Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
Fundur var haldinn í Þinggerði á Hótel Örk.Arnar Ingi formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Umsókn um styrk fyrir lýsingu í Svartagljúfur
2406099
Lögð fram umsókn Kambagils ehf. dags. 13. júní 2024. Umsóknin snýr að leyfisveitingu og styrtarbeiðni vegna lýsingar á stíg meðfram og í Svartagljúfri og við útsýnispall Zip-línu vegna aukinnar umferðar göngufólks á svæðinu. Telja forsvarsmenn Kambagils að með vel ígrundaðri og viðeigandi lýsingu sé hægt að skapa einstaka upplifun fyrir gesti á svæðinu á kvöldin og í skammdeginu sem ýti undir heimsóknir að Svartagljúfri. Hefur félagið fengið verðalunaðan ljósahönnuð til að gera tilboð í verkið. Bent er á að lýsing er afturkræf framkvæmd, hægt er að stýra ljósmagni og sjá til þess að lýsing trufli ekki umferð á Hringvegi um Kambana.
Óskað er eftir leyfi Hveragerðisbæjar fyrir lýsingu á stígum og í Svartárgili sem og styrk úr bílastæðasjóði.
Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 20. júní 2024 og bókaði: „Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til nánari skoðunar og einnig er bæjarstjóra falið að taka upp samtal við forsvarsmenn Kambagils ehf.“
Forsvarsmenn verkefnisins Hallgrímur Kristinsson eigandi Kambagils og Ágúst Gunnlaugsson ljósahönnuður kynna verkefnið.
Óskað er eftir leyfi Hveragerðisbæjar fyrir lýsingu á stígum og í Svartárgili sem og styrk úr bílastæðasjóði.
Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 20. júní 2024 og bókaði: „Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til nánari skoðunar og einnig er bæjarstjóra falið að taka upp samtal við forsvarsmenn Kambagils ehf.“
Forsvarsmenn verkefnisins Hallgrímur Kristinsson eigandi Kambagils og Ágúst Gunnlaugsson ljósahönnuður kynna verkefnið.
Nefndin tekur efnislega jákvætt í erindið og hvetur bæjaryfirvöld til að vinna áfram að verkefninu í samráði við hlutaðeigandi aðila.
2.Breyting á deiliskipulagi Hólmabrúnar, Dalsbrúnar og Hjallabrúnar
2405111
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting Hólmabrúnar, Dalsbrúnar og Hjallabrúnar dags. 31. maí 2024, breytt 23. ágúst 2024, eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að heimila sólstofur við parhús í Hjallabrún, í samræmi við þegar fengnar heimildir fyrir sólstofum í Dalsbrún, og á lóð Hólmabrúnar 20 að heimila byggingu tveggja hæða íbúðarhúss, í samræmi við jarðvegsaðstæður á lóð. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Skipulagsstofnun dags. 8. júlí og Veitum dags. 9. júlí. Auk þess bárust með tölvupósti athugasemdir frá Elvari Erni Rúnarssyni Hjallabrún 11 dags. 22. júní og Birni og Ástu Hjallabrún 4 dags. 24. júlí. Lögð er einnig fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemda við deiliskipulagsbreytingu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna með áorðnum breytingum í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
3.Deiliskipulag miðbæjar - deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar íþróttahúss
2408295
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis - breyting vegna íþróttahúss dags. 17. júlí 2024. Breytingartillagan nær til samfélagsþjónustusvæðis S6 þar sem grunnskóla og íþróttahús er að finna. Markmið breytingarinnar er að skipta upp lóðum grunnskóla og íþróttahúss í tvær lóðir, tilfærsla á lóðamörkum innan reitar, flutningur á byggingareit á lóð Breiðamerkur 24, flutningur byggingareit við íþróttahús svo að hann rúmi stækkun á íþróttahúsi með löglegum keppnisvöllum og aðkomubyggingu sem og breytingar á fyrirkomulagi og fjölda bílastæða. Nýtingarhlutfall verður óbreytt 0,6 á reitnum í heild í samræmi við skilmála aðalskipulags.
Nefndin leggur til 6,5 m hámarkshæðar á langhlið byggingareitar salar í NV og á byggingareit fyrir aðkomubyggingu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 með áorðnum breytingum.
4.Breiðamörk 23 - Umfangsflokkur 2
2402154
Lögð er fram að nýju umsókn um breytingu á skrifstofuhúsnæði í íbúðir á Breiðumörk 23.
Þann 23. febrúar 2024 sækir Kristinn G Kristjánsson eigandi þriggja eignarhluta í fasteign á lóð Breiðumerkur 23 um að breyta notkun tveggja eignarhluta á 1. hæð úr skrifstofum í íbúðir. Engar teikningar fylgja umsókn en samþykki meðlóðarhafa fylgir. Erindið var tekið fyrir á 9. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 4. júní s.l. þar sem afgreiðslu var frestað.
Áður, þann 20. maí 2017, hefur verið sótt um breytingu á notkun og innra fyrirkomulagi 1. hæðar Breiðumerkur 23. Skipulags- og mannvirkjanefnd bókaði þá á fundi sínum að nefndin gerði ekki athugasemd við að 1. hæðinni yrði skipt upp í fjórar einingar verði sótt um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni en að notkun hæðarinnar sem íbúðir samræmdist ekki ákvæðum aðalskipulags.
Þann 23. febrúar 2024 sækir Kristinn G Kristjánsson eigandi þriggja eignarhluta í fasteign á lóð Breiðumerkur 23 um að breyta notkun tveggja eignarhluta á 1. hæð úr skrifstofum í íbúðir. Engar teikningar fylgja umsókn en samþykki meðlóðarhafa fylgir. Erindið var tekið fyrir á 9. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 4. júní s.l. þar sem afgreiðslu var frestað.
Áður, þann 20. maí 2017, hefur verið sótt um breytingu á notkun og innra fyrirkomulagi 1. hæðar Breiðumerkur 23. Skipulags- og mannvirkjanefnd bókaði þá á fundi sínum að nefndin gerði ekki athugasemd við að 1. hæðinni yrði skipt upp í fjórar einingar verði sótt um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni en að notkun hæðarinnar sem íbúðir samræmdist ekki ákvæðum aðalskipulags.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna umsókn um breytingu á notkun rýma 0103 og 0104 á fyrstu hæð úr skrifstofum í íbúðir, þar sem hún samrýmist ekki gildandi aðalskipulagi.
5.Þelamörk 1A-1CR - Umfangsflokkur 2
2408020
Aðalheiður Högnadóttir sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála við raðhús að Þelamörk 1a þann 8. ágúst 2024. Sólskáli er 7,1 m2 að stærð og er staðsettur sunnan megin við raðhús. Samþykki meðlóðarhafa að Þelamörk 1a-c dags. 12. ágúst fylgir umsókn.
Þelamörk 1a er á íbúðasvæði ÍB2 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Skilmálar aðalskipulags kveða á um sérbýli á 1 hæð og heimilað nýtingarhlutfall 0,3-0,45. Umsótt byggingarleyfi er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.
Þelamörk 1a er á íbúðasvæði ÍB2 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Skilmálar aðalskipulags kveða á um sérbýli á 1 hæð og heimilað nýtingarhlutfall 0,3-0,45. Umsótt byggingarleyfi er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Þelamerkur 1, Borgarhrauns 3 og 5 og Heiðmerkur 2a, 2b og 2c.
Thelma Rún Runólfsdóttir vék af fundi k. 18:31
6.Lækjarbrún 35-43 - Umsókn um sólskála
2408275
Anna Lind Jónsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála f.h. eigenda raðhúsa að Lækjarbrún 35, 37, 39, 41 og 43 þann 5. júní 2024.
Í gildi er deiliskipulagið Grænamörk 10, raðhús við Lækjarbrún 1-40 samþykkt í bæjarstjórn árið 2003 og síðast breytt árið 2006. Skv. gildandi deiliskipulagi er ekki heimild fyrir byggingu sólskála þar sem byggingareitur er fullbyggður.
Í gildi er deiliskipulagið Grænamörk 10, raðhús við Lækjarbrún 1-40 samþykkt í bæjarstjórn árið 2003 og síðast breytt árið 2006. Skv. gildandi deiliskipulagi er ekki heimild fyrir byggingu sólskála þar sem byggingareitur er fullbyggður.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fela skipulagsfulltrúa gerð deiliskipulagsbreytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir raðhús að Lækjarbrún 1-43 til að heimila byggingu sólskála, svo að samræmis sé gætt við útfærslu og umfang.
Thelma kom aftur inn á fund kl. 18:34
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:38.
Getum við bætt efni síðunnar?