Fara í efni

Flot og dekur í Laugaskarði

September í Laugaskarði.

Enn bætum við Sóley við og verðum með þriðja Flot- og dekurviðburð í Laugaskarði í september. Enda Laugaskarð dásamlegur staður og laugin hituð sérstaklega upp fyrir okkur.

Mæting kl. 16.30.

Byrjum á góðum göngutúr og svo hressing áður en farið er í laugina, maski og te í pottunum á eftir og að sjálfsögðu verðum við ofan í lauginni og gefum ykkur létt nudd ofan í lauginni.

Sunnudagur 15. september. Kl. 16:30 til 20:00.

Þátttakendur 30.

Skráning fer fram á agusta@heilogsael.is.

Dagskrá.

Mæting kl. 16:30 á bílaplaninu við sundlaugina í Laugaskarði. Við byrjum á göngutúr í nánasta nágrenni við sundlaugina en umhverfið þar er einstaklega fallegt eins og margir þekkja. Þegar komið er til baka um kl. 17:30 verður boðið uppá hollar og góðar samlokur og kl. 18.00 er farið ofan í laugina.

Eftir hressinguna er farið í laugina. Við byrjum á léttum æfingum ofan í lauginni og síðan ætlum við að njóta þess að fljóta saman og slaka á. Eftir flotið förum við í heitu pottana og þar bjóðum við upp á andlitsmaska og gott te.

Flot veitir einstaka vellíðan og frelsi frá utanaðkomandi áreiti. Það býr til aðstæður fyrir djúpslökun og jafnvægi.

Taktu frá tíma fyrir þig og hlúðu að þér.

Í vatninu slaknar á vöðvum líkamans og hægist á blóðþrýstingi og hjartslætti. Slakandi flot vinnur gegn skaðlegum streituhormónum sem fylgja langvarandi álagi og streitu. Slökunin veitir nærandi hvíld og örvar hreinsun líkama og huga og getur virkað verkjalosandi.

Við verðum ofan í lauginni og með nuddi hjálpum við ykkur að fá enn betri slökun.

!img

Ávinningur þess að fljóta er m.a. þessi:

  • Dregur úr almennri streitu
  • Eykur einbeitingu
  • Bætir svefn
  • Kemur jafnvægi á efnaskipti líkamans
  • Gefur innri ró og frið
  • Dregur úr þunglyndi og ótta
  • Dregur úr mígreni
  • Styrkir ónæmiskerfið

Eftir flotið verður í boði hnetusnarl og berjaskot til hressingar áður en þið haldið heim á leið.

Við hlökkum til að sjá ykkur.
Ágústa & Sóley.

Flothettur og fótaflot á staðnum.

Verð: 8.500 en 7.500 fyrir þær sem eiga sjálfar flotbúnað. Vinsamlega látið það fylgja með í skráningunni.


Síðast breytt: 12. september 2019
Getum við bætt efni síðunnar?