Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Hönnun göngustígs við Varmá - Landslag ehf.
2305107
Þráinn Hauksson og Anders Terp landslagarkitektar frá Landslagi ehf. kynna frumhönnun stígagerðar meðfram Varmá með áningarstöðum frá Fossaflöt að Baulufossi. Verkefnið fékk styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Til kynningar.
Arnar Ingi Ingólfsson fór af fundi kl. 17:50
2.Athafnasvæði við Vorsabæ - deiliskipulagsbreyting vegna Vorsabæjar 8 og 10
2309053
Lögð er fram umsókn Jóns Ögmundssonar dags. 3. nóvember 2023 um óverulega breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 9. maí 2019, vegna lóðanna Vorsabær 8 og 10. Markmið meðfylgjandi deiliskipulagsbreytingar dags. 8. september 2023, breytt dags. 27. nóvember 2023, er að færa til lóðamörk á milli lóðanna um 12,2 m fyrir betri nýtingu lóðar Vorsabæjar 10. Ýtarlegir skilmálar eru settir um raflýsingu. Engin breyting er á notkun, nýtingarhlutfalli, útliti eða formi svæðisins og telst deiliskipulagsbreytingin því óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Frestað.
Arnar Ingi kom aftur inn á fund kl. 18:03
3.Breyting á deiliskipulagi við Laufskóga 32-40
2312014
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting við deiliskipulag Laufskóga 32-40 sem samþykkt var upphaflega í maí árið 2000. Deiliskipulagsbreyting dags. 26. september 2023, er gerð að beiðni Veitna vegna nýrrar lóðar fyrir dælustöð. Ný lóð er 30m² og fær heitið 9c. Dælustöðin er sett á steypta undirstöðu og kemur stöðin samsett. Samkvæmt upplýsingum framleiðanda stafar hvorki loft- né hljóðmengun frá stöðinni. Stærð dæluhúss er 1,9 x 2,8m eða 5,3m² og hæðin er 2,05m. Engar aðrar breytingar eru gerðar á gildandi deiliskipulagi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja grenndarkynningu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi Laufskóga 32-40 vegna lóðar fyrir dælustöð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Laufskóga 32, 34, 36, 38 og 40, Klettahlíðar 3, 5, 7 og 11 auk Breiðamerkur 33.
4.Fagrihvammur - nýbygging, grenndarkynning
2310113
Ingunn Hafstað arkitekt sækir f.h. Helgu Sigurðardóttur um að byggja stakstætt íbúðarhús á landi Fagrahvamms 1 landnr. 171554 skv. meðfylgjandi drögum að aðalteikningum.
Einbýlishúsið er 135 m2 að flatarmáli. Það er að mestu byggt úr timbri en norður- og vesturhliðar verða steyptar. Þakið er flatt, létt þak með vatnshalla og klætt dúk. Veggir verða klæddir standandi timburklæðningu. Breytingar eru gerðar á aðkomu að núverandi íbúðarhúsi Fagrahvamms 1 landnr. 171617 og Fagrahvamms 3 landnr. 171620 (Gulrótarhvamms) skv. framlögðum gögnum.
Landnotkun aðalskipulags er AT3. Á reitnum eru gróðurhús og íbúðarhús og er heimilt að byggja upp yl- og garðyrkjustöð innan reitsins sem og íbúðarhús. Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Einbýlishúsið er 135 m2 að flatarmáli. Það er að mestu byggt úr timbri en norður- og vesturhliðar verða steyptar. Þakið er flatt, létt þak með vatnshalla og klætt dúk. Veggir verða klæddir standandi timburklæðningu. Breytingar eru gerðar á aðkomu að núverandi íbúðarhúsi Fagrahvamms 1 landnr. 171617 og Fagrahvamms 3 landnr. 171620 (Gulrótarhvamms) skv. framlögðum gögnum.
Landnotkun aðalskipulags er AT3. Á reitnum eru gróðurhús og íbúðarhús og er heimilt að byggja upp yl- og garðyrkjustöð innan reitsins sem og íbúðarhús. Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi á lóð Fagrahvamms 1 (landnr. 171554) með breyttri aðkomu að Fagrahvammi 1 og 3 (landnr. 171617 og 171620) verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Reykjamerkur 22 og Fagrahvamms 3 (landnr. 232285).
Nefndin bendir á að tryggja þarf aðkomu að lóðum Fagrahvamms og Gulrótarhvamms með þinglýstri kvöð á lóð nýbyggingar Fagrahvamms.
Nefndin bendir á að tryggja þarf aðkomu að lóðum Fagrahvamms og Gulrótarhvamms með þinglýstri kvöð á lóð nýbyggingar Fagrahvamms.
5.Heiðarbrún 43 bílskúr - grenndarkynning
2312015
Bölti ehf. sækir f.h. eiganda Heiðarbrúnar 43 um byggingarleyfi fyrir bílskúr með tölvupósti dags. 29. nóvember 2023. Samþykktar aðalteikningar frá 1991 sýna 45 m2 bílskúr á suðvestur horni lóðar með mænistefnu eins og íbúðarhúsið. Plata bílskúrs var steypt en framkvæmdum ekki haldið áfram. Nýjar teikningar sýna breytingar á mænisstefnu þaks og breytingar á útlit bílskúrs frá því sem áður var samþykkt með fækkun hurða úr tveimur í eina ásamt því að ein stór bílskúrshurð er sýnd í stað tveggja minni áður. Hæð upp í mæni hækkar óverulega eða innan við 10 cm. Endanleg hæð mænis verður 3,975m.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóð Heiðarbrúnar 43 og er breytingin því grenndarkynnt.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóð Heiðarbrúnar 43 og er breytingin því grenndarkynnt.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Heiðarbrúnar 29, 31, 33, 41, 43b, 59, 61 og 63.
6.Réttarheiði 1-12 - fyrirspurn um umferðarmál
2306002
Reynir Einarsson bendir, í innsendu erindi og með tölvupóstum til tæknideildar, á að bílum sé lagt á snúningssvæði við enda botnlangagötu raðhúsa að Réttarheiði 1-12 til mikilla óþæginda fyrir íbúa sem og vegna komandi snjóruðninga. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna málsins.
Nefndin tekur undir niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa um að óheimilt er að leggja bílum við enda botnlangagötu. Bréf verða send í öll hús Réttarheiði 1-12 til þess að skýra lagalega stöðu botnlangans m.t.t. gildandi heimilda í deiliskipulagi, samþykktum teikningum og gildandi umferðarlögum. Lögreglan á Suðurlandi fær líka bréf.
7.Áskorun skipulagsfulltrúa í Hveragerði, Ölfusi og Árborg um almenningssamgöngur
2311416
Skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins hefur um nokkurt skeið fundað með skipulagsfulltrúum nágrannasveitarfélaganna, Árborgar og Ölfuss, og rætt sameiginleg hagsmunamál, þar á meðal samgöngumál og sérstaklega strætósamgöngur. Breytingar eru í vændum tengdar innleiðingar Borgarlínunnar í Reykjavík og er mikilvægt í því sambandi að gæta að hagsmunum okkar sem búum á jaðri þess atvinnusvæðis sem stór-höfuðborgasvæðið er orðið. Skipulagsfulltrúi leggur fram sameiginlega áskorun skipulagsfulltrúa sveitarfélaganna Hvergerðisbæjar, Ölfuss og Árborgar, þar sem stjórnvöld, sveitarstjórnir og viðeigandi stofnanir sem að málum koma eru hvött áfram til góðra verka í þágu almenningssamgangna, auk samráðs við sveitarfélög á Suðurlandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd styður það sem kemur fram i áskorun skipulagsfulltrúanna einróma og leggur til við bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að leggja málefninu lið með stuðningsyfirlýsingu.
8.Sorphirða - kynning á stöðu mála
2303096
Höskuldur Þorbjarnarson umhverfisfulltrúi kynnir stöðu framkvæmdar endurvinnslu og sorphirðu í bænum vegna breyttrar lagasetningar um hollustuhætti og mengunarvarnir, um meðhöndlun úrgangs og vegna laga um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).
Talsverðar breytingar urðu með innleiðingu nýrra laga um meðhöndlun úrgangs. Þær voru þó að sumu leyti minni hér en víða annars staðar þar sem hér hefur um árabil verið flokkað í 3 flokka og því bættist aðeins við einn. Það þýðir þó ekki að framkvæmdin sé ekki talsverð áskorun enda þá flestir komnir með fjórar sorptunnur við heimili sitt. Margir hafa þó getað nýtt sér tvískiptar eða smærri tunnur. Vert er að minnast á þátt íþróttafélagsins Hamars í innleiðingunni þar sem íþróttafólk og aðstandendur þeirra settu saman og dreifðu um 950 tunnum á einni helgi og vill nefndin sérstaklega þakka þeim fyrir vel unnin störf.
9.Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 81 Vorsabær land 176128
2312013
Lagt fram lóðablað vegna Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss 81. Ný lóð er úr landinu Vorsabær land, landnr. 171628. Nýja lóðin, Vorsabær vegsvæði landnr. 232496, er alls. 1.292 m² að stærð. Eignarhluti í Varmá er ekki inn í uppgefinni stærð. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðkomu að lóðinni þar sem ráðgert er að lóðin verði hluti af vegsvæði Suðurlandsvegar (1).
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
10.Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 79 Reykir land 176136
2312012
Lagt fram lóðablað vegna Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss 79. Ný lóð er úr landinu Reykir land, landnr. 176136. Nýja lóðin, Reykir vegsvæði 1 landnr. 231922, er alls. 19.365 m² að stærð. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðkomu að lóðinni þar sem ráðgert er að lóðin verði hluti af vegsvæði Suðurlandsvegar (1).
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
11.Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 70 Öxnalækjarland 173272
2312010
Lagt fram lóðablað vegna Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss 70. Ný lóð er úr landinu Öxnalækjarland, landnr. 173272. Nýja lóðin, Öxnalækjarland vegsvæði 4 landnr. 231925, er alls. 7.236 m² að stærð. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðkomu að lóðinni þar sem ráðgert er að lóðin verði hluti af vegsvæði Suðurlandsvegar (1).
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
12.Lóðablað Sðurlandsvegur H-S 65 Vorsabær 171626
2312008
Lagt fram lóðablað vegna Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss 65. Ný lóð er úr landinu Vorsabær, landnr. 171626. Nýja lóðin, Vorsabær vegsvæði 1 landnr. 231924, er alls. 34.496 m² að stærð. Eignarhluti í Varmá er ekki inn í uppgefinni stærð. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðkomu að lóðinni þar sem ráðgert er að lóðin verði hluti af vegsvæði Suðurlandsvegar (1).
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
13.Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 69 Öxnalækjarland 171614
2312009
Lagt fram lóðablað vegna Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss 69. Ný lóð er úr landinu Öxnalækjarland, landnr. 171614. Nýja lóðin, Öxnalækjarland vegsvæði 3 landnr. 231926, er alls. 25.478 m² að stærð. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðkomu að lóðinni þar sem ráðgert er að lóðin verði hluti af vegsvæði Suðurlandsvegar (1).
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
14.Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 78 Reykir land 176136
2312011
Lagt fram lóðablað vegna Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss 78. Ný lóð er úr landinu Reykir land, landnr. 176136. Nýja lóðin, Reykir vegsvæði 2 landnr. 231923, er alls. 34.837 m² að stærð. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðkomu að lóðinni þar sem ráðgert er að lóðin verði hluti af vegsvæði Suðurlandsvegar (1).
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagt lóðarblað.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Getum við bætt efni síðunnar?