Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
Arnar Ingi setti fundinn. Engar athugasemdir voru við fundarboð.
Árni Svavarsson vaktstjóri áhaldahúss tekur sæti á fundinum undir málinu.
1.Snjómokstur veturinn 2023-2024
2404132
Umhverfisfulltrúi fer yfir helstu tölur vegna snjómokstrar s.l. vetrar.
Til kynningar.
2.Heiðmörk 6a - umsókn um bílastæði á lóð
2404131
Með tölvupósti dags. 1. apríl 2024 óskar Soffía Theódórsdóttir eftir samþykki fyrir bílastæði inni á lóð tvíbýlishúss að Heiðmörk 6a með innakstri frá Heiðmörk. Vísað er til fasteigna norðan megin götu sem leggja inni á lóðum.
Samþykkt afstöðumynd aðalteikninga frá árinu 1985 sýnir Heiðmörk 6a og b sem hluta af stærri heild tvíbýlis- og raðhúsa Heiðmerkur 4 - 14. Sameiginleg bílastæði eru á milli lóða sömu megin götu, þar sem einnig er gert ráð fyrir sambyggðum bílskúrum.
Heiðmörk 6a tilheyra því bílastæði á sameiginlegum bílastæðum og aðstæður á lóð eru því ekki sambærilegar aðstæðum fasteigna norðan megin götu, þar sem bílastæði eru innan lóðar með aðkomu frá Heiðmörk. Fleiri innkeyrslur inn á lóðir yfir göngustíg meðfram Heiðmörk draga auk þess úr öryggi gangandi vegfarenda.
Samþykkt afstöðumynd aðalteikninga frá árinu 1985 sýnir Heiðmörk 6a og b sem hluta af stærri heild tvíbýlis- og raðhúsa Heiðmerkur 4 - 14. Sameiginleg bílastæði eru á milli lóða sömu megin götu, þar sem einnig er gert ráð fyrir sambyggðum bílskúrum.
Heiðmörk 6a tilheyra því bílastæði á sameiginlegum bílastæðum og aðstæður á lóð eru því ekki sambærilegar aðstæðum fasteigna norðan megin götu, þar sem bílastæði eru innan lóðar með aðkomu frá Heiðmörk. Fleiri innkeyrslur inn á lóðir yfir göngustíg meðfram Heiðmörk draga auk þess úr öryggi gangandi vegfarenda.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafna erindinu. Umsækjanda er bent á að tilkynna leigjendum að ekki er heimilt að leggja ökutækjum á lóð.
3.Akurholt deiliskipulag - umsagnarbeiðni
2404133
Sveitarfélagið Ölfus auglýsir tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Akurholt og hefur óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar. Tillagan gerir ráð fyrir lóðum fyrir 50 ný íbúðarhús með möguleika á aukaíbúð, 17 lóðum fyrir frístundahús, 3 iðnaðarlóðum og 17 lóðum fyrir verslun og þjónustu.
Í meðfylgjandi greinargerð kemur fram að skipulagssvæðið sé á miklu uppbyggingarsvæði í Ölfusi, þar sem íbúafjölgun hafi verið meiri en á landsvísu eða 4% síðan árið 2015. Segir í greinargerðinni að með auknum íbúafjölda fylgi þörf fyrir lóðir undir verslun, þjónustu, smáiðnað og athafnasvæði.
Í meðfylgjandi greinargerð kemur fram að skipulagssvæðið sé á miklu uppbyggingarsvæði í Ölfusi, þar sem íbúafjölgun hafi verið meiri en á landsvísu eða 4% síðan árið 2015. Segir í greinargerðinni að með auknum íbúafjölda fylgi þörf fyrir lóðir undir verslun, þjónustu, smáiðnað og athafnasvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir athugasemd við að ekki sé í deiliskipulagstillögunni gerð grein fyrir þjónustu leik- og grunnskóla fyrir hina ört vaxandi byggð austur af Hveragerði. Hveragerðisbær beinir því til sveitarfélagsins að huga að uppbyggingu leik- og grunnskóla, eins og gert er t.d. ráð fyrir á reit S11 í gildandi aðalskipulagi Ölfuss, eða leita til Hveragerðisbæjar til frekara samstarfs um leik- og grunnskóla.
4.Sólstofan - verkefni nema við LHÍ
2404134
Kári Arnarson og Brynjar Magnússon útskriftarnemar í arkitektúr við LHÍ kynna tillögu að verkefninu Sólstofan Hveragerði.
Til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Getum við bætt efni síðunnar?