Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Hesthúsasvæði og golfvöllur - deiliskipulagsgerð
2401118
Hafin er vinna við deiliskipulag fyrir heshúsabyggð að Vorsabæjarvöllum og golfvöll Hveragerðisbæjar í Gufudal, sem tilheyra íþróttasvæði ÍÞ 1 og 2 í aðalskipulagi.
Leitað var tilboða í deiliskipulagsvinnuna og samþykkt að taka tilboði Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts á DLD land design. Dagný kynnir stöðu vinnu við deiliskipulagið fyrir nefndinni.
Leitað var tilboða í deiliskipulagsvinnuna og samþykkt að taka tilboði Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts á DLD land design. Dagný kynnir stöðu vinnu við deiliskipulagið fyrir nefndinni.
Til kynningar.
2.Bréf vegna aðstöðu hesta- og manna í Dalnum
2408454
Lovísa Bjarnadóttir sendir tölvupóst þann 23. ágúst þar sem hún lýsir hættu fyrir hestamenn í Reykjadal og fer fram á úrbætur til þess að bæta öryggi allra hlutaðeigandi.
Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 5. september sl. og eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til frekari umræðu.“
Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 5. september sl. og eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til frekari umræðu.“
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar ábendinguna. Vinna við gerð deiliskipulags fyrir hesthúsasvæði og golfvöll stendur yfir. Þar eru reiðstígar innan svæðis festir í sessi og er sérstaklega horft til öryggismála við deiliskipulagsgerðina.
3.Erindi vegna bílastæða og reiðvega við Reykjadal
2408500
Sabine Bernholt sendir tölvupóst þann 29. ágúst þar sem hún lýsir hættu fyrir hestamenn vegna bíla sem lagt er ólöglega. Myndir fylgja erindi.
Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 5. september sl. og eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til frekari umræðu.“
Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 5. september sl. og eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar og menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til frekari umræðu.“
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar ábendinguna. Vinna við gerð deiliskipulags fyrir hesthúsasvæði og golfvöll stendur yfir. Þar eru reiðstígar innan svæðis festir í sessi og er sérstaklega horft til öryggismála við deiliskipulagsgerðina. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að loka bílastæði við blindhæð.
4.Leikskólinn Óskaland - óveruleg deiliskipulagsbreyting
2409182
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting vegna leikskólans Óskalands dags. 25. september 2024. Markmið breytingarinnar er að stækka lóð Réttarheiði 45 óverulega, þannig að tengibygginging á milli núverandi leikskóla og nýrrar viðbyggingar verði að mestu leyti innan lóðar Réttarheiði 45.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti eða formi gildandi deiliskipulags.
5.Fundargerð vegna málefnis Pure North
2408068
Lögð er fram fundargerð frá fundi um málefni Pure North frá 7. ágúst 2024.
Fundargerðin var tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þann 22. ágúst s.l. Af því tilefni var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa fundargerðinni til skipulags- og umhverfisnefndar til umræðu. Bæjarstjóra falið að hefja viðræður við Pure North um framtíðarstaðsetningu starfseminnar.“
Fundargerðin var tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þann 22. ágúst s.l. Af því tilefni var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa fundargerðinni til skipulags- og umhverfisnefndar til umræðu. Bæjarstjóra falið að hefja viðræður við Pure North um framtíðarstaðsetningu starfseminnar.“
Nefndin leggur til að reynt verði að finna starfseminni nýjan stað á iðnaðarsvæði sunnan þjóðvegar í Vorsabæ. Nefndin tekur sömuleiðis undir áhyggjur Brunavarna Árnessýslu og bendir jafnframt á óþrifnað sem verður eftir vindasama daga og krefst úrbóta þar á.
6.Erindi til Hveragerðisbæjar - Sorpmál við Dalahrauni 15
2408053
Lagt er fram bréf Birgis Sigurðssonar vegna sorpmála á Dalahrauni.
Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 22. ágúst s.l. Af því tilefni var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til umræðu og einnig er óskað eftir að byggingarfulltrúi og umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar skili inn umsögnum um erindið til nefndarinnar.“
Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 22. ágúst s.l. Af því tilefni var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til umræðu og einnig er óskað eftir að byggingarfulltrúi og umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar skili inn umsögnum um erindið til nefndarinnar.“
Tekið til umræðu og ákveðið að leggja umsögn fyrir næsta fund að höfðu samráði við lögfræðing bæjarins.
7.Bréf um umferðarþunga í Þelamörk
2406103
Lagt fram bréf Atla Arnar Egilssonar sem barst með tölvupósti þann 12. júní s.l.
Í bréfinu lýsir Atli áhyggjum af fótgangandi vegfarendum í nágrenni leikskólans Undralands. Merkingum sé ábótavant, hraðahindranir hafi lítil áhrif og gangbrautir séu ekki við alla göngustíga.
Í bréfinu lýsir Atli áhyggjum af fótgangandi vegfarendum í nágrenni leikskólans Undralands. Merkingum sé ábótavant, hraðahindranir hafi lítil áhrif og gangbrautir séu ekki við alla göngustíga.
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og leggur til við bæjarstjórn að lækka hámarkshraða á Þelamörk á milli Sunnumerkur og Breiðumerkur í 30 km/klst hraða og hugað verði að lagfæringum á rofinni gönguleið við botnlanga Heiðarbrúnar 1 sem og merktum gangbrautum yfir Þelamörk.
8.Sólstofan - verkefni nema við LHÍ
2404134
Lagður er fram tölvupóstur frá Kára Arnarssyni dags. 8. júní 2024. Með tölvupóstinum er sóst eftir að verkefnið Sólstofan Hveragerði nái fram að ganga sumarið 2025 og að bæjaryfirvöld geri ráð fyrir verkefninu í komandi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Kári Arnarson og Brynjar Magnússon kynntu á fundi nefndarinnar þann 30. apríl s.l. tillögu að sama verkefni fyrir nýliðið sumar. Ekki var þá möguleiki á að verða við beiðninni.
Kári Arnarson og Brynjar Magnússon kynntu á fundi nefndarinnar þann 30. apríl s.l. tillögu að sama verkefni fyrir nýliðið sumar. Ekki var þá möguleiki á að verða við beiðninni.
Nefndin þakkar sýndan áhuga á að vinna með bænum. Fyrirhuguð staðsetning Sólstofunnar fellur því miður ekki nógu vel við þegar hafna hönnunarvinnu vegna göngustígs meðfram Varmá sem bærinn hefur fegnið styrk til frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að hafna umsókninni.
9.Fundadagatal skipulags- og umhverfisnefndar 2024-2025
2409187
Lagt fram fundadagatal skipulags- og umhverfisnefndar fyrir veturinn 2024-2025. Lagt er upp með að funda einu sinni í mánuði á þriðjudögum, rúmri viku fyrir bæjarstjórnarfundi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fundardagatal nefndarinnar.
10.Skipulagsdagurinn 2024
2409176
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 20. september 2024 þar sem vakin er athygli fagfólks, kjörinna fulltrúa og áhugafólks um skipulagsmál á Skipulagsdeginum sem er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Skipulagsdagurinn verður haldinn þann 17. október kl. 9-16 á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Skráning á ráðstefnuna er nauðsynleg og verður hún einnig í streymi.
Skipulagsdagurinn verður haldinn þann 17. október kl. 9-16 á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Skráning á ráðstefnuna er nauðsynleg og verður hún einnig í streymi.
Til kynningar.
11.Beiðni um breytta notkun í aðalskipulagi
2409078
Lagt fram til kynningar bréf Orra Steinarssonar arkitekts hjá JVST Iceland ehf. um breytta notkun lóðanna Öxl 1-6 í aðalskipulagi ásamt kynningargögnum.
Erindið var tekið fyrir í bæjarráði þann 19. september s.l. þar sem bókað var m.a. eftrifarandi: "Meirihluti bæjarráðs tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að boða til fundar með Tálkna ehf. Þá felur meirihluti bæjarráðs bæjarstjóra að leggja erindið inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar. Mikilvægt er að sérstaða Hveragerðisbæjar verði þar útgangspunktur. Minnihlutinn situr hjá."
Erindið var tekið fyrir í bæjarráði þann 19. september s.l. þar sem bókað var m.a. eftrifarandi: "Meirihluti bæjarráðs tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að boða til fundar með Tálkna ehf. Þá felur meirihluti bæjarráðs bæjarstjóra að leggja erindið inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar. Mikilvægt er að sérstaða Hveragerðisbæjar verði þar útgangspunktur. Minnihlutinn situr hjá."
Til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?