Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

15. fundur 07. febrúar 2025 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Kristján Björnsson varaformaður
  • Brynja Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Thelma Rún Runólfsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Lóðarblað - Borgarhraun 1

2501026

Lagt er fram lóðarblað vegna lóðar við Borgarhraun 1. Bréf var sent til allra lóðarhafa dags. 6. janúar 2025 og gefinn frestur til 13. febrúar til athugasemda.
Nefndin leggur til að fresta samþykki lóðarblaðs fyrir Borgarhraun 1 vegna innkominnar athugasemdar.

2.Lóðarblað - Borgarhraun 2

2501027

Lagt er fram lóðarblað vegna lóðar við Borgarhraun 2. Bréf var sent til allra lóðarhafa dags. 6. janúar 2025 og gefinn frestur til 13. febrúar til athugasemda.
Nefndin leggur til að fresta samþykki lóðarblaðs fyrir Borgarhraun 2 vegna innkominnar athugasemdar.

3.Lóðarblað - Borgarhraun 3

2501028

Lagt er fram lóðarblað vegna lóðar við Borgarhraun 3. Bréf var sent til allra lóðarhafa dags. 6. janúar 2025 og gefinn frestur til 13. febrúar til athugasemda.
Nefndin leggur til að fresta samþykki lóðarblaðs fyrir Borgarhraun 3 vegna innkominnar athugasemdar.

4.Lóðarblað - Borgarhraun 4

2501029

Lagt er fram lóðarblað vegna lóðar við Borgarhraun 4. Bréf var sent til allra lóðarhafa dags. 6. janúar 2025 og gefinn frestur til 13. febrúar til athugasemda. Tölvupóstur barst þann 3. febrúar frá lóðarhafa þar sem hann fer fram á að lóðarmörk austan megin Borgarhrauns við lóðir nr. 2 og 4 verði færð 0,5 m fram og gata þrengd úr 6,5 m í 6,0 m til þess að geta betur komið fyrir bílastæði fyrir framan bílskúr á lóð þeirra.
Nefndin leggur til að fresta samþykki lóðarblaðs fyrir Borgarhraun 4 vegna innkominnar athugasemdar.

5.Lóðarblað - Borgarhraun 5

2501030

Lagt er fram lóðarblað vegna lóðar við Borgarhraun 5. Bréf var sent til allra lóðarhafa dags. 6. janúar 2025 og gefinn frestur til 13. febrúar til athugasemda.
Nefndin leggur til að fresta samþykki lóðarblaðs fyrir Borgarhraun 5 vegna innkominnar athugasemdar.

6.Lóðarblað - Borgarhraun 6

2501031

Lagt er fram lóðarblað vegna lóðar við Borgarhraun 6. Bréf var sent til allra lóðarhafa dags. 6. janúar 2025 og gefinn frestur til 13. febrúar til athugasemda.
Nefndin leggur til að fresta samþykki lóðarblaðs fyrir Borgarhraun 6 vegna innkominnar athugasemdar.

7.Deiliskipulag við Varmá - ósk um breytingu á deiliskipulagi vegna Breiðumerkur 50 og 52

2412073

Sveinn Jónatansson sendir f.h. Varmár ehf. umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Breiðamörk 50 og 52. Deiliskipulag við Varmá, frá Fossaflöt og norður fyrir Friðarstaði, var samþykkt í bæjarstjórn 12. maí 2021. Markmið breytingarinnar er að sameina lóðirnar, lagfæra innsláttarvillur ofl. Tölvugerðar þrívíddarmyndir fylgja umsókn sem og drög að deiliskipulagsbreytingu.
Nefndin leggur til að bæjarstjórn hafni málinu á grundvelli þess að tillaga er ekki í samræmi við upprunalega tillögu frá Reiulf Ramstad Arkitekter sem lá til grundvallar ráðgefandi mati skipulagsfulltrúa og skipulagshöfundar um hversu vel tillagan fellur að deiliskipulagi svæðisins, sem var áskilið í auglýsingu fyrir lóðarúthlutun bæjarráðs þann 20. október 2021.

8.Fundargerðir starfshópa og nefnda um íþróttamannvirki

2412124

Lögð er fram fundargerð fundagerð frá fundum bygginganefndar um viðbyggingu við íþróttahús dags. 23. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

9.Deiliskipulag miðbæjar - deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar íþróttahúss

2501127

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis - breyting vegna íþróttahúss dags. 5. febrúar 2025. Breytingartillagan nær til samfélagsþjónustusvæðis S6 þar sem grunnskóla og íþróttahús auk gamla pósthússins er að finna. Markmið breytingarinnar er að stækka heimild til byggingar nýs íþróttasalar til þess að rúma einnig fimleikaaðstöðu. Með því móti aukast nýtingarmöguleikar nýja íþróttahússins til muna. Flutningur verður á byggingareit fyrir lausa kennslustofu á lóð Breiðamerkur 24 inn á lóð grunnskólans að Skólamörk 4-6, í samræmi við samþykkt meirihluta bæjarstjórnar frá 9. janúar 2025. Hús gamla kaupfélagsins sem hýsir fagkennslustofur þangað til grunnskóli er fullbyggður er víkjandi í deiliskipulaginu og er lóð Breiðumerkur 24 sameinuð lóð íþróttahússins. Tilfærsla verður á lóðamörkum innan reitar, tilfærsla á lögnum og kvöð sett um lagnaleiðir. Auk þessa er lögð til breyting á hæð nýs salar íþróttahússins innandyra í 10m svo að hann verði löglegur keppnisvöllur fyrir fimleika, blak, badminton og körfubolta. Breyting verður á hámarkshæð útveggjar salarins til vesturs sem og hámarkshæð salar. Byggingareitur aðkomubyggingar er lengdur meðfram vesturhlið íþróttasalar til að milda ásýnd íþróttahússins frá miðbæ og nærliggjandi lóðum. Breytingar verða á þegar samþykktu fyrirkomulagi og fjölda bílastæða. Nýtingarhlutfall verður óbreytt 0,6 á reitnum í samræmi við skilmála aðalskipulags. Skuggavarp fylgir tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagsbreytingu miðbæjarsvæðis vegna íþróttahúss í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Grænamörk ÍB4

2502001

Lagðar eru fram þrjár frumtillögur að nýtingu reitar ÍB4 í gildandi aðalskipulagi við Grænumörk, ÍB4 í aðalskipulagi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að deiliskipulagi í samræmi við upplegg tillögu a. Í tillögunni verði gert ráð fyrir tímabundinni vegtengingu frá Grænumörk þangað til orðið hefur að færslu Suðurlandsvegar. Leggur nefndin áherslu á að flýta þurfi tilfærslu Suðurlandsvegarins í gegnum bæjarmörk Hveragerðisbæjar vegna uppbyggingar í sveitarfélaginu.

11.Breiðamörk 1 - Umfangsflokkur 1

2412027

Lögð er fram byggingarleyfisumsókn dags. 4. desember 2024 frá Guðmundi Oddi Víðissyni, DAP, fyrir 12 hleðslustöðvum á bílastæði lóðar N1 að Breiðumörk 1 með tilheyrandi 16,4 m2 spennistöð.

Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er sveitarstjórn heimilt að veita leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og skal þá skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu. Samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að leyfisskyld framkvæmd varð ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingarleyfisumsókn fyrir 16,4 m2 spennistöð með tilheyrandi 12 hleðslustöðvum á bílastæði lóðar N1 að Breiðumörk 1 án grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem leyfisskyld framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og er ekki talin varða hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

12.Lóðarblað - Öxl 4, 15, 16 og 17

2502027

Lagt er fram lóðarblað og merkjalýsing fyrir lóðirnar Öxl 4, 15, 16 og 17. Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 2. maí 2023 var samþykkt að leggja fyrir bæjarstjórn að samþykkja lóðarblöð Axlarlóða 15 og 16. Bæjarstjórn samþykkti lóðarblöðin á fundi sínum þann 11. maí sama ár. Var skilyrði fyrir samþykki lóðarblaðs fyrir Öxl 4 að lóðin eftir stofnun yrði sameinuð lóðinni Öxl 7. Í meðfylgjandi lóðarblaði hefur orðið að þeirri sameiningu.

Verklagi við stofnun lóða hefur verið breytt frá fyrri afgreiðslu og eru nú lóðarblöðin sameinuð í eina merkjalýsingu. Nú er lagt til að samþykkja lóð Öxl 17 og fylgja hinar þegar samþykktu þrjár lóðirnar með á framlögðu lóðarblaði.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað fyrir lóðirnar Öxl 4, 15, 16 og 17.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?