Skipulags- og mannvirkjanefnd
Dagskrá
Arnar Ingi Ingólfsson setti fund, sem haldinn var að Breiðumörk 20 og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.
1.Þórsmörk 7 fyrirspurn um stækkun
2206090
Skipulagsfulltrúa barst þann 10. júní 2022 fyrirspurn um stækkun á húsi á lóð Þórsmerkur 7. Stækkun einbýlis er um 20 m2 og er í SV-kverk sem snýr inn að garði og er inndregin frá götu skv. meðfylgjandi teikningum frá Arkþing. Stækkunin er innan heimilaðs nýtingarhlutfalls í gildandi deiliskipulagi.
Skipulags og mannvirkjanefnd tekur undir niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. júní 2022 þar sem segir að lagt er til að sveitarstjórn geti samþykkt byggingarleyfi í samræmi við 3.mgr. 43. gr. skipulagslaga berist byggingarleyfisumsókn í samræmi við fyrirspurn og á grundvelli heimildar 3. mgr. 43. gr skipulagslaga nr 123/2010 sem heimilar sveitarstjórn við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfa að vikið sé frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
2.Laufskógar 31 - umsókn um fjölgun bílastæða á lóð
2205039
Umsókn dags. 17. apríl 2022 um nýtt bílastæði á lóð Laufskóga 31 barst skipulagsfulltrúa. Núverandi bílastæði er staðsett í NA enda lóðar með innkeyrslu yfir gangstétt, sem aðeins er öðru megin götu. Nýtt bílastæði er sýnt á teikningu og ljósmynd í SA enda lóðar og sótt er um að rjúfa annað skarð í gangstétt vegna þess. Bílastæðið er þegar gert og samsvarar breidd þess a.m.k. breidd tveggja bílastæða.
Skipulags og mannvirkjanefnd tekur undir niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2022 um að öryggi gangandi vegfarenda muni skerðast með fjölgun bílastæða og innkeyrslna inn á lóðir og synjar því umsókninni.
3.Austurmörk 14 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
2204464
Málið var áður tekið fyrir á 214. fundi skipulags og mannvirkjanefndar. Umsóknin er um breytingu á deiliskipulagi miðsvæðis Austurmarkar, Sunnumarkar og Mánamarkar, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 14. desember 2017, vegna Austurmarkar 14. Breytingartillagan felst í að komið verði fyrir 9 almennum hleðslustæðum fyrir rafbíla á bílastæðum með aðkomu frá Sunnumörk. Bílastæðin ná að hluta til út fyrir lóðamörk og rjúfa göngustíg sem áformaður er meðfram Sunnumörk skv. gildandi deiliskipulagi.
Fyrri nefnd óskaði eftir frekari gögnum sem borist hafa í formi nýrrar tillögu. Ný tillaga sýnir tilfærslu á bílastæðum þannig að göngustíg er komið fyrir innan við hleðslustæði. Hjólastígur er sýndur á milli bílastæða og götu sem skapar hættu þegar bílar þvera hjólastíg til að komast í hleðslustæði á stórum kafla. Tillagan útheimtir auk þess stækkun á lóð og breytingu á bílastæðaviðmiðum deiliskipulags.
Fyrri nefnd óskaði eftir frekari gögnum sem borist hafa í formi nýrrar tillögu. Ný tillaga sýnir tilfærslu á bílastæðum þannig að göngustíg er komið fyrir innan við hleðslustæði. Hjólastígur er sýndur á milli bílastæða og götu sem skapar hættu þegar bílar þvera hjólastíg til að komast í hleðslustæði á stórum kafla. Tillagan útheimtir auk þess stækkun á lóð og breytingu á bílastæðaviðmiðum deiliskipulags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
4.Nýtt íbúðarsvæði ÍB15, tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
2109069
Málið var á dagskrá 212. fundar nefndarinnar þar sem skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs íbúðarsvæðis ÍB15 hefði verið auglýst. Athugasemdafrestur var til 22. apríl. Ein athugasemd barst frá Hermanni Ólafssyni dags 28. mars 2022. Málið var einnig á 214. fundi nefndarinnar þar em athugasemdin var kynnt.
Athugasemd kynnt.
5.Sveitarfélagið Ölfus - ósk um umsögn aðalskipulags
2205002
Sveitarfélagið Ölfus samþykkti þann 31. mars nýtt aðalskipulag Ölfus 2020-2036 til auglýsingar. Með bréfi dags. 19. apríl barst beiðni frá sveitarfélaginu um umsögn Hveragerðisbæjar vegna aðalskipulagsins. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 18. maí 2022. Fráfarandi skipulags og mannvirkjanefnd Hveragerðisbæjar óskaði eftir framlengdum fresti til umsagnar aðalskipulags sveitarfélagsins Ölfus ásamt því að óska eftir fundi með forsvarsmönnum sveitarfélagsins um málið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Hveragerðisbæjar ítrekar fyrri beiðni um framlengdan frest til umsagnar aðalskipulags og ósk um fund með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. Jafnframt óskar nefndin eftir góðu samstarfi um sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna.
6.Árhólmar 1 þjónustumiðstöð - deiliskipulagsbreyting
2206103
Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Árhólma vegna þjónustumiðstöðvar við Árhólma 1. Breytingin felst í auknu byggingarmagni þjónustumiðstöðvar innan núverandi byggingareitar úr 350 m2 í 950 m2. Skilmálar eru um gerð og yfirbragð byggingar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árhólma, vegna Árhólma 1, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í samræmi við skilmála aðalskipulags Hveragerðisbæjar 2017-2029 fyrir reit VÞ1 Árhólma er lögð áhersla á að uppbygging á svæðinu takmarki ekki ferðafrelsi almennings og að öll uppbygging falli vel að umhverfinu. Áhersla er lögð á lágreista, samþjappaða byggð þar sem hugað er að heildaryfirbragði í vistvænum anda, aðlögun að landi og hvergerðíska ásýnd, til að mynda með notkun glerbygginga í anda gróðurhúsa.
Í samræmi við skilmála aðalskipulags Hveragerðisbæjar 2017-2029 fyrir reit VÞ1 Árhólma er lögð áhersla á að uppbygging á svæðinu takmarki ekki ferðafrelsi almennings og að öll uppbygging falli vel að umhverfinu. Áhersla er lögð á lágreista, samþjappaða byggð þar sem hugað er að heildaryfirbragði í vistvænum anda, aðlögun að landi og hvergerðíska ásýnd, til að mynda með notkun glerbygginga í anda gróðurhúsa.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:24.
Getum við bætt efni síðunnar?