Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

12. fundur 05. nóvember 2024 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Kristján Björnsson varaformaður
  • Brynja Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson aðalmaður
  • Marta Rut Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Arnar Ingi setti fund og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð sem komu ekki.

1.Deiliskipulag miðbæjar - deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar íþróttahúss

2408295

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa eftir auglýsingu deiliskiplagsbreytingar vegna stækkunar íþróttahúss á miðbæjarsvæði. Breytingartillagan nær til samfélagsþjónustusvæðis S6 þar sem grunnskóla og íþróttahús er að finna. Markmið breytingarinnar er að skipta upp lóðum grunnskóla og íþróttahúss í tvær lóðir, tilfærsla á lóðamörkum innan reitar, flutningur á byggingareit á lóð Breiðamerkur 24, flutningur byggingareit við íþróttahús svo að hann rúmi stækkun á íþróttahúsi með löglegum keppnisvöllum og aðkomubyggingu sem og breytingar á fyrirkomulagi og fjölda bílastæða. Nýtingarhlutfall verður óbreytt 0,6 á reitnum í heild í samræmi við skilmála aðalskipulags.



Athugasemdafrestur var auglýstur frá 10. september til 25. október 2024. Ein athugasemd barst frá Veitum dags. 24. september 2024.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna óbreytta í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.

2.Vorsabær 7 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

2409167

Lögð er fram fyrirspurn lóðarhafa Vorsabæ 7 dags. 24. september 2024 um stækkun lóðar um 1 meter til suðurs og breytingu á hæð lóðar við lóðamörk eins og þau eru skilgreind á mæli- og hæðarblaði.

Lóðarhafi segir að 90 cm hæðarmunur frá götu gera planið óþarflega bratt, hann mun á sinn kostnað ganga frá fláa við göngustíg í samráði við garyrkjudeild bæjarins verði fallist á ofangreint erindi. Tekur hann fram að þessar breytingar eru afturkræfar með einföldum hætti komi til breyttar forsendur bæjaryfirvalda.

Á lóðinni er í gildi deiliskipulag Athafnasvæðis A9. Þar er lagt upp með að götusnið utan lóðar samanstandi af gróðurrönd með vatnsrás fyrir ofanvatn, þar tekur við göngu- og hjólastígur og loks akvegur. Segir í greinargerð deiliskipulagsins að blágrænar ofanvatnslausnir stuðli að hreinsun regnvatnsins, gefi grænna yfirbragð og minnki álag á fráveitukerfið. Samspil ofanvatnsrása og gróðus gefi svæðinu aðlaðandi yfirbragð og viðhaldi náttúrulegri stöðu grunnvatns á svæðinu.

Ef heimila á breytingar verður það ekki gert nema með deiliskipulagsbreytingu.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna fyrirspurn lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi.

3.Minnisblað vegna skjól- og garðveggja

2410186

Lögð eru fram drög að umsögn ráðgjafa landslagsarkitekta Landforms ehf. um skjól- og garðveggi í Hveragerði.

Tilgangur umsagnarinnar er annarsvegar að skýra þær reglur sem í gildi eru skv. ákvæðum byggingarreglugerðar og hinsvegar að koma með tillögur til þess að styrkja núgildandi Reglur um gróður, girðingar, skjólveggi og smáhýsi sem Hveragerðisbær setti þann 14. júlí 2020.

Til kynningar.

4.Óskaland - tillaga að fjölgun bílastæða og eflingu öryggis gangandi vegfarenda

2410187

Lagðar eru fram til umræðu tillögur til fjölgunar bílastæða og úrbóta er varða öryggi gangandi vegfarenda við leikskólann Óskaland.

Staðið hefur til að stækka bílastæði við leikskólann Óskaland eins og heimild hefur verið fyrir í deiliskipulagi í nokkurn tíma. Með tilkomu viðbyggingar á Réttarheiði 45 og þar með stækkun leikskólans og fjölgun barna og starfsfólks er aðkallandi að ráðast í stækkun bílastæðis. Ræddar eru tillögur til útfærslu sem geta orðið grundvöllur frekari fjölgunar bílastæða en þegar hefur legið fyrir í gildandi deiliskipulagi.
Til kynningar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að láta gera breytingu á deiliskipulagi leikskólans sem fjölgi bílastæðum og bæti umferðaröryggi.

5.Þorlákshafnarlína 2 - frumdrög

2409093

Lagt er fram til kynningar fyrsta kynningarbréf Landsnets til landeigenda vegna tilfærslu Þorlákshafnarlínu 2.

Landsnet undirbýr lagningu 132 kV jarðstrengs frá Hveragerði til Þorlákshafnar en áætluð lengd strengsins er um 21 km. Markmið framkvæmdarinnar er að víkka meginflutningskerfið á Suðvesturlandi og tryggja raforkuflutning frá Soginu inn á meginflutningskerfið. Í Hveragerði verður jarðstrengurinn tengdur við Sogslínu 2 og sá hluti hennar sem liggur til höfuðborgarsvæðisins verður rifinn. Hluti Sogslínu 2 frá Hveragerði til Sogsins mun standa áfram sem loftlína. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við jarðstrengslögnina hefjist 2026 og þeim ljúki 2028.

Um er að ræða jarðstreng sem fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Landsnet útbýr skýrslu, sem nefnist tilkynning eða matsskyldufyrirspurn, sem er send til Skipulagsstofnunar. Stofnunin óskar umsagna leyfisveitenda og sérfræðistofnana og í kjölfarið tekur Skipulagsstofnun ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í fullt mat á umhverfisáhrifum eða ekki. Unnið er að tilkynningunni, sem fer til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnunar innan skamms. Einnig mun Landsnet óska eftir breytingum á aðalskipulagi og eftir atvikum deiliskipulagi í Hveragerðisbæ og

Sveitarfélaginu Ölfusi þar sem strengleiðin liggur um.

Nefndin fagnar tillögu að jarðstreng en bendir á að leggja ætti Sogslínu í jörð í öllu landi Hveragerðisbæjar norðan tengivirkis, nánar tiltekið í Sólborgarlandi.

6.Leyfi fyrir rafknúin farartæki um göngu- og reiðstíga

2410110

Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 24. október erindi Lionsmanna til skipulags- og umhverfisnefndar. Í erindinu er óskað eftir leyfi Hveragerðisbæjar fyrir rafknúnu farartæki á tilteknum göngu- og reiðstígum í bænum og nágrenni hans.

Markmið heildriborgarabrautar er að kanna og undirbúa og síðar gera ráðstafanir til þess að eldriborgarar í Hveragerði og aðrir sem eiga óhægt um vik við að fara úr húsi, eigi kost á því að fara í stuttar ferðir um tilteknar valdar leiðir í og í nágrenni við bæinn. Gert er ráð fyrir að ferðirnar verði farnar í vélknúnum ökutækjum á göngustígum í og jaðri bæjarins.
Nefndin þakkar erindið en leggur til við bæjarstjórn að beina umferð vélknúinna ökutækja á götur bæjarins.

7.Erindi til Hveragerðisbæjar - Sorpmál við Dalahrauni 15

2408053

Lögð er fram umsögn umhverfisfulltrúa og byggingarfulltrúa við bréfi Birgis Sigurðssonar vegna sorpmála á Dalahrauni.

Erindi barst bæjarstjórn frá formanni húsfélagsins þar sem kvartað var undan ástandi sorpmála við Dalahraun 15. Þar er gert ráð fyrir 5 sorpílátum í sorpgerði og gerir formaður kröfu um að bærinn viðurkenni mistök við samþykkt á umfangi sorpgerðis og að bærinn kosti „leiðréttingu“ á sorpgerðum hússins.

Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 22. ágúst s.l. Af því tilefni var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til umræðu og einnig er óskað eftir að byggingarfulltrúi og umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar skili inn umsögnum um erindið til nefndarinnar.“
Umsögn umhverfis og byggingarfulltrúa: Við upphaflega samþykkt aðaluppdrátta 22 febrúar 2021 þá er tekið mið af kröfum byggingareglugerðar (grein 6.12.8) um sorpgerði þar sem gerð er krafa um að sorpgerði sé í innan við 25m fjarlægð frá húsi, úr efni sem auðvelt er að þrífa og að umferðarbreidd framan við sorpskýi sé í samræmi við kröfur í grein 6.2.3. til viðbótar er tekið mið af leiðbeiningum HMS nr 6.074 um notkun sorpíláta úr plasti, kröfur sem er ætlað að fyrirbyggja sambrunahættu milli sorpgerða og húsa, mikilvægasta krafan þar er að sorpílát sé 3m frá húsi (nema sérstakar ráðstafanir gegn sambrunahættu séu gerðar)

Við samþykkt aðaluppdrátta í febrúar 2021 þá voru sorpgerði í fullu samræmi við kröfur byggingareglugerðar og í samræm við leiðbeiningar HMS nr 6.074.
Hvergi í byggingareglugerð kemur fram krafa um fjöldi sorpgerða/sorpíláta og er ákvörðun um það á ábyrgð eiganda og aðalhönnuðar.

Í núgildandi lögum 55/2003 sem tók breytingum með lögum nr 103/2021 sem tóku gildi 1 janúar 2023, þá kemur fram krafan um sérstaka flokkun og söfnun heimilisúrgangs í fjóra flokka. Það því ljóst að að fjöldi sorpíláta við Dalahraun 15 uppfyllir núgildandi kröfur til flokkunar sérstaks heimilisúrgangs sbr 10 grein laga nr 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Nefndin telur þvi ekki ástæðu til að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað við samþykkt aðaluppdrátta.

8.Þelamörk 1A-1C - Umfangsflokkur 2

2408020

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna grenndarkynningar byggingarleyfisumsóknar fyrir sólskála við raðhús að Þelamörk 1a þann 8. ágúst 2024. Sólskáli er 7,1 m2 að stærð og er staðsettur sunnan megin við raðhús. Samþykki meðlóðarhafa að Þelamörk 1a-c dags. 12. ágúst fylgir umsókn.



Engin athugasemd barst.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynnta byggingarleyfisumsókn. Leggur nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja erindið. Bent er á að skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal grenndarkynna að nýju, hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Deiliskipulag Grænumerkur 10 Heilsustofnun - deiliskipulagsbreyting vegna sólskála við Lækjarbrún

2411008

Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagsbreytingu vegna heimildar fyrir sólskála við Lækjarbrún. Nefndin tók málið fyrir á fundi sínum þann 27. ágúst s.l. og lagði til við bæjarstjórn að fela skipulagsfulltrúa gerð deiliskipulagsbreytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir raðhús að Lækjarbrún 1-43 til að heimila byggingu sólskála, svo að samræmis sé gætt við útfærslu og umfang.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál.

Nefndin óskar eftir fundargerðum eða niðurstöðum starfshópa/nefnda sem bæjarstjórn hefur skipað um íþróttamannvirki í Hveragerðisbæ og tengjast skipulagsmálum og þar með málaflokki skipulags og umhverfisnefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?