Skólanefnd
Dagskrá
1.Skóladagatal Grunnskólans í Hveragerði
2403680
Skólastjóri kynnir skóladagatal næsta skólaárs.
Skólanefnd samþykkir skóladagatal Grunnskólans í Hveragerði fyrir skólaárið 2024-2025.
Sævar skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði og Margrét Ísaksdóttir fulltrúi kennara í grunnskóla yfirgefa fundinn.
2.Dagatal Bungubrekku 2024-2025 og skipulag sumarstarfsins 2024
2404041
Forstöðumaður Bungubrekku kynnir skipulag sumarstarfsins og dagatal Bungubrekku fyrir næsta skólaár.
Skólanefnd þakkar góða kynningu á sumardagskrá Bungubrekku og á dagatali Bungubrekku fyrir næsta skólaár.
3.Dagatal leikskólans Undralands 2024-2025
2404038
Leikskólastjóri kynnir skóladagatal leikskólans Undralands fyrir næsta skólaár.
Skólanefnd þakkar kynningu á skóladagatali. Skóladagatal verður lagt fyrir til samþykktar á næsta fundi.
Ingimar forstöðumaður Bungubrekku yfirgefur fundinn.
4.Dagatal leikskólans Óskalands 2024-2025
2404039
Leikskólastjóri kynnir skóladagatal næsta skólaárs.
Skólanefnd þakkar kynningu á skóladagatali. Skóladagatal verður lagt fyrir til samþykktar á næsta fundi.
5.Starfsáætlun Undralands
2401070
Leikskólastjóri kynnir starfsáætlun skóla og umbótaáætlun.
Skólanefnd þakkar fyrir kynningu á starfs- og umbótaáætlun.
6.Umbótaáætlun ytra mats Undraland
2404043
Formaður skólanefndar kynnir framvinduskýrslu frá menntamálastofnun.
Lagt fram til kynningar.
7.Agastefna Undralands
2403690
Leikskólastjóri leikskólans Undralands kynnir agastefnu leikskólans.
Skólanefnd þakkar kynningu á agastefnu og góðu samstarfi við hagaðila við gerð hennar.
8.Læsisstefna Undralands
2404042
Leikskólastjóri leikskólans Undralands kynnir læsisstefnu Undralands.
Skólanefnd þakkar kynningu á læsisstefnu Undralands.
9.Endurskoðun leikskólareglur
2401059
Leikskólareglur og fylgiskjöl lögð fyrir skólanefnd til samþykktar.
Skólanefnd samþykkir reglur um innritun og gjöld í leikskóla í Hveragerði.
10.Umræða um fulltrúa foreldra leikskólabarna í skólanefnd
2404040
Leikskólastjórnendur leikskólanna í Hveragerði ræða um hlutverk fulltrúa foreldra leikskólabarna í skólanefnd.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Getum við bætt efni síðunnar?