Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Hólmabrún 13 - skjólveggur á lóðamörkum
2403004
Lögð er fram ódagsett umsókn lóðarhafa Hólmabrúnar 13 fyrir leyfi til að byggja hækkaðan skjólvegg á lóðamörkum að bæjarlandi, sem og samþykki nágranna fyrir skjólvegg á lóðamörkum aðliggjandi lóða.
Meðfylgjandi umsókn eru teikningar af útfærslu 1,8 m hárrar lokaðrar girðingar á þrjá vegu. Girðingin er sýnd byggð upp með hálfs metra breiðum steyptum súlum á 0,3 m háum steyptum grunni. Á milli súlna eru liggjandi timburborð.
Ekki er heimilt að setja niður girðingar eða skjólveggi á lóðamörkum við bæjarland sem er hærri en 1,0 m og ekki gisin þannig að lofti í gegnum þær, skv. minnisblaði bæjarstjóra frá 14. júlí 2020. Ekki er því heimilt að girða lóð af á lóðamörkum að bæjarlandi við Þelamörk, eins og umsókn fer fram á. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa fyrir girðingu á lóðamörkum. Sú framkvæmd er undanskilin byggingarleyfi, sé hún framkvæmd í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar.
Meðfylgjandi umsókn eru teikningar af útfærslu 1,8 m hárrar lokaðrar girðingar á þrjá vegu. Girðingin er sýnd byggð upp með hálfs metra breiðum steyptum súlum á 0,3 m háum steyptum grunni. Á milli súlna eru liggjandi timburborð.
Ekki er heimilt að setja niður girðingar eða skjólveggi á lóðamörkum við bæjarland sem er hærri en 1,0 m og ekki gisin þannig að lofti í gegnum þær, skv. minnisblaði bæjarstjóra frá 14. júlí 2020. Ekki er því heimilt að girða lóð af á lóðamörkum að bæjarlandi við Þelamörk, eins og umsókn fer fram á. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa fyrir girðingu á lóðamörkum. Sú framkvæmd er undanskilin byggingarleyfi, sé hún framkvæmd í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar.
Frestað.
2.Austurmörk 5 - atvinnuhúsnæði
2311281
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir stækkun og breyttri notkun Austurmarkar 5 eftir teikningum Vigfúsar Halldórssonar byggingafræðings Balsa teiknistofu.
Nefndin tekur undir niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa um að ekki sé heimild til reksturs verslunar og þjónustu þ.m.t. hótels á lóð Austurmarkar 5 skv. skilmálum gildandi deiliskipulags.
3.Lyngheiði - lagning bíla í götu
2403001
Borist hafa tölvupóstar um þrengsli botnlangagatna frá lóðarhöfum í Lyngheiði. Þar kemur fram að bílum sé ítrekað lagt í götu og eru uppi áhyggjur af því að þeir hefti umferð t.a.m. snjóruðningstækja, slökkviliðsbíla o.s.frv. Einnig er bent á erfiðleika við að bakka út úr innkeyrslum lóða ef bílum er lagt í götuna. Vilja bréfritatar fara fram á að bæjaryfirvöld leggi til bann við að leggja í götu og vísa í fordæmi við Dalsbrún.
Nefndin leggur ekki til bann við lagningu bíla í botnlangagötum í Lyngheiði. Fáar innkeyrslur eru inn á lóðir frá botnlangagötunum þar sem þær eru þrengstar og eru þær að mestu leyti andspænis hvor annarri. Bílum er því ekki lagt við innkeyrslur án þess að brjóta umferðarlög. Aðstæðurí Lyngheiði og Dalsbrún eru ólíkar að því leyti.
4.Lóðablað - Jarðhitaland 2
2403003
Lagt er fram lóðablað fyrir Jarðhitaland 2, landnr. 179726. Lóðarblað sýnir afmörkun lóðar og minnkar lóðin frá fyrri skráningu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
5.Lóðarblað Hveramörk 13
2403002
Lagt er fram lóðarblað fyrir Hveramörk 13, landnr. 175996. Lóðarblað sýnir afmörkun lóðar sem stækkar frá fyrri skráningu og rúmar nú allt svæði Hveragarðsins í Hveragerði.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Getum við bætt efni síðunnar?