Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

5. fundur 30. janúar 2024 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Hlynur Kárason varaformaður
  • Thelma Rún Runólfsdóttir
  • Brynja Hrafnkelsdóttir
  • Árni Þór Steinarsson Busk varamaður
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Umhverfis og loftslagsstefna

2208219

Kynnt verður vinna við drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Hveragerðisbæjar. Katrín Hjálmarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum.
Til kynningar.

2.Endurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar

2310124

Lögð fram skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Hveragerðisbæjar 2024-2036.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að kynna skipulagslýsingu endurskoðaðs aðalskipulags Hveragerðisbæjar 2024-2036 fyrir almenningi og senda til umsagnar viðeigandi umsagnaraðila sem og til Skipulagsstofnunar.

3.Bláskógar 9 - breytingar á bílskúr grenndarkynning

2308002

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemda við grenndarkynnta byggingarleyfisumsókn.

Á 1. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. september 2023 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun bílskúrs að Bláskógum 9 skv. . Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti að grenndarkynna umsóknina á fundi sínum þann 1. nóvember 2023. Grenndarkynning umsóknarinnar stóð yfir til 30. nóvember 2023.

Athugasemdir bárust frá Jette C Jonkers Bláskógum 6 og eiganda að lóðum 6b og 6c, dags. 23. nóvember og Jóhanni Fannari Guðjónssyni lögmanni, í umboði Berglindar Öldu Hildardóttur Bláskógum 7, dags. 28. nóvember 2023.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja grenndarkynnt byggingaráform í samræmi við niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. desember 2023.

4.Gróðurmörk 3 - flutningur á gróðurhúsi, grenndarkynning

2310112

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2024 vegna athugasemda við grenndarkynnta byggingarleyfisumsókn.

Á 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 31. október s.l. var samþykkt að leggja fyrir bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir niðurtekt á gróðuhúsi á landi Fagrahvamms og uppbyggingar gróðurhússins á lóð Gróðurmarkar 3. Bæjarstjórn samþykkti að grenndarkynna umsóknina á fundi sínum þann 9. nóvember. Grenndarkynning stóð yfir til 26. desember 2023.

Athugasemdir bárust frá Iðunni Kröyer og Eymundi Smyrlaheiði 9 auk sameiginlegrar athugasemdar íbúa Birkimarkar og Smyrlaheiði með undirskriftalista 14 aðila úr 10 íbúðum, þar á meðal Iðunni og Eymundi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja grenndarkynnt byggingaráform í samræmi við niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2024.
Thelma Runólfsdóttir vék af fundi kl. 17:42

5.Þórsmörk 3 - breytt byggingaráform, grenndarkynning

2305106

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2024 vegna athugasemda við grenndarkynnta byggingarleyfisumsókn.

Á fundi bæjarstjórnar dags. 9. nóvember 2023 var samþykkt að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi að Þórsmörk 3. Grenndarkynnt breyting felst í breytingu frá samþykktum aðalteikningum og er nú sótt um að fjölga íbúðum um þrjár í annarri raðhúsalengjunni. Ekki er um aðrar breytingar að ræða.

Athugasemdafrestur var til 26. desember 2023. Athugasemdir bárust frá Ingólfi R Jónssyni og Mörtu M Heimisdóttur Reykjamörk 13 dags. 25. nóvember, Jónasi Guðnasyni og Elísu Ólafsdóttur Þórsmörk 8 dags. 21. desember, auk samhljóða athugasemda frá Valdimar Thorlacius Þórsmörk 4, dags. 20. desember, Berglindi Kvaran og Kristni Þórsmörk 3, Pétri Hreiðari Sigurjónssyni og Áslaugu Dögg Martin, Þórsmörk 10 auk Jónasar Sigurðssonar og Áslaugar Hönnu Baldursdóttur Breiðamörk 14.



Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja grenndarkynnt byggingaráform í samræmi við niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2024.
Thelma kom aftur inn á fund kl. 17:56

6.Fagrihvammur - nýbygging, grenndarkynning

2310113

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2024 vegna athugasemda við grenndarkynnta byggingarleyfisumsókn.

Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. desember s.l. var samþykkt að leggja fyrir bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir stakstætt íbúðarhús á landi Fagrahvamms 1 landnr. 171554. Breytingar eru einnig gerðar á aðkomu að núverandi íbúðarhúsi Fagrahvamms 1 landnr. 171617 og Fagrahvamms 3 landnr. 171620 (Gulrótarhvamms) skv. grenndarkynntum aðalteikningum. Bæjarstjorn samþykkti að grenndarkynna byggingaráformin á fundi sínum þann 14. desember 2023. Athugsemdafrestur var til 25. janúar 2024. Athugasemd barst frá Hermanni Ólafssyni dags. 3. janúar s.l. og Friðriki Sigurbjörnssyni dags. 23. janúar 2024.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja grenndarkynnt byggingaráform í samræmi við niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2024.

7.Heiðarbrún 43 bílskúr - grenndarkynning

2312015

Á 3. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. desember s.l. var samþykkt að leggja fyrir bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir breytingum á mænisstefnu þaks og breytingar á útlit bílskúrs að Heiðarbrún 43 frá því sem áður var samþykkt. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina og er breytingin því grenndarkynnt. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. desember 2023 að grenndarkynna umsóknina. Athugasemdafrestur var til 25. janúar 2024. Engar athugasemdir bárust.
Til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd sbr. ákv. 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki grenndarkynnt byggingaráform.

8.Umsagnarbeiðni vegna skipulags og matslýsingar - iðnaðarsvæði vegna rannsókna og orkuvinnslu Hverahlíð II og Meitlum

2312238

Lögð er fram til umsagnar matsáætlun vegna vinnslu- og rannsóknarhola í Hverahlíð II og Meitlum (suður) í Ölfusi. Markmið framkvæmdanna í Hverahlíð II er að undirbúa stækkun á vinnslusvæði Hverahlíðar, að dreifa vinnslunni á stærra svæði og bæta við nýjum borkostum til þess að viðhalda vinnslugetu Hellisheiðarvirkjunar. Þá kemur fram í matsáætluninni að það sé sjálfstætt markmið að kanna hve langt suður eftir Norðurhálsum nýtanlegan jarðhita er að finna.



OR hefur óskað eftir að framkvæmdin fari beint í mat á umhverfisáhrifum vegna umfangs og eðli framkvædanna og hefur Skipulagstofnun fallist á þau rök. Matsáætlun miðar af því að gera grein fyrir helstu áhrifaþáttum framkvæmda og skilgreindir umhverfisþætti sem lögð verður áhersla á í umhverfismatsskýrlsu sem gerð verður í kjölfarið.
Skipulags- og umhverfisnefnd ítrekar fyrri umsögn dags. 15. janúar 2024 og Hveragerðisbæjar áréttar að Hveragerði er einungis í 5 km loftlínu frá fyrirhuguðu rannsóknar- og vinnslusvæði við Hverahlíð II. Þó að skilgreint áhrifasvæði nái ekki að landamerkjum bæjarins, er enginn annar þéttbýlisstaður jafn nálægt og hagsmunir bæjarins og bæjarbúa því miklir.
Nefndin vekur einnig athygli á að huga þarf að hugsanlegum framtíðarvatnsbólum Hveragerðis á Bæjarþorpsheiði neðan Kambana en þar eru aðeins um 3 km að Hverahlíð II. Þar eru tilraunaholur sem eru notaðar til rannsókna á vegum ÍSOR og því góðir möguleikar á gagnaöflun og eftirliti.
Nefndin áréttar einnig að gera þarf grein fyrir í matsáætlun hvernig eftirliti með áhrifum rannsókna og vinnslu, sér í lagi við Hverahlíð II verði háttað á jarðhitageymi sem nýttur er til orkuöflunar fyrir Hveragerðisbæ.

9.Hesthúsasvæði og golfvöllur - deiliskipulagsgerð

2401118

Deiliskipulag hesthúsasvæðis að Vorsabæjarvöllum er komið til ára sinna hefur hestamannafélagið óskað eftir endurskoðun deiliskipulagsins. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir golfvöll Hveragerðisbæjar sem er að hluta til inni á landi bæjarins og að hluta til í landi Ölfuss. Til stendur að stækka golfvöllinn innan bæjarmarka Hveragerðisbæjar. Brýn þörf er talin á að ráðast í deiliskipulagsgerð fyrir bæði heshúsabyggðina og golfvöllinn sem tilheyra íþróttasvæði ÍÞ 1 og 2 í aðalskipulagi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilað að leita tilboða deiliskipulagsráðgjafa til að vinna að deiliskipulagstillögu fyrir hesthúsasvæði og golfvöll bæjarins.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?