Skólanefnd
Dagskrá
1.Erindisbréf skólanefndar 2024
2409191
Breytingar á erindisbréfi skólanefndar til kynningar.
Breytingar á erindisbréfi skólanefndar samþykktar með breytingu á orðalagi í 2. gr þar sem nefnt yrði að leikskólarnir eru einnig reknir í samstarfi við Ölfus.
2.Reglur um umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
2406029
Reglur um skólavist utan lögheimilis kynntar.
Reglur um skólavist utan lögheimilis samþykktar og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
3.Hljóðvist í skólum
2403728
Skólanefnd tekur undir mikilvægi þess að hljóðvist sé góð í skólastofnunum sveitafélagsins. Mikilvægt að skólastjórnendur og sveitafélagið leggi áherslu á góða hljóðvist í stofnunum bæjarins.
4.Foreldrafræðsla
2409112
Kynning á Föruneyti barna en það er foreldrafærniverkefni.
Skólanefnd þakkar fyrir kynningu á foreldrafræðsluverkefninu Föruneyti barna og felur deildarstjóra fræðsluþjónstu að vinna málið áfram til frekari kynningar og setja fram drög að kostnaðaráætlun.
5.Stoð- og stuðningsþjónusta Grunnskólinn í Hveragerði
2409125
Kynning á stoð-og stuðningsþjónustu Grunnskólans í Hveragerði.
Skólanefnd þakkar Sævari Þór skólastjóra fyrir góða kynningu á stoð-og stuðningsþjónustu Grunnskólans í Hveragerði.
6.Stoð- og stuðningsþjónusta Leikskólinn Óskaland
2409126
Kynning á stoð-og stuðningsþjónustu leikskólans Óskalands.
Skólanefnd þakkar Evu Hrönn aðstoðarleikskólastjóra á Óskalandi fyrir góða kynningu á stoð-og stuðningsþjónustu leikskólans Óskalands.
7.Stoð- og stuðningsþjónusta Leikskólinn Undraland
2409127
Kynning á stoð-og stuðningsþjónustu leikskólans Undralands.
Skólanefnd þakkar Önnu Erlu leikskólastjóra fyrir góða kynningu á stoð-og stuðningsþjónustu leikskólans Undralands.
8.Stoð- og stuðningsþjónusta Frístundamiðstöðin Bungubrekka
2409128
Kynning á stoð- og stuðningsþjónustu í frístundamiðstöðinni Bungubrekku.
Skólanefnd þakkar Liljari forstöðumanni Bungubrekku fyrir góða kynningu á stoð-og stuðningsþjónustu Bungubrekku.
9.Starfsáætlun skólanefndar ´24-´25
2409129
Starfsáætlun skólanefndar fyrir skólaárið 2024-2025 kynnt og dagsetningar funda settar fram með tilliti til funda bæjarráðs og bæjarstjórnar Hveragerði, sjá fylgiskjal.
Starfsáæltun skólanefndar samþykkt með breytingu á orðalagi. Tillögur dagsetninga funda lagðar fram og samþykktar.
Fundi slitið - kl. 18:47.
Getum við bætt efni síðunnar?
Áður en formlegur fundur hófst sýndi Sævar Þór fundargestum nýtt námsver í Grunnskólanum í Hveragerði. Nefndin þakkar fyrir góða kynningu.