Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Fundadagatal skipulags- og umhverfisnefndar 2023-2024
2310110
Lagt er fram fundadagatal funda í skipulags- og umhverfisnefnd veturinn 2023-2024. Lagt er upp með að fundur nefndarinnar verði á þriðjudögum rúmri viku fyrir fund bæjarstjórnar.
Samþykkt.
Hlynur Kárason kom á fund.
2.Styrkumsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða
2310111
Reykjadalsfélagið óskar eftir stuðningi Hveragerðisbæjar við umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna nýframkvæmda stíga í landi Hveragerðisbæjar að Reykjadal sem og viðhalds þegar gerðra stíga í landi Ölfuss.
Áætlað er að um 300.000 manns gangi árlega leiðina inn í Reykjadal. Heildstæð hönnun á svæðinu mun hafa jákvæð áhrif á upplifun þeirra sem um svæðið fara sem og stuðlað að verndun náttúrunnar.
Áætlað er að um 300.000 manns gangi árlega leiðina inn í Reykjadal. Heildstæð hönnun á svæðinu mun hafa jákvæð áhrif á upplifun þeirra sem um svæðið fara sem og stuðlað að verndun náttúrunnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að styðja umsókn Reykjadalsfélagsins til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til nýframkvæmda stígagerðar og endurnýjunar þegar gerðra stíga.
3.Þórsmörk 3 - fyrirspurn um breytt byggingaráform
2305106
Með tölvupósti dags. 23. október 2023 óskar Jónas Guðnason, Þórsmörk 8, eftir því að verða aðili máls að grenndarkynningu vegna breyttra byggingaáforma og fjölgunar íbúða að Þórsmörk 3. Með tölvupósti dags. 24. október 2023 óska Pétur H Sigurjónsson og Áslaug Dögg Martin, Þórsmörk 10, eftir því sama.
Nefndin leggur grenndarkynningu Þórsmerkur 3 að nýju fyrir bæjarstjórn og leggur nú til að grenndarkynna í samræmi við 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir allri Þórsmörk á milli Breiðamerkur og Reykjamerkur. Grenndarkynning nær nú til: Þórsmerkur 1, 1a, 2, 4 - 9, 9a, 10, 12 og 14, Breiðamörk 14 og 16, Reykjamörk 13 og 15 auk Fljótsmerkur 2, 4 og 6-12.
4.Gróðurmörk 3 - flutningur á gróðurhúsi, grenndarkynning
2310112
Þann 9. ágúst barst byggingarfulltrúa umsókn um byggingarleyfi frá Sigurði Jakobssyni f.h. Ræktunarmiðstöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að á landi Fagrahvamms að rífa annað af tveimur plastklæddum gróðurhúsum en taka niður gróðurhús mhl 02 sem er 800 m2, byggt árið 2012 og reisa á lóðinni Gróðurmörk 3 samkv. meðf. afstöðumynd. Vegghæð verður lækkuð um 0,5 m frá því nú er.
Gróðurmörk 3 er á landnotkunarreit AT1 í aðalskipulagi. Þar segir í sérskilmálum að Ríkjandi athafnastarfsemi skal vera garðyrkja og ylrækt og önnur hreinleg starfsemi. Einnig er heimilt að vera með gisti- og ferðaþjónustu, eða aðra verslunarþjónustu að hluta, allt að 40%. Hámarksbyggingarmagn 34.000m². Nýtingarhlutfall: 0,6. Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Gróðurmörk 3 er á landnotkunarreit AT1 í aðalskipulagi. Þar segir í sérskilmálum að Ríkjandi athafnastarfsemi skal vera garðyrkja og ylrækt og önnur hreinleg starfsemi. Einnig er heimilt að vera með gisti- og ferðaþjónustu, eða aðra verslunarþjónustu að hluta, allt að 40%. Hámarksbyggingarmagn 34.000m². Nýtingarhlutfall: 0,6. Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynna umsókn um byggingu gróðurhúss á lóð Gróðurmerkur 3 í samræmi við 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til: Birkimerkur 2-8 og 10-16, auk Smyrlaheiði 1-9, 14-18 og 24-27.
5.Fagrihvammur - nýbygging, grenndarkynning
2310113
Ingunn Hafstað arkitekt sækir f.h. Helgu Sigurðardóttur um að byggja stakstætt íbúðarhús á landi Fagrahvamms skv. meðfylgjandi drögum að aðalteikningum.
Einbýlishúsið er 135 m2 að flatarmáli. Það er að mestu byggt úr timbri en norður- og vesturhliðar verða steyptar. Þakið er flatt, létt þak með vatnshalla og klætt dúk. Veggir verða klæddir standandi timburklæðningu. Breytingar eru gerðar á aðkomu að núverandi íbúðarhúsi Fagrahvamms og Gulrótarhvamms skv. framlögðum gögnum.
Landnotkun aðalskipulags er AT3. Á reitnum eru gróðurhús og íbúðarhús og er heimilt að byggja upp yl- og garðyrkjustöð innan reitsins sem og íbúðarhús. Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Einbýlishúsið er 135 m2 að flatarmáli. Það er að mestu byggt úr timbri en norður- og vesturhliðar verða steyptar. Þakið er flatt, létt þak með vatnshalla og klætt dúk. Veggir verða klæddir standandi timburklæðningu. Breytingar eru gerðar á aðkomu að núverandi íbúðarhúsi Fagrahvamms og Gulrótarhvamms skv. framlögðum gögnum.
Landnotkun aðalskipulags er AT3. Á reitnum eru gróðurhús og íbúðarhús og er heimilt að byggja upp yl- og garðyrkjustöð innan reitsins sem og íbúðarhús. Ekkert deiliskipulag er í gildi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi á lóð Fagrahvamms 1 í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Reykjamerkur 22 og Fagrahvamms 3. Nefndin bendir á að tryggja þarf aðkomu að lóðum Fagrahvamms og Gulrótarhvamms með þinglýstri kvöð á lóð nýbyggingar Fagrahvamms.
fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Getum við bætt efni síðunnar?