Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

218. fundur 01. nóvember 2022 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Arnar Ingi Ingólfsson formaður
  • Marta Rut Ólafsdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Kristján Björnsson
  • Sigurður Einar Guðjónsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Samgöngumál Hveragerðisbæjar - kynning frá VSB

2210080

Lilja G Karlsdóttir samgönguverkfræðingur og sviðsstjóri hjá VSB verkfræðistofu fer almennt yfir samgöngumál og hvernig samgöngustefna gæti nýst bænum við aðalskipulagsgerð.
Til kynningar.

2.Langahraun 21-23 - fyrirspurn um fjölgun íbúða

2210058

Með tölvupósti dags. 18. október 2022 óskar lóðarhafi eftir að fjölga íbúðum úr 5 í 6 á lóðum Langahrauns 21 og 23. Ástæða er sögð vera þjóðfélagsbreytingar sem kalli á minni eignir á fasteignamarkaði. Stærri eignirnar séu ca. 115 m² og vilja lóðarhafar með breytingunni bjóða upp á minni íbúðir til þess að breikka bil á milli íbúða í fjölbýli og rað- og parhúsa. Meðfylgjandi fyrirspurn eru teikningar í vinnslu af breyttu fyrirkomulagi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað í samræmi við niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2022 og til að gæta samræmis við fyrri afgreiðslur svipaðra erinda.

3.Heiðmörk 68d - fyrirspurn um byggingu bílskúrs

2210057

Með tölvupósti dags. 10. október 2022 óskar Jakob Líndal f.h. lóðarhafa að Heiðmörk 68 d eftir afstöðu skipulagsyfirvalda til byggingar stakstæðs bílskúrs á raðhúsalóð Heiðmerkur 68 a-d. Bílskúrinn er 83 m2 að stærð og rúmar auk bílskúrs gestarými með baðherbergi. Samræmi er í útliti og efnisnotkun bílskúra og raðhúsa, enda sömu arkitektar höfundar teikninga. Samþykki allra meðlóðarhafa fylgir, sem og samþykki lóðarhafa að Heiðmörk 72, 53 d og fleiri.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila fyrirspyrjanda að leggja inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi til byggingar bílskúrs á lóð Heiðmerkur 68 d.

4.Grenndarstöð við Heiðarbrún

2208248

Hveragerðisbær hefur hug á að koma upp grenndarstöðvum til móttöku sorps í vestur- og austurhluta bæjarins. Grenndarstöðvarnar eru hugsaðar fyrir sorp sem erfitt er að flokka heimafyrir eins og textíl og gler. Ekki er um að ræða hefðbundið heimilissorp sem getur valdið lyktarmengun og verða grenndarstöðvar skýldar fyrir umhverfi með gróðri.

Umsókn um framkvæmdaleyfi frá umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar barst 30. ágúst 2022 fyrir grenndarstöð á bílastæði á bæjarlandi við Heiðarbrún. Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt í samræmi við 1.mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 nágrönnum að Heiðarbrún 1, 2, 3, 5, 7, og 20 auk Lækjarbrúnar 17-33 frá 13. september til 10. október 2022. Engar athugasemdir bárust.
Til kynningar.

5.Edenreitur - minnisblað skipulagsfulltrúa

2210079

Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2022 lagt fram. Borið hefur á því að þónokkrar framkvæmdir og notkun íbúa á sameiginlegum rýmum á svokölluðum Edenreit, við Aldinmörk og Edenmörk, eru hvorki í samræmi við skilmála deiliskipulags né í samræmi við samþykktar aðalteikningar af íbúðauppbyggingunni.

Hafa nokkrir íbúar haft samband við skipulagsfulltrúa til þess að fá skýr svör frá Hveragerðisbæ um heimildir íbúa til notkunar á sameiginlegum rýmum og sérafnotaflötum. Auk þessa hafa áhyggjur af frágangi við lóðamörk verið reifaðar.
Skipulags og mannvirkjanefnd skorar á stjórn húsfélags Aldinmarkar og Edenmarkar að bregðist við ábendingum sem fram koma í minnisblaði skipulagsfulltrúa dags. 28. október 2022 og gera tilheyrandi úrbætur.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?