Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
Arnar setti fundinn og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverja væru. Ekki voru gerðar athugasemdir.
1.Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar - breyting
2502166
Lagt er fram erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar eftir breytingu. Breyting erindisbréfsins er tilkomin vegna breytinga á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.
Nefndin samþykkir breytt erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar og leggur til við bæjarstjórn að gera slíkt hið sama.
2.Deiliskipulag - Heiðmörk 30-36
2502055
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk 30-36 er lögð fram til kynningar. Með tölvupósti dags. 10. febrúar 2025 óskar Gísli Páll Pálsson stjórnarformaður Grundar eftir því að tillaga að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk 30-36 verði tekin fyrir og afgreidd á viðeigandi vettvangi bæjarins við fyrsta hentugleika. Guðrún Ragna Yngvadóttir arkitekt hjá ASK kemur inn á fund undir þessum lið.
Til kynningar.
3.Deiliskipulagsbreyting Ás- og Grundarsvæðis vegna Hverahlíðar
2412115
Lögð er fram að nýju breyting á deiliskipulagi Ás- og Grundarsvæðis dags. 27. nóvember 2024 sem samþykkt var í auglýsingu á fundi bæjarstjórnar dags. 9. janúar 2025. Markmið breytts deiliskipulags er að tryggja stækkun á fyrirhuguðu hjúkrunarheimili og húsnæði fyrir starfsemi Dvalarheimilis Áss og Grundar.
Mistök við skráningu máls í Skipulagsgátt urðu til þess að athugasemdafrestur varð of stuttur, eða aðeins fjórar vikur. Vegna þessa er deiliskipulagsbreytingin lögð fram að nýju til framlengingar á athugasemdafresti um tvær vikur.
Mistök við skráningu máls í Skipulagsgátt urðu til þess að athugasemdafrestur varð of stuttur, eða aðeins fjórar vikur. Vegna þessa er deiliskipulagsbreytingin lögð fram að nýju til framlengingar á athugasemdafresti um tvær vikur.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að framlengja frest til athugasemda við tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Ás- og Grundarsvæði í Hveragerði, sem auglýst var þann 13. janúar til 13. febrúar s.l., um tvær vikur eða frá 14. mars til 28. mars 2025.
4.Leikskólinn Óskaland - deiliskipulagsbreyting vegna umferðaröryggis og bílastæða
2410187
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting fyrir leikskólann Óskaland sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 8. nóvember 2001 með síðari breytingum. Markmið breytingarinnar er að fjölga bílastæðum, bæta umferðaröryggi með breytingum á inn- og útkeyrslu sem og að endurhanna bílastæði og gangbrautir. Hjólastæði eru skilgreind við aðalinngang.
Á 12. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. nóvember var tekin fyrir tillaga að fjölgun bílastæða og eflingu öryggis gangandi vegfarenda og því beint til bæjarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa að láta gera breytingu á deiliskipulagi leikskólans sem fjölgar bílastæðum og bætir umferðaröryggi sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. nóvember 2024.
Á 12. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. nóvember var tekin fyrir tillaga að fjölgun bílastæða og eflingu öryggis gangandi vegfarenda og því beint til bæjarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa að láta gera breytingu á deiliskipulagi leikskólans sem fjölgar bílastæðum og bætir umferðaröryggi sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. nóvember 2024.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. sömu laga þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins.
5.Öxl - ósk um að hefja deiliskipulagsvinnu samhliða yfirstandandi aðalskipulagsvinnu
2502175
JVST óskar f.h. landeigenda með bréfi dags. 8. janúar eftir leyfi til þess að hefja deiliskipulagsvinnu á Axlarlóðum í Hveragerði samhliða yfirstandandi aðalskipulagsvinnu.
Segir í bréfinu að allt uppbyggingarsvæðið á Öxl 1-6 er í höndum sama lóðarhafans, sem býður upp á einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og íbúa bæjarins að hefja samtal og samvinnu um framtíðarstefnu svæðisins. Skipulagstillaga yrði innlegg lóðarhafa og ráðgjafa við mótun byggðar á lykilstað Hveragerðis, bæði til að efla samkeppnishæfni bæjarins sem áfangastað fyrir ferðamenn, en einnig sem aðlaðandi bæ þar sem gott er að búa, starfa og leika sér.
Kemur einnig fram í bréfinu að efnislegir þættir eins og húsahæðir, þéttleiki, magn og nýtingarhlutfall verði útfært þannig að breið sátt ríki um útfærslur.
Segir í bréfinu að allt uppbyggingarsvæðið á Öxl 1-6 er í höndum sama lóðarhafans, sem býður upp á einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og íbúa bæjarins að hefja samtal og samvinnu um framtíðarstefnu svæðisins. Skipulagstillaga yrði innlegg lóðarhafa og ráðgjafa við mótun byggðar á lykilstað Hveragerðis, bæði til að efla samkeppnishæfni bæjarins sem áfangastað fyrir ferðamenn, en einnig sem aðlaðandi bæ þar sem gott er að búa, starfa og leika sér.
Kemur einnig fram í bréfinu að efnislegir þættir eins og húsahæðir, þéttleiki, magn og nýtingarhlutfall verði útfært þannig að breið sátt ríki um útfærslur.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að taka vel í umsóknina og beiðni landeigenda um gerð nýs deiliskipulags á Axlarlóðum samhliða breytingu á aðalskipulagi. Bent er á að skv. 38. gr. skipulagslaga getur bæjarstjórn veitt landeigenda skv. hans beiðni heimild til að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags. Skal landeigandi þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu og leggja fyrir bæjarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi. Skal skipulagslýsingin unnin í samráði við skipulagsfulltrúa og áherslur í yfirstandandi vinnu aðalskipulagsnefndar.
6.Loftslagsstefna Hveragerðisbæjar
2502007
Lögð eru fram drög að Loftslagsstefnu Hveragerðisbæjar. Samkvæmt 5.gr.c. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál ber sveitarfélögum að setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.
Árið 2019 ákvað bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að móta loftslagsstefnu til næstu 10 ára hjá sveitarfélaginu. Tilgangur stefnunnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem verða til í starfsemi sveitarfélagsins. Síðustu mánuði hefur verið unnið að gerð loftslagsstefnu fyrir Hveragerðisbæ í samræmi við fyrrgreind lög.
Árið 2019 ákvað bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að móta loftslagsstefnu til næstu 10 ára hjá sveitarfélaginu. Tilgangur stefnunnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem verða til í starfsemi sveitarfélagsins. Síðustu mánuði hefur verið unnið að gerð loftslagsstefnu fyrir Hveragerðisbæ í samræmi við fyrrgreind lög.
Frestað.
7.Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða
2411072
Á fundi bæjarráðs þann 21. nóvember 2024 var tekið til afgreiðslu erindi frá Bjargi íbúðarfélagi hses og bókað að bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til skoðunar og felur bæjarstjóra að koma með tillögur að mögulegum lóðum sem fengju umfjöllun í skipulags- og umhverfisnefnd.
Nefndin hefur skoðað málið og beinir því til bæjarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa að gera ráð fyrir lóð fyrir íbúðafélagið Bjarg í raðhúsum í deiliskipulagsvinnu á svæði ÍB4 - Gróðurmerkur sem bæjarstjórn samþykkt að ráðast í á fundi sínum þann 13. febrúar s.l.
8.Erindi um lóð
2410182
Með bréfi dags. 20. október 2024 sækir Þór Ólafur H Ólafsson f.h. Bréfdúfnafélags Íslands um lóð fyrir hænur og dúfur. Kemur fram í bréfinu að stærð kofa á svæðinu yrði samkvæmt byggingareglugerð eða um 15 fermetrar og að aðstaðan yrði bæði fyrir almenning og félagsmenn.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að hafa samband við viðkomandi til að kanna umfang starfsemi og athuga hvort að málið sé starfsleyfisskylt hjá Matvælastofnun eða heilbrigðiseftirliti
9.Umsagnarbeiðni vegna ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar, First Water
2502129
Lögð er fram umsögn Hveragerðisbæjar dags. 18. febrúar 2025 vegna beiðni Skipulagsstofnunar sem kom fram í tölvupósti dags. 7. janúar 2025 þar sem farið var fram á að Hveragerðisbær gefi umsögn um tilkynningu stofnunarinnar til ákvörðunar um matsskyldu fyrir Seiðaeldisstöðina að Öxnalæk í Hveragerðisbæ.
Frestur til umsagnar er liðinn og er því umsögn Hveragerðisbæjar þegar send til hluteigandi aðila.
Frestur til umsagnar er liðinn og er því umsögn Hveragerðisbæjar þegar send til hluteigandi aðila.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að taka undir niðurstöðu þegar innsendrar umsagnar umhverfisfulltrúa og skipulagsfulltrúa um að framkvæmdin þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Leita ætti til Veiðifélags Varmár og Þorleyfslækjar vegna málsins þar sem land- og veiðiréttareigendur eigi mikilla hagsmuna að gæta þegar kemur að fiskeldi við Varmá.
10.Boð um þátttöku í samráði - tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna
2502006
Verkefnisstjórn rammaáætlunar um virkjanakosti á Íslandi hefur sent frá sér drög að flokkun tíu vindorkukosta. Mörgum aðilum hefur verið boðið að taka þátt í ferlinu og gera umsagnir, þar á meðal öllum sveitarfélögum á Íslandi. Á fundi bæjarráðs þann 6. febrúar 2025 var samþykkt að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Nefndin hefur tekið málið til umfjöllunar og telur ekki að Hveragerðisbær eigi að beita sér í flokkun þessara vindorkukosta á þessu stigi málsins.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?