Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Heiðmörk 53 - gisting í flokki II grenndarkynning
2309050
Á 1. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. september s.l. var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna, í samræmi við skilmála aðalskipulags, gistileyfi í flokki II í bílskúr að Heiðmörk 53. Bæjarstjórn samþykkti að grenndarkynna umsóknina á fundi sínum þann 1. nóvember.
Grenndarkynning stóð yfir til 30. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.
Grenndarkynning stóð yfir til 30. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.
Til kynningar.
2.Bláskógar 9 - breytingar á bílskúr grenndarkynning
2308002
Á 1. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. september s.l. var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir breyttri notkun bílskúrs að Bláskógum 9. Bæjarstjórn samþykkti að grenndarkynna umsóknina á fundi sínum þann 1. nóvember.
Grenndarkynning stóð yfir til 30. nóvember 2023. Athugasemdir bárust frá Jette C Jonkers Bláskógum 6 og eiganda að lóðum 6b og 6c dags. 23. nóvember og Jóhanni Fannari Guðjónssyni lögmanni, í umboði Berglindar Öldu Hildardóttur Bláskógum 7, dags. 28. nóvember 2023.
Grenndarkynning stóð yfir til 30. nóvember 2023. Athugasemdir bárust frá Jette C Jonkers Bláskógum 6 og eiganda að lóðum 6b og 6c dags. 23. nóvember og Jóhanni Fannari Guðjónssyni lögmanni, í umboði Berglindar Öldu Hildardóttur Bláskógum 7, dags. 28. nóvember 2023.
Til kynningar.
3.Gróðurmörk 3 - flutningur á gróðurhúsi, grenndarkynning
2310112
Á 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 31. október s.l. var samþykkt að leggja fyrir bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir niðurtekt á gróðuhúsi á landi Fagrahvamms og uppbyggingar gróðurhússins á lóð Gróðurmarkar 3. Bæjarstjórn samþykkti að grenndarkynna umsóknina á fundi sínum þann 9. nóvember.
Grenndarkynning stóð yfir til 26. desember 2023. Athugasemdir bárust frá Iðunni Kröyer og Eymundi Smyrlaheiði 9 auk sameiginlegarar athugasemdar íbúa Birkimarkar og Smyrlaheiði með undirskriftalista 14 aðila úr 10 íbúðum, þar á meðal Ingunni og Eymundi.
Grenndarkynning stóð yfir til 26. desember 2023. Athugasemdir bárust frá Iðunni Kröyer og Eymundi Smyrlaheiði 9 auk sameiginlegarar athugasemdar íbúa Birkimarkar og Smyrlaheiði með undirskriftalista 14 aðila úr 10 íbúðum, þar á meðal Ingunni og Eymundi.
Til kynningar.
Thelma Rún Runólfsdóttir vék af fundi kl. 17:41
4.Þórsmörk 3 - breytt byggingaráform, grenndarkynning
2305106
Á 2. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 31. október s.l. var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölgun íbúða úr 6 í 9 á lóð Þórsmerkur 3. Bæjarstjórn samþykkti að grenndarkynna umsóknina á fundi sínum þann 9. nóvember. Grenndarkynning stóð yfir til 26. desember 2023. Athugasemdir bárust frá Ingólfi R Jónssyni og Mörtu M Heimisdóttur Reykjamörk 13 dags. 25. nóvember, Jónasi Guðnasyni og Elísu Ólafsdóttur Þórsmörk 8 dags. 21. desember, auk samhljóða athugasemda frá Valdimar Thorlacius Þórsmörk 4, dags. 20. desember, Berglindi Kvaran og Kristni Þórsmörk 3, Pétri Hreiðari Sigurjónssyni og Áslaugu Dögg Martin, Þórsmörk 10 auk Jónasar Sigurðssonar og Áslaugar Hönnu Baldursdóttur Breiðamörk 14
Til kynningar.
Thelma kom aftur inn á fund kl. 17:47
Arnar Ingi Ingólfsson vék af fundi kl. 17:47.
5.Athafnasvæði við Vorsabæ - deiliskipulagsbreyting vegna Vorsabæjar 8 og 10
2309053
Lögð er fram umsókn Jóns Ögmundssonar dags. 3. nóvember 2023 um óverulega breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 9. maí 2019, vegna lóðanna Vorsabær 8 og 10. Markmið meðfylgjandi deiliskipulagsbreytingar dags. 8. september 2023, breytt dags. 27. nóvember 2023, er að færa til lóðamörk á milli lóðanna um 12,2 m fyrir betri nýtingu lóðar Vorsabæjar 10. Ýtarlegir skilmálar eru settir um raflýsingu. Engin breyting er á notkun, nýtingarhlutfalli, útliti eða formi svæðisins og telst deiliskipulagsbreytingin því óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega deiliskipulagsbreytingu Athafnasvæðis við Vorsabæ í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er óveruleg og varðar ekki hagsmuni annarra en Hveragerðisbæjar og lóðarhafa.
Arnar Ingi kom aftur inn á fund kl. 17:50.
6.Umsagnarbeiðni vegna skipulags og matslýsingar - iðnaðarsvæði vegna rannsókna og orkuvinnslu Hverahlíð II og Meitlum
2312238
Lögð er fram til umsagnar skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar sveitarfélagsins Ölfus fyrir iðnaðarsvæði vegna rannsókna og orkuvinnslu í Hverahlíð II og Meitlum. Breytingin er unnin að beiðni OR á þeim forsendum að þörf er á verulegri aukningu á heitu vatni á suð-vesturhorni landsins og raforkuframleiðslu á öllu landinu.
Fram kemur í skipulagslýsingunni að orkunýting svæðisins er háð ákveðinni óvissu og að ákvörðun um hvort af nýtingu verður og þá með hvaða hætti fari alfarið eftir niðurstöðum úr rannsóknum á jarðhitaauðlindinni.
Fram kemur í skipulagslýsingunni að orkunýting svæðisins er háð ákveðinni óvissu og að ákvörðun um hvort af nýtingu verður og þá með hvaða hætti fari alfarið eftir niðurstöðum úr rannsóknum á jarðhitaauðlindinni.
Hveragerðisbær hefur áður gert athugasemdir við þau hugsanlegu neikvæðu áhrif sem virkjanir og aukin nýting jarðvarma á Hellisheiði og á Hengilssvæðinu gætu og hafa mögulega haft á nærliggjandi svæði m.t.t hugsanlegs þrýstingsfalls og niðurdráttar í borholum og hverum í og við Hveragerði. Hveragerði er blómlegur ferðamannastaður sem byggir sérstöðu sína m.a. á sýnilegri og nýtanlegri jarðhitavirkni. Fall á þrýstingi og niðurdráttur myndi því hafa margvísleg neikvæð áhrif í för með sér ef af verður.
Skipulags- og umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar óskar eftir vöktun vegna hugsanlegs þrýstingsfalls í borholum og hverum í og við Hveragerði samhliða rannsóknum og hugsanlegri orkuvinnslu svæðanna sem um ræðir við Meitla og Hverahlíð II í góðu samráði við Hveragerðisbæ og aðra hagsmunaaðila. Einnig þarf að huga vel að hugsanlegri jarðskjálftavirkni vegna vinnslu og sérstaklega ef á að nota borholur á þessum svæðum til niðurdælingar enda hafa Hvergerðingar slæma reynslu þegar kemur að slíku. Þar sem borholur verða hugsanlega boraðar nokkuð nálægt Hveragerðisbæ, sér í lagi á svæðinu Hverahlíð II, þarf að huga að hugsanlegum hávaða og mögulegri loftmengun sem frá þeim gæti borist.
Skipulags- og umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar óskar eftir vöktun vegna hugsanlegs þrýstingsfalls í borholum og hverum í og við Hveragerði samhliða rannsóknum og hugsanlegri orkuvinnslu svæðanna sem um ræðir við Meitla og Hverahlíð II í góðu samráði við Hveragerðisbæ og aðra hagsmunaaðila. Einnig þarf að huga vel að hugsanlegri jarðskjálftavirkni vegna vinnslu og sérstaklega ef á að nota borholur á þessum svæðum til niðurdælingar enda hafa Hvergerðingar slæma reynslu þegar kemur að slíku. Þar sem borholur verða hugsanlega boraðar nokkuð nálægt Hveragerðisbæ, sér í lagi á svæðinu Hverahlíð II, þarf að huga að hugsanlegum hávaða og mögulegri loftmengun sem frá þeim gæti borist.
7.Minnisblað umhverfisfulltrúa um götulýsingu
2312246
Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa um götulýsingu í bænum.
Til kynningar,
8.Minnisblað umhverfisfulltrúa um grasslátt
2312245
Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa um grasslátt í bænum.
Til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?