Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

14. fundur 02. janúar 2025 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Thelma Rún Runólfsdóttir aðalmaður
  • Brynja Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson aðalmaður
  • Elías Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Arnar Ingi setti fundinn og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð sem voru engar.

1.Deiliskipulag við Varmá - ósk um breytingu á deiliskipulagi vegna Breiðumerkur 50 og 52

2412073

Sveinn Jónatansson sendir f.h. Varmár ehf. umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Breiðamörk 50 og 52. Deiliskipulag við Varmá, frá Fossaflöt og norður fyrir Friðarstaði var samþykkt í bæjarstjórn 12. maí 2021. Markmið breytingarinnar er að sameina lóðirnar, lagfæra innsláttarvillur ofl. Tölvugerðar þrívíddarmyndir fylgja umsókn. Tillögu að deiliskipulagi vantar sem fylgigagn.
Frestað vegna ófullnægjandi gagna. Skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir frekar upplýsingum.

2.Deiliskipulagsbreyting Ás- og Grundarsvæðis vegna Hverahlíðar

2412115

Lögð er fram umsókn Landform ehf. dags.27. nóvember 2024 um breytingu á deiliskipulagi Ás og Grundarsvæðis sem samþykkt var 14. maí 2020 í bæjarstjórn. Markmið breytts deiliskipulags er að tryggja stækkun á fyrirhuguðu hjúkrunarheimili og húsnæði fyrir starfsemi Dvalarheimilisins Áss og Grundar. Þétting byggðar er í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags.

Allar lóðir innan svæðisins eru í eigu Hveragerðisbæjar en lóðarhafar eru Dvalarheimilið Ás og Grund. Innan reitsins eru þjónustuíbúðir auk húsnæðis fyrir tengda starfsemi s.s. eldhús, samkomuhús o.fl. Til stendur að reisa nýtt um 3.200m² hjúkrunarheimili með 44 gistirýmum. Í gildandi dsk. er gert ráð fyrir að hús nr. 21 og 23 við Hverahlíð víki. Til viðbótar nú, er gert ráð fyrir að hús nr. 17 og 19 víki einnig. Lóðir eru sameinaðar á suðurreit en óbreyttar á norðurreit. Nýtingarhlutfall á suðurreit (Hverahlíð 17) verður 0,6 eins og gildandi aðalskipulag kveður á um. Á norðurreit er það óbreytt, 0,27. Húsakönnun og fornleifaskráning fylgja deiliskipulagsbreytingu. Byggingar sem gert er ráð fyrir að víki eru metnar með miðlungs eða lágt gildi.

Lóð undir spennistöð er að finna á suðurreit.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja í auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ás og Grundarsvæðis í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Dynskógar 26 - bílskúr

2412072

Noland arkitektar óska f.h. lóðarhafa eftir afstöðu skipulagsyfirvalda til niðurrifs á núverandi 69,4 m2 bílgeymslu og uppbyggingu á nýrri og stærri.

Núverandi útveggir bílgeymslu eru byggðir úr holsteini og halda bæði illa hita og eru með lélega hljóðeinangrun, segir í meðfylgjandi bréfi. Komið er að viðhaldi og vill eigandi frekar rífa skúrinn og byggja nýja 160 m2 bílgeymslu sem stálgrindarhús með yleiningum og hefðbundu timburþaki.

Íbúðarhúsnæðið er skráð 116,6m2 og er lóðin 1.1150m2. Núverandi nýtingarhlutfall er 0,16 en myndi fara við stækkun á bílgeymslunni í 0,24.

Í gildandi aðalskipulagi er svæðið innan íbúðasvæðis ÍB7. Þar segir að svæðið sé fullbyggt að mestu en þó er möguleiki á þéttingu byggðar, einkum á baklóðum, sérbýli 1-2 hæðir, að undangengnu deiliskipulagi en áhersla er lögð á að núverandi götumynd haldist að mestu óbreytt, þar sem trjágróður er áberandi.

Svæðið er undir hverfisvernd í aðalskipulagi. Hverfisverndin felur í sér að varðveita beri byggðamynstur og götumynd reitsins. Ef byggja á við hús eða fjölga þeim, skal það alla jafna gert á baklóðum húsa þannig að það hafi sem minnst áhrif á götumyndina. Einnig er heimilt að skipta lóðum þar sem aðstæður leyfa að undangengnu deiliskipulagi.

Hverfisvernd felur í sér að varðveita beri byggðamynstur og götumynd reitsins þó að heimilt sé að byggja sérbýli 1-2 hæðir á baklóðum að undangengnu deiliskipulagi. Bílskúr að umfangi, efnisgerð og stærð eins og lýst er í erindi fellur ekki undir skilmála hverfisverndar. Skipulagsfulltrúa falið að kalla viðkomandi á fund.

4.Þorlákshafnarlína 2 - frumdrög

2409093

Lögð er fram umsögn skipulags- og umhverfisfulltrúa að beiðni Skipulagsstofnunar vegna matsskyldufyrirspurnar Landsnets vegna fyrirhugaðrar lagningar á Þorlákshafnarlínu 2.

Um er að ræða 20,9 km 132 kV jarðstreng sem mun liggja frá Hveragerði til Þorlákshafnar. Jarðstrengur Þorlákshafnarlínu 2 mun liggja frá tengivirki við Hveragerði að nýju tengivirki sem byggt verður við núverandi tengivirki Landsnets norðvestan Þorlákshafnar.

Miðað við fyrirliggjandi gögn og teikningar af fyrirhugaðri legu strengsins um land Hveragerðisbæjar, er ljóst að rask á óröskuðu landi verður hverfandi. Það er því mat Hveragerðisbæjar í umsögninni að ekki sé ástæða til að fara í sérstakt mat á umhverfisáhrifum. Hveragerðisbær tekur í umsögninni undir þau sjónarmið sem Landsnet setur fram í skýrslunni að strengurinn muni liggja nokkuð nálægt friðuðum fornminjum og að taka þurfi sérstakt tillit til þeirra sem og að í hönnun endanlegrar legu verði tekið tillit til mannvirkis skólphreinsistöðvar bæjarins. Mikilvægt er að samráð Landsnets og Hveragerðisbæjar um nákvæma og endanlega legu strengsins í landi bæjarins eigi sér stað.

Að lokum er í umsögninni bent á vilja Hveragerðisbæjar til þess að sjá framhald Þorlákshafnarlínu um Sólborgarsvæði innan bæjarmarka einnig í jörð, sem ítrekað hefur komið fram í fundargerðum Hveragerðisbæjar.

Nefndin tekur undir umsögn skipulags- og umhverfisfulltrúa dags. 27. desember 2024 sem send var í Skipulagsgátt fyrir auglýstan athugasemdafrest.

5.Fundargerðir starfshópa og nefnda um íþróttamannvirki

2412124

Lagðar eru fram fundargerðir starfshópa og nefnda um íþróttamannvirki. Tvær fundargerðir eru frá starfshópi um íþróttamannvirki og fjórar fundagerðir eru frá fundum bygginganefndar um viðbyggingu við íþróttahús.
Til kynningar.

6.Beiðni um fleiri strætóskýli

2412126

Greta Guðnadóttir sendir erindi þann 11. desember s.l. með ósk um nýtt strætóskýli. Segir í erindinu að við framkvæmdir á Tívólíreitnum er aðkoma strætó á allt annan hátt og verri en áður. Óskar hún eftir nýju strætóskýli norðan megin Austurmarkar, þeim megin sem strætó stoppar á leið til Reykjavíkur, og telur að ánægjustig bæjarins muni við það hækka, enda napurt og blautt að bíða í rigningu eftir strætó.



Nefndin þakkar ábendinguna og bendir á að í vinnu við aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2024-2036 verður hugað að aðgengismálum fyrir almenningssamgöngur. Skoðaðir verða möguleikar á að fjölga strætóbiðstöðvum í samráði við Vegagerðina sem rekur landsbyggðarstrætó. Skoða þarf sérstaklega hvort hægt sé að koma fyrir skýli norðan megin Austurmarkar og verður það ekki gert öðruvísi en í samráði við núverandi lóðarhafa.

7.Bréf um umferðarþunga í Þelamörk

2406103

Lagður fram tölvupóstur Atla Arnar Egilssonar frá 17. desember 2024 þar sem hann fagnar lækkuðum hámarkshraða á Þelamörk austan Breiðumarkar, sem skipulags- og umhverfisnefnd lagði til og bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 8 október s.l. eftir innsent erindi hans.

Í fyrra erindi lýsti Atli áhyggjum af fótgangandi vegfarendum í nágrenni leikskólans Undralands. Að merkingum sé ábótavant, hraðahindranir hafi lítil áhrif og gangbrautir séu ekki við alla göngustíga. Segir í meðfylgjandi tölvupósti að áhrifin hafi ekki verið eins mikil og búist hefði verið við. Bendir hann á nokkrar leiðir til úrbóta, m.a fleiri skilti, bæta við hraðahindrunum og götumerkingum. Óskar Atli eftir að hægt verði að byrja á að bæta töluvert af skiltum til bráðabirgða á meðan að betri lausnum verði hrint í framkvæmd.
Nefndin þakkar ábendinguna og bendir á að í vinnu við aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2024-2036 verður hugað að hraðatakmarkandi aðgerðum til þess að styðja við markmið um lækkun hámarkshraða. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fela byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að láta hanna hraðatakmarkandi inngrip eins og gangbrautir yfir Þelamörk í samræmi við gildandi deiliskipulag leikskólans og bæta með því umferðaröryggi. Einnig er umhverfisfulltrúa falið að bæta við skiltum.

8.Umsókn um nýtt deiliskipulag í landi Fagrahvamms og Reykjamarkar, samhliða breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029

2411159

Lögð er fram skipulagslýsing deiliskipulags T.ark arkitekta fyrir land Fagrahvamms og Reykjamarkar.

Tilgangur með gerð skipulagslýsingar er að tryggja aðkomu almennings og

hagsmunaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi og gefa þeim sem koma að ferlinu betri yfirsýn frá fyrstu skrefum. Samkvæmt 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga skal sveitarstjórn, áður en vinna við deiliskipulagstillögu hefst, taka saman lýsingu á skipulagsverkefni. Í lýsingu skal koma fram hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Þegar framkvæmdaraðili gerir tillögu

að deiliskipulagi, skal hann vinna lýsingu og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar áður en hún fer í kynningu, sbr. 5.2.2 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?