Fara í efni

Nótt í Féló

Hluti af börnunum fór heim um miðnætti en aðrir voru alla nóttina. Byrjað var á pizzaveislu og eftir það var haldið í sundlaugarpartý í Laugaskarði. Þar var mikil stemmning en skipst var á að slaka á í heitu pottunum og keppa í “bombu” á stökkpallinum.

Frá sundlauginni lá leiðin í íþróttahúsið þar sem búið var að setja upp Lazer tag völl og var spilað lazer tag í rúmar 2 klst. Eftir það beið krakkanna dýrindis hressing í félagsmiðstöðinni og æsispennandi spurningakeppni. Fram eftir nóttu var síðan sungið í karaoke, dansað, spilað, keppt í pílu, spilað þythokkí og Fussball. Lítið var um svefn um nóttina og fóru krakkarnir alsælir og dauðþreyttir heim. Hörku skemmtilegt kvöld sem gekk æðislega vel.

Unglingarnir okkar eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra hegðun og skemmtilegheit.

Steinunn Steinþórsdóttir,
forstöumaður Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku


Síðast breytt: 4. mars 2019
Getum við bætt efni síðunnar?