Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

219. fundur 06. desember 2022 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Marta Rut Ólafsdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Kristján Björnsson
  • Sigurður Einar Guðjónsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Fagrahvammstún - kynning ASK arkitekta á vinnu við deiliskipulagsgerð

2212002

Guðrún Ragna Yngvadóttir og Þorsteinn Helgason kynna vinnu ASK arkitekta við tillögugerð að rammaskipulagi fyrir Fagrahvammstún og Reykjamörk 22.
Til kynningar.

2.Hverahlíðalögn - ákvörðun Skipulagsstofnunar

2209035

Skipulagsstofnun tilkynnti með bréfi dags. 4. nóvember 2022 ákvörðun um matsskyldu vegna Hverahlíðarlagnar II. Niðurstaða Skipulagsstofnunar á grundvelli fyrirliggjandi gagna er að framkvæmdin er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er framkvæmdin því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Til kynningar.

3.Dalsbrún 34 - ábending vegna þrengsla við útakstur af bílastæðum

2211023

Með tölvupósti dags. 30. október 2022 lýsir lóðarhafi ástandi bílastæðamála í götunni. Hún segir erfiðleikum bundið að komast út af bílastæðum raðhúsa sunnan Dalsbrúnar vegna ýmissa vankanta við hönnun hverfisins. Bæði segir hún bílastæði inni á lóðum raðhúsa vera óvenju stutt og eins götu þrönga. Þegar bílum er lagt í götu er bæði erfitt að bakka út úr bílastæðum og eins erfitt að sinna snjómokstri. Hún segir stórum bílum oft hafa verið lagt í langan tíma í götu fyrir aftan innkeyrslu hennar og eins hefur jafnvel númerslausum bílum verið lagt í götu. Meðfylgjandi erindi eru myndir af aðstæðum og óskar lóðarhafi eftir úrbótum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að banna lagningu bíla í götu í Dalsbrún til þess að athafnasvæði samþykktra bilastæða á lóðum verði tryggt. Gatan verði merkt með skiltum og gulmáluðum kantsteini til samræmis við ákvörðunina. Einnig er lagt til að send verði bréf í öll hús Dalsbrúnar þar sem áformin verða kynnt íbúum.

4.Þelamörk 48 - deiliskipulagsbreyting vegna bílskúrs

2211101

Bölti ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Edenreitar vegna Þelamerkur 48 f.h. lóðarhafa. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að koma fyrir tveimur bílastæðum á lóð fyrir framan bílskúr og marka stærri byggingareit fyrir bílskúrinn. Meðfylgjandi umsókn er samþykki lóðarhafa á Þelamörk 46.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Borgarheiði 1H - fyrirspurn um nýtt rafhleðslustæði á lóð.

2212001

Lóðarhafi að Borgarheiði 1H óskar eftir með tölvupósti dags. 22. nóvember 2022 að setja bílastæði inn á lóð sunnan megin við hús til þess að koma upp hleðslustæði fyrir rafbíl skv. meðfylgjandi myndum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. desember 2022 um að fyrirspyrjanda sé ekki heimilað að gera nýtt bílastæði á lóð fyrir rafhleðslu, þegar aðrir kostir eru í boði.
Arnar Ingi vék af fundi kl. 18:32

6.Heiðmörk 17 grenndarkynnt stækkun - engar athugasemdir bárust

2209076

Byggingarleyfisumsókn fyrir stækkun einbýlis á Heiðmörk 17 var samþykkt í grenndarkynningu á fundi bæjarstjórnar þann 20. október 2022. Athugasemdafrestur grenndarkynningar var til 27. nóvember. Engar athugasemdir bárust.
Til kynningar.
Arnar Ingi kom inn á fund kl. 18:33

7.Dynskógar 22 grenndarkynnt stækkun - athugasemdir kynntar

2209002

Byggingarleyfisumsókn fyrir stækkun einbýlis að Dynskógum 22 var samþykkt í grenndarkynningu á fundi bæjarstjórnar þann 20. október 2022. Athugasemdafrestur grenndarkynningar var til 27. nóvember. Alls bárust fimm athugasemdir.
Athugasemdir lagðar fram til kynningar.

8.Hringvegur - 3. áfangi - Núpanáma og akstur efnis að framkvæmdasvæði

2212014

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við 3. áfanga Hringvegar (1-d6), Biskupstungnabraut - Hveragerði leggur Vegagerðin til að nýta efni úr Núpanámu í stað Þórustaðanámu. Með því verður tryggt að umferð vinnutækja um þjóðveg verður minnkuð og öryggi vegfarenda á framkvæmdatíma bætt auk þess sem akstursvegalengdir frá námu verða styttar. Þá gefst tækifæri fyrir Hveragerðisbæ að lokið verði við undirbyggingu göngustíga og vega á hluta þess svæðis sem sveitafélagið hefur skipulagt í aðalskipulagi. Til að tryggja lágmarksrask verða vinnuvegir einbreiðir þar sem stígar koma.
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform Vegagerðarinnar um flutning efnis vegna vegagerðar 3. áfanga Hringvegar (1-d6) Biskupstungnabraut - Hveragerði.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?