Fara í efni

Skólanefnd

8. fundur 17. mars 2025 kl. 17:00 - 18:09 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Kristján Sigurmundsson aðalmaður
  • Sæbjörg Lára Másdóttir varaformaður
  • Kristinn Ólafsson aðalmaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir fulltrúi Ölfuss
  • Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi Ölfuss
  • Margret Sigríður Ísaksdóttir fulltrúi kennara
  • Jóel Salómon Hjámarsson fulltrúi foreldra
Starfsmenn
  • Elfa Birkisdóttir Deildarstjóri fræðslusviðs
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri
  • Liljar Mar Pétursson Forstöðumaður
Fundargerð ritaði: Elfa Birkisdóttir deildarstjóri fræðslusviðs
Dagskrá

1.Skóladagatal Grunnskólans í Hveragerði 2025-2026

2503058

Sævar Þór Helgason skólastjóri kynnir skóladagatal Grunnskólans í Hveragerði fyrir skólaárið 2025-2026.
Skólanefnd samþykkir skóladagatal Grunnskólans í Hveragerði fyrir skólaárið 2025-2026.
Sævar Þór yfirgefur fundinn.

2.Leikskóladagatal leikskólans Óskalands 2025-2026

2503059

Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri leikskólans Óskalands kynnir leikskóladagatal fyrir skólaárið 2025-2026.
Skólanefnd samþykkir leikskóladagatal leikskólans Óskalands fyrir skólaárið 2024-2025 með þeim breytingatillögum sem ræddar voru.

3.Leikskóladagatal leikskólans Undralands 2025-2026

2503060

Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri leikskólans Undralands kynnir leikskóladagatal fyrir skólaárið 2025-2026.
Skólanefnd samþykkir leikskóladagatal leikskólans Undralands fyrir skólaárið 2025-2026 með þeim breytingatillögum sem ræddar voru.

4.Erindi frá foreldraráðum leikskólanna - vegna styttingu vinnuvikunnar

2503076

Afgreiðslu erindis frestað og málinu vísað til næsta fundar til afgreiðslu.

5.Erindi frá foreldraráðum leikskólanna - fulltrúar í skólanefnd

2503075

Leikskólastjórar kynna erindi frá foreldraráðum leikskólanna í Hveragerði.
Deildarstjóra fræðsluþjónstu er falið að skoða málið og kynna minnisblað á fundi skólanefndar.
Gunnvör Kolbeinsdóttir og Anna Erla Valdimarsdóttir yfirgefa fundinn.
Liljar Mar Pétursson kemur inn á fundinn.

6.Dagatal frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku 2025-2026

2503061

Liljar Mar Pétursson kynnir dagatal frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekkur fyrir starfsárið 2025-2026.
Skólanefnd þakkar fyrir kynninguna.

Fundi slitið - kl. 18:09.

Getum við bætt efni síðunnar?