Skólanefnd
Dagskrá
Pétur G. Markan bæjarstjóri sat þennan fundarlið.
1.Kynning á framkvæmdum Óskaland
2405000
Kynning á stöðu framkvæmda við leikskólann Óskaland.
Skólanefnd þakkar Önnu Leoniak arkitekt og Hildi Gunnarsdóttur skipulagsfulltrúa Hveragerðis fyrir góða kynningu.
Pétur G. Markan bæjarstjóri yfirgaf fundinn.
2.Starfsáætlun Óskalands
2401071
Leikskólastjóri fer yfir starfsáætlun Óskalands.
Skólanefnd þakkar Gunnvöru fyrir kynningu á starfsáætlun leikskólans Óskalands.
3.Dagatal leikskólans Óskalands 2024-2025
2404039
Dagatal leikskólans Óskalands 2024-2025 lagt fram.
Skólanefnd samþykkir skóladagatal leikskólans Óskalands fyrir skólaárið 2024-2025, með fyrirvara um lagfæringar á orðalagi við opnun á leikskóla eftir sumarfrí og dagsetningu á sumarlokun í júlí 2025.
4.Dagatal leikskólans Undralands 2024-2025
2404038
Dagatal leikskólans Undralands 2024-2025 lagt fram.
Skólanefnd samþykkir skóladagatal leikskólans Undralands fyrir skólaárið 2024-2025, með fyrirvara um lagfæringar á orðalagi við opnun á leikskóla eftir sumarfrí og dagsetningu á sumarlokun í júlí 2025.
Fundi slitið - kl. 18:26.
Getum við bætt efni síðunnar?