Smásagnakeppni FEKÍ
Miðvikudaginn 27. febrúar s.l. voru kunngerð úrslit í ensku smásagnakeppninni sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir. Smásagnakeppnin er haldin árlega og hefst hún á evrópska tungumáladeginum þann 26. september.
Um er ræða landskeppni á meðal grunn- og framhaldsskóla landins og við í Grunnskólanum í Hveragerði höfum verið svo lánsöm undanfarin ár að eiga vinningshafa í þessari skemmtilegu keppni.
Keppnin fer þannig fram að nemendur skrifa smásögur á ensku út frá einu orði, sem að þessu sinni var Danger. Orðið hitti greinilega í mark hjá nemendum því okkur barst metfjöldi smásagna frá nemendum og fyrir það erum við afar þakklát.
Að þessu sinni vann Eva Rut Jóhannsdóttir nemandi í 6. bekk fyrstu verðlaun í flokknum 6.- 7. bekkur. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, þar sem Eliza Reid forsetafrú tók á móti vinningshöfum og heiðraði þeirra árangur, ásamt stjórn FEKÍ. Við óskum Evu Rut innilega til hamingju með þennan góða árangur og erum afar stolt af henni sem og öllum þeim nemendum sem tóku þátt og skrifuðu smásögur .
Með kveðjum frá enskudeildinni,
Óli, Olga og Ingibjörg