Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

9. fundur 04. júní 2024 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Kristján Björnsson varaformaður
  • Thelma Rún Runólfsdóttir aðalmaður
  • Brynja Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Kristján stjórnaði fundi í fjarveru Arnars. Engar athugasemdir voru við fundarboð.

1.Aðalskipulagsbreyting vegna sleðabrautar í Árhólmum

2403778

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum þann 11. apríl 2024 að auglýsa skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar reitar AF2 og nýs deiliskipulags vegna áforma um uppbyggingu sleðabrautar í Árhólmum. Markmið skipulagsbreytingarinnar er að víkka út afþreyingarmöguleika í hlíðum Kamba með sleðabraut (e. Alpine Coaster) samsíða Zip-line, en nokkru sunnar. Sami aðkomuslóði og stígur nýtist sleðabraut og Zip-line. Sleðabrautin er ætluð öllum aldurshópum.



Skipulagslýsingin var auglýst á Skipulagsgátt frá 18. apríl til 18. maí s.l. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Skipulagsstofnun dags. 6. maí, Umhverfisstofnun dags. 8. maí, Vegagerðinni dags. 14. maí, Minjastofnun Íslands dags. 14. maí og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 17. maí.

Til kynningar.

2.Endurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar

2310124

Lögð fram til kynningar umsögn Landsnets dags. 8. apríl vegna skipulagslýsingar aðalskipulags Hveragerðisbæjar, sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2024 að kynna fyrir almenningi og umsagnaraðilum.



Markmið endurskoðunar aðalskipulags Hveragerðisbæjar er að tryggja sem besta samfellu í þróun svæða innan bæjarmarka, svo að nýting og uppbygging innviða geti átt sér stað í takt við fjölgun íbúa. Ástæður endurskoðunar eru hraðari fjölgun íbúa en gildandi aðalskipulag gerði ráð fyrir, mótun samgöngustefnu samhliða aðalskipulagsgerð ásamt því að veita Breiðumörk sérstaka athygli með rammaskipulagshluta vegna tilfærslu Suðurlandsvegar. Aðalskipulag tekur einnig mið af annarri stefnumótun bæjarins sem og Landsskipulagsstefnu og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.



Skipulagslýsingin var auglýst til kynningar frá 14. febrúar til 20. mars 2024. umsagnir sem bárust innan kynningartíma hafa verið kynntar á fundi skipulag- og umhverfisnefndar þann 2. apríl s.l. Umsögn Landsnets barst eftir að kynningartíma lauk eða þann 8. apríl 2024.
Til kynningar.

3.Breyting á deiliskipulagi Hólmabrúnar, Dalsbrúnar og Hjallabrúnar

2405111

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Hólmabrúnar, Dalsbrúnar og Hjallabrúnar sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. október 2006 með síðari breytingum. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að heimila sólstofur við parhús í Hjallabrún, í samræmi við þegar fengnar heimildir fyrir sólstofum í Dalsbrún, og á lóð Hólmabrúnar 20 að heimila byggingu tveggja hæða íbúðarhúss, í samræmi við jarðvegsaðstæður á lóð.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

4.Breiðamörk 23 - Umfangsflokkur 2

2402154

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um breytingu á skrifstofuhúsnæði í íbúðir á Breiðumörk 23.

Þann 23. febrúar 2024 sækir Kristinn G Kristjánsson eigandi þriggja eignarhluta í fasteign á lóð Breiðumerkur 23 um að breyta notkun tveggja eignarhluta á 1. hæð úr skrifstofum í íbúðir. Engar teikningar fylgja umsókn en samþykki meðlóðarhafa fylgir.
Frestað.

5.Réttarheiði 14 - umsókn um stækkun lóðar

2405109

Með tölvupósti dags. 16. apríl 2024 óskar Haukur Þór Grímsson eftir lóðarstækkun við endaraðhús að Réttarheiði 14. Er óskað eftir lóðamörk austan megin færist 6 metra inn á bæjarland í austurátt og stækki þar með lóðina um u.þ.b. 132 m2. Til vara biður lóðarhafi um að fá formlegt leyfi til nýtingar landspildunnar.



Ekki er skilgreind lóð á um 900 m2 svæði austan við raðhúsalengju Réttarheiði 14-18. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið merkt sem svæði með jarðhita yfir 10 gráðum á celcius og að hluta til fyri 15 gráðum á celcíus. Verið er að uppfæra hitakort bæjarins í yfirstandandi vinnu við gerð aðalskipulags. Stefnt er á að auglýsa tillögu að aðalskipulagi í byrjun næsta árs með uppfærðu hitakorti.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna erindinu þar sem hitasvæði eru enn í skoðun.

6.Fjölgun grenndarstöðva

2405110

Lagðar eru fram frumtillögur að staðsetningu grenndarstöðva í Hveragerðisbæ til umræðu. Tvær grenndarstöðvar er nú að finna í bænum, við Heiðarbrún og Dynskóga. Áformað að fjölga stöðvunum þannig að sem flestir bæjarbúar verði innan við 500 metra frá grenndarstöð.
Til kynningar.

7.Framkvæmdaleyfi

2406024

Lagt er fram framkvæmdaleyfi fyrir gatna- og stígaframkvæmd sem og byggingu hljóðmana á bæjarlandi við þjónustu og ferðamannasvæði á Árhólmum. Framkvæmdaleyfið tekur gildi 11. júní 2024 og gildir í eitt ár frá útgáfudegi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið í samræmi við 1.mgr. 15.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?