Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
Arnar Ingi setti fund og leitað eftir athugasemdum sem ekki komu fram.
1.Deiliskipulag - Heiðmörk 30-36
2502055
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk 30-36 er lögð fram til kynningar. Með tölvupósti dags. 10. febrúar 2025 óskar Gísli Páll Pálsson stjórnarformaður Grundar eftir því að tillaga að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk 30-36 verði tekin fyrir og afgreidd á viðeigandi vettvangi bæjarins við fyrsta hentugleika. Málið var áður á dagskrá á 16. fundi nefndarinnar. Kynnir arkitekt breytta útgáfu að þessu sinni. Guðrún Ragna Yngvadóttir arkitekt hjá ASK og Gísli Páll Pálsson koma inn á fundinn undir þessum lið.
Til kynningar.
2.Austurmörk 1-5 - fyrirspurn um uppbyggingu
2502163
Tillaga að uppbyggingu fyrir Austurmörk 1-5 er lögð fram til kynningar. Með tölvupósti dags. 14. febrúar 2025 vill Bergur Bergsson koma á framfæri hugmyndum lóðarhafa um uppbyggingu á lóðinni. Uppbyggingin felur í sér sameingingu lóða, byggingu 3. hæða fjölbýlishúss með verslunar- og þjónusturými á jarðhæð og hagkvæmum íbúðum á efri hæðum. Bergur Bergsson og Janus Bjarnason koma inn á fund undir þessum lið.
Til kynningar.
3.Deiliskipulag miðbæjar - deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar íþróttahúss
2501127
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis - breyting vegna íþróttahúss dags. 5. febrúar 2025 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2025. Breytingartillagan nær til samfélagsþjónustusvæðis S6 þar sem grunnskóla og íþróttahús auk gamla pósthússins er að finna. Markmið breytingarinnar er að stækka heimild til byggingar nýs íþróttasalar til þess að rúma einnig fimleikaaðstöðu. Með því móti aukast nýtingarmöguleikar nýja íþróttahússins til muna. Flutningur verður á byggingareit fyrir lausa kennslustofu á lóð Breiðamerkur 24 inn á lóð grunnskólans að Skólamörk 4-6, í samræmi við samþykkt meirihluta bæjarstjórnar frá 9. janúar 2025. Hús gamla kaupfélagsins sem hýsir fagkennslustofur þangað til grunnskóli er fullbyggður er víkjandi í deiliskipulaginu og er lóð Breiðumerkur 24 sameinuð lóð íþróttahússins. Tilfærsla verður á lóðamörkum innan reitar, tilfærsla á lögnum og kvöð sett um lagnaleiðir. Auk þessa er lögð til breyting á hæð nýs salar íþróttahússins innandyra í 10m svo að hann verði löglegur keppnisvöllur fyrir fimleika, blak, badminton og körfubolta. Breyting verður á hámarkshæð útveggjar salarins til vesturs sem og hámarkshæð salar. Byggingareitur aðkomubyggingar er lengdur meðfram vesturhlið íþróttasalar til að milda ásýnd íþróttahússins frá miðbæ og nærliggjandi lóðum. Breytingar verða á þegar samþykktu fyrirkomulagi og fjölda bílastæða. Nýtingarhlutfall verður óbreytt 0,6 á reitnum í samræmi við skilmála aðalskipulags. Skuggavarp fylgir tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Frestur til athugasemda var frá 14. febrúar til 28. mars 2025. Umsögn barst frá Veitum dags. 6. mars 2025. Ölfus sendi inn umsögn dags 21. mars 2025 sveitarfélagið geri engar athugasemdir. Ekki bárust aðrar athugasemdir.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna stækkunar íþróttahúss eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Deiliskipulagsbreyting Ás- og Grundarsvæðis vegna Hverahlíðar
2412115
Lögð er fram tillaga Landform ehf. dags.27. nóvember 2024 á breytingu á deiliskipulagi Ás og Grundarsvæðis sem samþykkt var 14. maí 2020 í bæjarstjórn ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2025. Markmið breytts deiliskipulags er að tryggja stækkun á fyrirhuguðu hjúkrunarheimili og húsnæði fyrir starfsemi Dvalarheimilisins Áss og Grundar. Þétting byggðar er í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags. Allar lóðir innan svæðisins eru í eigu Hveragerðisbæjar en lóðarhafar eru Dvalarheimilið Ás og Grund. Innan reitsins eru þjónustuíbúðir auk húsnæðis fyrir tengda starfsemi s.s. eldhús, samkomuhús o.fl. Til stendur að reisa nýtt um 3.200m² hjúkrunarheimili með 44 gistirýmum. Í gildandi dsk. er gert ráð fyrir að hús nr. 21 og 23 við Hverahlíð víki. Til viðbótar nú, er gert ráð fyrir að hús nr. 17 og 19 víki einnig. Lóðir eru sameinaðar á suðurreit en óbreyttar á norðurreit. Nýtingarhlutfall á suðurreit (Hverahlíð 17) verður 0,6 eins og gildandi aðalskipulag kveður á um. Á norðurreit er það óbreytt, 0,27. Húsakönnun og fornleifaskráning fylgja deiliskipulagsbreytingu. Byggingar sem gert er ráð fyrir að víki eru metnar með miðlungs eða lágt gildi. Lóð undir spennistöð er að finna á suðurreit. Frestur til athugasemda var frá 13. janúar til 13. febrúar 2025 og framlegndur athugasemdafrestur frá 14. mars til 28. mars 2025. Umsagnir bárust frá Veitum dags. 10. febrúar, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 10. febrúar og Rarik 13. febrúar 2025.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ás- og Grundarsvæðis vegna Hverahlíðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2025.
5.Deiliskipulag Grænumerkur 10 Heilsustofnun - deiliskipulagsbreyting vegna sólskála við Lækjarbrún
2411008
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga að deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi Grænumerkur 10 Heilsustofnun vegna Lækjarbrúnar 1 - 43. Markmið breytingarinnar er að heimila byggingu sólskála á sérafnotareitum við raðhúsin. Skilmálar eru um samræmda útfærslu, umfang og litaval. Tillagan var auglýst frá 13. desember til 13. janúar 2025. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til að senda tillögu að deiliskipulagi Grænumerkur 10 Heilsustofnun vegna sólskála við Lækjarbrún beint til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem engar athugasemdir bárust.
6.Kambaland - fornleifaskráning vegslóða skýrsla 2025
2502054
Lögð er fram skýrsla um fornleifaskráningu í Kambalandi sem dagsett er árið 2025 ásamt bréfi Minjastofnunar frá 11. mars 2025. Í skýrslunni eru þekktar fornar leiðir, sem eru innan 19,1 ha deiliskipulagsreits í Kambalandi í Hveragerði, uppmældar og skráðar að beiðni Minjastofnunar Íslands. Vettvangsvinna var unnin í desember 2024.
Í bréfi Minjastofnunar Íslands kemur fram að á svæðinu eru ummerki þriggja vega eða leiða frá mismunandi tímum; forn reiðleið, Eiríksbrú og vegur sem lagður var um Hellisheiði 1894-1895. Þegar aðal- og deiliskipulag svæðisins var í unnið á sínum tíma með tilheyrandi fornleifaskráningu, var henni aðeins lýst með orðum en ekki skráð eins og kröfur eru gerðar um í dag. Uppmælingar sýna að hluti leiðanna lenda undir íbúðabyggð en aðrir hlutar leiðanna eru innan skipulagssvæðis en utan lóða. Bendir stofnunin á að mikilvægt sé að gæta þess að framkvæmdir við gatnagerð og byggingu húsa á lóðunum raski ekki leiðinum umfram það sem nauðsynlegt er. Æskilegt sé að sá hluti minjanna sem hægt verður að varðveita verði girtur af á meðan á framkvæmdum á svæðinu stendur.
Í bréfi Minjastofnunar Íslands kemur fram að á svæðinu eru ummerki þriggja vega eða leiða frá mismunandi tímum; forn reiðleið, Eiríksbrú og vegur sem lagður var um Hellisheiði 1894-1895. Þegar aðal- og deiliskipulag svæðisins var í unnið á sínum tíma með tilheyrandi fornleifaskráningu, var henni aðeins lýst með orðum en ekki skráð eins og kröfur eru gerðar um í dag. Uppmælingar sýna að hluti leiðanna lenda undir íbúðabyggð en aðrir hlutar leiðanna eru innan skipulagssvæðis en utan lóða. Bendir stofnunin á að mikilvægt sé að gæta þess að framkvæmdir við gatnagerð og byggingu húsa á lóðunum raski ekki leiðinum umfram það sem nauðsynlegt er. Æskilegt sé að sá hluti minjanna sem hægt verður að varðveita verði girtur af á meðan á framkvæmdum á svæðinu stendur.
Nefndin fagnar uppmælingu og skráningu fornleifanna í Minjaskrá og tekur undir tilmæli Minjastofnunar um að gæta þess að framkvæmdir við gatnagerð og byggingu húsa á lóðunum raski ekki fornum leiðum umfram það sem nauðsynlegt er.
7.Fundargerðir starfshópa og nefnda um íþróttamannvirki
2412124
Lagðar eru fram tvær fundargerðir byggingarnefndar um viðbyggingu við íþróttahús frá 23. janúar og 25. mars 2025.
Til kynningar.
8.Loftslagsstefna Hveragerðisbæjar
2502007
Lögð eru fram drög að Loftslagsstefnu Hveragerðisbæjar. Samkvæmt 5.gr.c. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál ber sveitarfélögum að setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.
Árið 2019 ákvað bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að móta loftslagsstefnu til næstu 10 ára hjá sveitarfélaginu. Tilgangur stefnunnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem verða til í starfsemi sveitarfélagsins. Síðustu mánuði hefur verið unnið að gerð loftslagsstefnu fyrir Hveragerðisbæ í samræmi við fyrrgreind lög. Erindið var tekið fyrir á 16. fundi nefndarinnar en frestað vegna galla í töflu. Búið er að bæta úr því í fyrirliggjandi drögum.
Árið 2019 ákvað bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að móta loftslagsstefnu til næstu 10 ára hjá sveitarfélaginu. Tilgangur stefnunnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem verða til í starfsemi sveitarfélagsins. Síðustu mánuði hefur verið unnið að gerð loftslagsstefnu fyrir Hveragerðisbæ í samræmi við fyrrgreind lög. Erindið var tekið fyrir á 16. fundi nefndarinnar en frestað vegna galla í töflu. Búið er að bæta úr því í fyrirliggjandi drögum.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja drög að Loftslagsstefnu Hveragerðisbæjar.
9.Stóri plokkdagurinn 27. apríl
2503169
Plokk á Íslandi vekur athygli og minnir á Stóra plokkdaginn sem haldinn verður 27. apríl n.k. með tölvupósti dags. 12. mars 2025 til sveitarfélaga, fyrirtækja og opinberra stofnana.
Plokkdagurinn er haldinn í samstarfi við Rotarý hreyfinguna á Íslandi og munu klúbbarnir ásamt hundruð sjálfboðaliða skipuleggja viðburði og utanumhald.
Plokkdagurinn er haldinn í samstarfi við Rotarý hreyfinguna á Íslandi og munu klúbbarnir ásamt hundruð sjálfboðaliða skipuleggja viðburði og utanumhald.
Nefndin fagnar frumkvæði Plokks á Íslandi og hvetur bæjarbúa til þess að fara út að plokka 27. apríl.
10.Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2025
2503167
Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar eru veitt árlega fyrirtæki, einstaklingi eða félagasamtökum sem sýnt hefur sérstakt frumkvæði í umhverfismálum. Verðlaunin verða afhent á sumardaginn fyrsta í tengslum við opið hús Garðyrkjuskólans á Reykjum (FSU).
...
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?