Skólanefnd
Dagskrá
1.Starfsáætlun og sjálfsmatsáæltun GH
2401068
Skólastjóri kynnir starfsáætlun skóla og umbótaáætlun
Sævar skólastjóri kynnti starfsáætlun og sjálfsmatsáætlun. Góðar umræður í kjölfarið. Nefndin þakkar fyrir kynningu.
2.Kynning á starfsemi Bungubrekku
2401073
Starfið í Bungubrekku kynnt.
Ingimar forstöðumaður Bungubrekku kynnti starfið hjá Bungubrekku og nefndin þakkar fyrir kynningu.
Ingimar víkur af fundi eftir þennan fundarlið.
3.Endurskoðun leikskólareglur
2401059
Elfa Birkisdóttir deildarstjóri fræðsluþjónstu kynnir endurskoðun á reglum um leikskóla hjá Hveragerðisbæ.
Fjallað var um endurskoðun á reglum um leikskóla og var deildarstjóra fræðslusviðs falið að vinna reglurnar áfram í ljósi umfjöllunar.
4.Umræður um stofnun rýnihóps vegna áskoranna leikskóla í styttingu vinnuvikunnar
2401074
Leikskólastjórnendur leikskólanna kynna tillögur um að stofnaður verði rýnihópur hagsmunaaðila til að vinna í sameiningu að því að finna lausn til að mæta styttingu vinnuvikunnar í starfi leikskólans.
Skólanefnd leggur til að stofnaður verði rýnihópur fjölbreyttra hagaðila um útfærslur á styttingu vinnuvikunnar að teknu tilliti til skipulags og starfsumhverfis, stöðugleika í starfi farsældar barna og vellíðan starfsfólks. Lagt er til að rýnihópur skili tillögum í síðasta lagi í lok apríl til að geta unnið eftir því frá og með næsta starfsári leikskólans.
Fundi slitið - kl. 19:10.
Getum við bætt efni síðunnar?