Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

151. fundur 04. maí 2016 kl. 17:30 - 19:30
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Eyjólfur K. Kolbeins varaformaður
  • Björn Kjartansson
  • Daði Steinn Arnarsson
  • Davíð Ágúst Davíðsson
Starfsmenn
  • Oddur Hermannsson Landform
  • Svanhildur Gunnlaugsdóttir Landform
  • Guðmundur Valur Guðmundsson Vegagerðin
  • Halldór Ásgeirsson Brunavörnum Árnessýslu
  • Guðmundur F. Baldursson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerða við fundarboðun.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Heiti máls: Deiliskipulag Hraunbæjarhverfis, tillaga að óverulegri breytingu.

Lýsing
Málið var á dagskrá148. fundar nefndarinnar þar sem lagt var til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hraunbæjarhverfis. Í breytingunni felist að 7 lóðir syðst í hverfinu stækki um allt að 8 metra til suðurs. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjarhverfis gerð af Landform ehf. dags. 22.01.2016. Í breytingunni felst að 7 lóðir syðst í hverfinu stækki um allt að 8 metra til suðurs.

Málið var á dagskrá 149. fundar nefndarinnar og var vísað í grenndarkynningu. Grenndarkynning hefur farið fram. Frestur til að gera athugasemdir við breytingartillöguna var til 10. mars sl. Athugasemd barst frá eigendum einnar fasteignar af samtals 21 fasteign á viðkomandi svæði en þeir telja sig ekki þurfa á stærri lóð að halda.

Afgreiðsla
Þar sem nær allir lóðarhafar á svæðinu gera ekki athugsemdir við breytingartillöguna og teljast því samþykkir henni þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.

Nr. 2
Málsnr. 201602705857
Heiti máls: Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 - Verksstaða.

Lýsing
Samningur við Landform ehf um skiplagsráðgjöf var undirritaður 29. mars sl.

Svanhildur gerði grein fyrir stöðu skipulagsvinnunnar.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fyrstu drög aðalskipulagstillögu verði kynnt á almennum íbúafundi þann 26. apríl nk. í samræmi við 8. kafla skipulagslýsingar sem fjallar m.a. um almenna kynningu.

Nr. 3
Málsnr. 201603145862
Heiti máls:  Breikkun Suðurlandsvegar, Hveragerði - Selfoss

Lýsing
Lagt fram minnisblað fundar dags. 10.03.2016 þar sem fulltrúar Vegagerðarinnar gerðu bæjarstjóra og skipulag- og byggingarfulltrúa grein fyrir fyrirhugaðri breikkun Hringvegar frá Kömbum að Biskipstungnabraut. Hannaður verður 2+2 vegur með aðskildum aksturstefnum og vegamótum á plani. Veglína verður í samræmi við mat á umhverfisáhrifum og gildandi aðalskipulag. Gert er ráð fyrir að undirbygging vegarins og breiddir miði allar við 2+2 veg slitlög og yfirborðslög verði byggð sem 2+1 vegur. Gert verður ráð fyrir svæði fyrir mislæg vegamót í framtíðinni. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir frá haustinu 2017 til ársins 2021.

Afgreiðsla
Guðmundur Valur Guðmundsson, Vegagerðinni, verkefnisstjóri framkvæmdarinnar gerði grein fyrir málinu.

Nr. 4
Málsnr. 201603225866
Heiti máls: Þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Lýsing
Þann 16. mars sl. var samþykkt á Alþingi þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026. Stefnan varðar m.a. byggðaþróun í þéttbýli og dreifbýli. Sett eru fram sjónarmið og áherslur í skipulagsmálum, til útfærslu í skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Helstu leiðarljós eru að skipulag byggðar og landnotkunar stuðli að sjálfbærri þróun, sé sveigjanlegt og stuðli að seiglu gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum, stuðli að lífsgæðum fólks og styðji samkeppnishæfni landsins alls og einstakra landshluta. Sveitarfélög skulu m.a. huga vel að heilstæðu byggðamynstri, gæðum byggðar, öflugum innviðum, ferðaþjónustu, samgöngum og tryggum fjarskiptum í sátt við náttúru og umhverfi, sjálfbærri nýtingu orkulinda og skipulagi m.t.t. náttúruvár og loftlagsbreytinga. Sveitarfélög skulu byggja á landsskipulagsstefnu við gerð aðalskipulags.

Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar

Nr. 5
Málsnr. 201602505854
Heiti máls: Heiðmörk 53, bílskúr, breytingar á notkun, útliti og innra skipulagi. 
Þjóðskr. nr.
8716-01-35730750
Teg. bygg. Bílskúr
Eigandi Pétur Ingi Frantzson kt. 060355-4609 Heiðmörk 53 810 Hveragerði. Stærðir 63,7 m2 250.0 m3
Hönnuður Sigurður Þ Jakobsson kt.100745-6589

Lýsing
Lögð fram umsókn, dags. 30.01.2016, um byggingarleyfi fyrir breytingum á notkun, útliti og innra skipulagi bílskúrs á lóðinni Heiðmörk 53 skv. meðfylgjandi aðaluppdrætti. Fyrirhugað er að nota bílskúrinn sem íbúðarrými og geymslu.

Málið var á dagskrá 149. fundar nefndarinnar og var vísað í grenndarkynningu. Grenndarkynning hefur farið fram. Frestur til að gera athugasemdir var til 10. mars sl. Engar athugasemdir voru gerðar eftir að aðaluppdrætti var breytt til samæmis við ábendingar nágranna.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir fyrirhugaðri framkvæmd.

Nr. 6
Málsnr. 201603675863
Heiti máls: Varmahlíð 17, gistiheimili, umsókn um byggingarleyfi.
Þjóðskr.nr.
8716-0191130390
Teg. bygg.
Atvinnuhús (skrifstof, verslun, gisthús)
Eigandi Sigfríður Sigurgeirsdóttir 100458-3579 Varmahlíð 15, 810 Hveragerði. Stærðir 197,1 m3 811,7 m3 
Hönnuður Arnar Ingi Ingólfsson 140181-4639

Lýsing
Lögð fram umsókn, dags. 7.03.2016, frá Sigfríði Sigurgeirsdóttur Varmahlíð 15, um byggingarleyfi fyrir gistiheimili á lóðinni Varmahlíð 17 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum.

Lóðin er í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag er ekki til staðar en skv. aðalskipulagi er hún íbúðarlóð.

Afgreiðsla
Að mati nefndarinnar víkur fyrirhuguð notkun óverulega frá samþykktri landnotkun og leggur hún því til við að bæjarstjórn að framkvæmdin og fyrirhuguð notkun verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 7
Málsnr. 201603285864
Heiti máls: Breiðamörk 25 "Þinghúsið" breytingar á innra skipulagi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-13530250
Teg. bygg. Atvinnuhús (skrifst, verslun, gistihús)
Eigandi Frost og Funi ehf 690708-0940 Breiðamörk 25, 810 Hveragerði. Stærðir 808.2 m2 2831.0 m3
Hönnuður Guðjón Þórir Sigfússon 0201623099

Lýsing
Lögð fram umsókn dags. 01.04.2016 um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi matshluta 01 að Breiðumörk 25 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum. Á 1. hæð er salur kaffihús en farfuglaheimili á 2. hæð.

Húsið nýtur hverfisvendar sk.v aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Nr. 8
Málsnr. 20160365865
Heiti máls: Breiðamörk 22, fasteign 221-0110, breyting á notkun og innra skipulagi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-13530220
Teg. bygg. Atvinnuhús (skrifst, verslun, gistihús)
Eigandi Sigurbjörn Birgisson 0802623619 Fagrahvammi 810 Hveragerði. Stærðir 430.0 m2 1463.0 m3 
Hönnuður Guðjón Þórir Sigfússon 0201623099

Lögð fram umsókn dags. 22.03.2016 ásamt byggingarlýsingu og aðaluppdráttum dags. 21.03.2016, um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun og breytingum á innra skipulagi 2. hæðar þar sem áður var íbúð. Hæðin var áður nýtt sem íbúð en áformað er að nýta hana sem farfuglaheimili.

Lögð fram greinargerð aðalhönnuðar dags. 5. apríl 2016 þar sem fram kemur að engin lyfta er í húsinu. Óskað er eftir því að fá undanþágu frá kröfu um aðgengi fyrir alla á þeim grundvelli að um eldra húsnæði sé að ræða og að fram muni koma á heimasíðu og öðru kynningarefni farfuglaheimilisins að ekki sé unnt að taka á móti fólki í hjólastól. Markhópur farfuglaheimilisins er fyrst og fremst ungt fólk sem ferðast um með bakpoka og nota rútur á leið sinni um Ísland ásamt öðrum sem eru að leita að ódýrri gistingu. Gistimöguleikar í Hveragerði fyrir hreyfihamlaða eru til staðar. Hins vegar er eftirspurn eftir gististað sem þessum í Hveragerði og ætti því opnun farfuglaheimilisins að vera svar við þeirri eftirspurn og viðbót við aðra möguleika á gistingu.

Afgreiðsla 
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Nr.9
Málsnr. 201512285842
Heiti máls: Heiðmörk 27, umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun og breyttu útliti og innra skipulagi.


Lýsing
Málið var á dagskrá 148. og 150. fundi nefndarinnar og var afgreiðslu þess frestað.

Lagt fram bréf frá Byggingarfélaginu Landsbyggð ehf. dags. 20. desember 2015, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að breyta notkun íbúðarhússins Heiðmörk 27 í gistiheimili.

Lagðir fram breyttir aðaluppdrættir gerðir af Arnari Inga Ingólfssyni dags. 28.03.2016 sem sýna fyrirhugaðar breytingar á þ.m.t nýtt 36,9 m2 notarými í kjallara. Samtals stærð hússins er 232,3 m2 og 768,8 m3. Nýtingarhlutfall er 0,36.

Málinu var vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir var til 4. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Aðgengi að húsinu og að a.m.k. einu gistiherbergi skal uppfylla reglur um aðgengi allra. Að þeirri kröfu uppfylltri leggur nefndin til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrri áfromaðri notkun og breytingu á húsinu. 

 

 

 



 

Getum við bætt efni síðunnar?