman

  • Golf, boccia o.fl. fyrir eldri borgara í Hamarshöll kl. 10.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11:00 - ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca. 30 mín, ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca. 50 mín.
  • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.

Laugardagur 3/6 - Fjölskyldan – gaman saman

  • Fjölskyldan saman í sund, fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.
  • Fitness Bilið býður frítt í zumba kl. 9:00

Sunnudagur 4/6 - Fjölskyldan – gaman saman

  • Fjölskyldubadminton í Hamarshöll frá kl. 11 – 13.
  • Fjölskyldan saman í sund, fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.

Íþróttafélagið Hamar býður alla velkomna á æfingar hjá deildum félagsins, sjá stundatöflur og upplýsingar um starfið á hamarsport.is.

Leikskólar og grunnskólinn í Hveragerði verða með sérstaka áherslu á hreyfingu þessa viku.

Gangi ykkur sem allra best og hvetjið alla til þátttöku !


Síðast breytt: 23. maí 2017
Getum við bætt efni síðunnar?