Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
Arnar setti fund og leitaði að athugasemdum við fundarboð sem komu ekki.
1.Deiliskipulag Grænumerkur 10 Heilsustofnun - deiliskipulagsbreyting vegna sólskála við Lækjarbrún
2411008
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi Grænumerkur 10 Heilsustofnun vegna Lækjarbrúnar 1 - 43. Markmið breytingarinnar er að heimila byggingu sólskála á sérafnotareitum við raðhúsin. Skilmálar eru um samræmda útfærslu, umfang og litaval.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
2.Umsókn um nýtt deiliskipulag í landi Fagrahvamms og Reykjamarkar, samhliða breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029
2411159
Lögð er fram umsókn Tark arkitekta ehf. dags. 1. nóvember 2024 f.h. landeigenda um heimild til gerðs nýs deiliskipulags í landi Fagrahvamms og Reykjamarkar, samhliða breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029. Meðfylgjandi er tillaga að uppbyggingu í kynningarskjali frá september 2024. Óskað er eftir tillagan liggi til grundvallar deiliskipulagstillögu, sem leggur áherslu á nýja og vandaða íbúðabyggð þar sem náttúran er í fyrirrúmi.
Landeigandi er eigandi þriggja eignarlóða á svæði AT3 í gildandi aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029. Aðrar þrjár lóðir með íbúðarhúsum er að finna á sama landnotkunarreit auk óbyggðar lóðar Hveragerðisbæjar. Í gildi er deiliskipulag Fagrahvammstúns, samþykkt í bæjarstjórn 18. febrúar 2002. Núgildandi skilmálar aðalskipulags er eftirfarandi: Áfram er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun gróður- og íbúðarhúsa á reitnum. Heimilt er að byggja upp yl- og garðyrkjustöð innan reits sem og íbúðarhús, allt að 30% af heildarbyggingarmagni. Frekari uppbygging skal grundvallast á heildardeiliskipulagi alls reitsins.
Landeigandi er eigandi þriggja eignarlóða á svæði AT3 í gildandi aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029. Aðrar þrjár lóðir með íbúðarhúsum er að finna á sama landnotkunarreit auk óbyggðar lóðar Hveragerðisbæjar. Í gildi er deiliskipulag Fagrahvammstúns, samþykkt í bæjarstjórn 18. febrúar 2002. Núgildandi skilmálar aðalskipulags er eftirfarandi: Áfram er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun gróður- og íbúðarhúsa á reitnum. Heimilt er að byggja upp yl- og garðyrkjustöð innan reits sem og íbúðarhús, allt að 30% af heildarbyggingarmagni. Frekari uppbygging skal grundvallast á heildardeiliskipulagi alls reitsins.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að taka vel í umsóknina og beiðni landeigenda um gerð nýs deiliskipulags í landi Fagrahvamms og lóðar í Reykjamörk samhliða breytingu á aðalskipulagi. Bent er á að skv. 38. gr. skipulagslaga getur bæjarstjórn veitt landeigenda skv. hans beiðni heimild til að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags. Skal landeigandi þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu og leggja fyrir bæjarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi. Skal skipulagslýsingin unnin í samráði við skipulagsfulltrúa, þar sem áherslur bæjarins um gæði byggðar verði höfð að leiðarljósi og í góðri samvinnu við hlutaðeigandi aðila.
3.Beiðni um rafmagnshlið hjá Skólamörk - Reykjamörk
2411004
Í bréfi dags. 1. nóvember 2024 sækir deildarstjóri yngsta stigs og tengiliður við Samgöngustofu um heimild til að setja upp rafmangshlið við innkeyrslu inn á bílastæði kennara við Skólamörk frá Reykjamörk.
Hann lýsir ófremdarástandi á morgnanna þar sem foreldrar virða ekki merkingar um starfsmannabílastæði, leggja í bílastæði fyrir fatlaða, aka inn á lóð og bakka út til þess að skutla börnum í skólann. Segir í bréfinu að reynt hafi verið að benda foreldrum á með ýmsum leiðum að nota skuli sleppistæði við Fljótsmörk ef aka eigi börnum til skóla án árangurs.
Óskað er eftir því að kannaður verði möguleiki á að setja upp rafmangshlið við umrædd gatnamót, t.d. með GSM-hringingu sem hluteigandi eins og starfsmenn skólans og áhaldahúss hafi aðgang að.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 7. nóvember s.l. þar sem erindinu var vísað til skólanefndar og skipulags- og umhverfisnefndar. Var bæjarstjóra einnig falið að kanna mögulegan kostnað við kaup og uppsetningu á sambærilegu hliði.
Hann lýsir ófremdarástandi á morgnanna þar sem foreldrar virða ekki merkingar um starfsmannabílastæði, leggja í bílastæði fyrir fatlaða, aka inn á lóð og bakka út til þess að skutla börnum í skólann. Segir í bréfinu að reynt hafi verið að benda foreldrum á með ýmsum leiðum að nota skuli sleppistæði við Fljótsmörk ef aka eigi börnum til skóla án árangurs.
Óskað er eftir því að kannaður verði möguleiki á að setja upp rafmangshlið við umrædd gatnamót, t.d. með GSM-hringingu sem hluteigandi eins og starfsmenn skólans og áhaldahúss hafi aðgang að.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 7. nóvember s.l. þar sem erindinu var vísað til skólanefndar og skipulags- og umhverfisnefndar. Var bæjarstjóra einnig falið að kanna mögulegan kostnað við kaup og uppsetningu á sambærilegu hliði.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að kannaðar verði aðrar umfangsminni leiðir áður en ákvörðun um kaup og uppsetningu á hliði verði tekin. Vakt starfsmanna á morgnanna, etv. í samvinnu við lögreglu, til þess að beina foreldrum sem, þrátt fyrir skýrar merkingar, brjóta umferðarreglur.
4.Minnisblað vegna skjól- og garðveggja
2410186
Lagt er fram minnisblað vegna skjól- og garðveggja sem Landform ehf. hefur unnið fyrir Hveragarðisbæ.
Tilgangur umsagnarinnar er annarsvegar að skýra þær reglur sem í gildi eru skv. ákvæðum byggingarreglugerðar og hinsvegar að koma með tillögur til þess að styrkja núgildandi Reglur um gróður, girðingar, skjólveggi og smáhýsi sem Hveragerðisbær setti þann 14. júlí 2020.
Ákveðið var á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 2. apríl 2024 að leggja til við skipulagsfulltrúa að fá almenna umsögn um skjólveggi á lóðamörkum í Hveragerði frá landslagsarkitektum Landform ehf.
Bæjarstjórn tók erindið fyrir á fundi sínum þann 11. apríl og beindi því til skipulags- og umhverfisnefndar að taka reglur um smáhýsi, girðingar og skjólveggi frá 14. júlí 2020 til endurskoðunar með það að markmiði að rýmka þær en þó með teknu tilliti til öryggis og umhverfis.
Tilgangur umsagnarinnar er annarsvegar að skýra þær reglur sem í gildi eru skv. ákvæðum byggingarreglugerðar og hinsvegar að koma með tillögur til þess að styrkja núgildandi Reglur um gróður, girðingar, skjólveggi og smáhýsi sem Hveragerðisbær setti þann 14. júlí 2020.
Ákveðið var á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 2. apríl 2024 að leggja til við skipulagsfulltrúa að fá almenna umsögn um skjólveggi á lóðamörkum í Hveragerði frá landslagsarkitektum Landform ehf.
Bæjarstjórn tók erindið fyrir á fundi sínum þann 11. apríl og beindi því til skipulags- og umhverfisnefndar að taka reglur um smáhýsi, girðingar og skjólveggi frá 14. júlí 2020 til endurskoðunar með það að markmiði að rýmka þær en þó með teknu tilliti til öryggis og umhverfis.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leggja minnisblaðið til grundvallar við endurskoðun á núgildandi reglum um gróður, girðingar, skjólveggi og smáhýsi dags. 14. júlí 2020 sem samþykktar voru í bæjarráði þann 16. júlí 2020.
5.Lóðablað - Breiðamörk 1
2411136
Lagt er fram lóðablað vegna lóðar við Breiðumörk 1.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
6.Lóðablað - Dynskógar 6
2411135
Lagt er fram lóðablað vegna lóðar við Dynskóga 6.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
7.Lóðablað - Dynskógar 4
2411134
Lagt er fram lóðablað vegna lóðar við Dynskóga 4.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
8.Vorsabær 7 - ósk um breytingu á deiliskipulagi
2409167
Lögð er fram umsókn lóðahafa Vorsabæ 7, sem barst þann 28. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ. Lóðarhafi fer fram á stækkun á lóð um 1 m í suður og hækkun hæðarkóta við lóðamörk. Hann tekur fram að hann muni sjálfur standa að frágangi fláa að göngustíg í samræmi við garðyrkjustjóra og að framkvæmdirnar séu afturvirkar.
Á lóðinni er í gildi deiliskipulag Athafnasvæðis A9. Þar er lagt upp með að götusnið utan lóðar samanstandi af gróðurrönd með vatnsrás fyrir ofanvatn, þar tekur við göngu- og hjólastígur og loks akvegur. Segir í greinargerð deiliskipulagsins að blágrænar ofanvatnslausnir stuðli að hreinsun regnvatnsins, gefi grænna yfirbragð og minnki álag á fráveitukerfið. Samspil ofanvatnsrása og gróðus gefi svæðinu aðlaðandi yfirbragð og viðhaldi náttúrulegri stöðu grunnvatns á svæðinu.
Á lóðinni er í gildi deiliskipulag Athafnasvæðis A9. Þar er lagt upp með að götusnið utan lóðar samanstandi af gróðurrönd með vatnsrás fyrir ofanvatn, þar tekur við göngu- og hjólastígur og loks akvegur. Segir í greinargerð deiliskipulagsins að blágrænar ofanvatnslausnir stuðli að hreinsun regnvatnsins, gefi grænna yfirbragð og minnki álag á fráveitukerfið. Samspil ofanvatnsrása og gróðus gefi svæðinu aðlaðandi yfirbragð og viðhaldi náttúrulegri stöðu grunnvatns á svæðinu.
Á lóðinni er í gildi deiliskipulag Athafnasvæðis A9. Þar er lagt upp með að götusnið utan lóðar samanstandi af gróðurrönd með vatnsrás fyrir ofanvatn, þar tekur við göngu- og hjólastígur og loks akvegur. Segir í greinargerð deiliskipulagsins að blágrænar ofanvatnslausnir stuðli að hreinsun regnvatnsins, gefi grænna yfirbragð og minnki álag á fráveitukerfið. Samspil ofanvatnsrása og gróðus gefi svæðinu aðlaðandi yfirbragð og viðhaldi náttúrulegri stöðu grunnvatns á svæðinu. Nefndin telur að ef heimila á einum lóðarhafa að stækka lóð og þar með breyta fyrirkomulagi gróðurs og ofanvatnssöfnunar þurfi að gera heildstæða breytingu fyrir allar lóðirnar. Skilmálar lóðarinnar, um stærð og hæðarsetningu á lóðarmörkum, voru skýrir við úthlutun og samþykkt byggingarleyfis. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að hafna fyrirspurn lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Getum við bætt efni síðunnar?