Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

152. fundur 03. maí 2016 kl. 17:30 - 18:40
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Eyjólfur K. Kolbeins varaformaður
  • Björn Kjartansson
  • Daði Steinn Arnarsson
  • Valdimar Ingvason sem mætti í forföllum Davíðs Ágústs Davíðssonar.
Starfsmenn
  • Oddur Hermannsson Landform
  • Halldór Ásgeirsson Brunavörnum Árnessýslu
  • Guðmundur F. Baldursson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Mál fyrir fundi
Nr. 1
Málsnr. 20151035832

Heiti máls:  Brattahlíð-Klettahlíð, nýtt deiliskipulag.

Lýsing
Málið var á dagskrá 149. fundar nefndarinnar þar sem lagt var til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af götunum Brattahlíð, Laufskógar, Klettahlíð og Þverhlíð, gerð af Landform ehf. dags. 26.01.2016. ásamt lýsingu og skipulags- og byggingarskilmálum. verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst. Frestur til að gera athugasemdir var til 12. apríl. sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Nr. 2
Málsnr. 201602705857
Heiti máls Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 – Verksstaða.

Lýsing
Svanhildur gerði grein fyrir stöðu skipulagsvinnunnar.

Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.

Nr. 3
Málsnr. 201603695861
Heiti máls Dalsbrún 35, sólstofa, umsókn um byggingarleyfi.
Þjóðskr.nr. 17130330
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Finnur Jóhannsson 2010474209 Dalsbrún 35 810 Hveragerði Stærðir 160.1 m2 527.0 m3
Hönnuður Kjartan Sigurbjartsson 1902755319

Lýsing
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dags. 1. mars 2016, fyrir sólstofu við parhúsaíbúðina Dalsbrún 35 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum. Stærð sólstofu er 17,2 m2 og 54,0 m3.

Málið var á dagskrá 150. fundar nefndarinnar og var vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið hefur verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir var til 10. apríl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Nr. 4
Málsnr. 201605215868
Heiti máls Austurmörk 13, viðbygging, umsókn um byggingarleyfi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-05330130
Teg. bygg. Atvinnuhús (skrifst,verslun,gistihús)
Eigandi Bílaverkstæði Jóhanns ehf. 550302-3140 Lyngheiði 14 810 Hveragerði Stærðir 60.0 m2 165.3 m3
Hönnuður Sigurður Þ Jakobsson 1007456589

Lýsing
Lögð inn umsókn dags. 2, maí 2016 um byggingarleyfi fyrir 2ja hæða viðbyggingu við athafnahús á lóðinni Austurmörk 13 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum. Grunnflötur viðbyggingar er 30,0 m2 og báðar hæðir hennar samtals 60,0 m2 og 165,3 m3. Samtals stærð beggja hæða hússins eftir breytingu er 559,6 m2 og 2.149,9 m3. Lóðarstærð er 1.231,0 m2. Nýtingarhlutfall eftir breytingu er 0,45.

Lóðin er á deiliskipulögðu svæði og fer viðbyggingin út fyrir byggingarreit.

Afgreiðsla
Að mati nefndarinnar er um óverulegt frávik að ræða frá gildandi deiliskipulagi hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, sem varðar ekki hagsmuni nágranna. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Nr. 5
Málsnr. 201604875867
Heiti máls Hraunbær 4, umsókn um leyfi fyrir garðhúsi og skjólvegg.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Ólafi Jósefssyni og Steinunni S. Gísladóttur Hraunbæ 4, dags. 3. apríl 2016 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja niður 8,8 m2 smáhýsi og skjólvegg á lóðinni Hraunbær 2-4 skv. meðfylgjandi lóðarblaði. Skv. deiliskipulagi Hraunbæjarhverfis þarf leyfi bæjarstjórnar fyrir smáhýsum á lóðum. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa að Hraunbæ 2 og Hraunbæ 43.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umbeðið leyfi verði veitt.

Nr. 6
Málsnr. 20160555869
Heiti máls Þelamörk 62, nýr leikskóli.

Lýsing
Lögð fram til kynningar grunnmynd og lóðaruppdráttur, á vinnslustigi, af 6 deilda leikskóla sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Þelamörk 62. Gert er ráð fyrir að húsið verði steinsteypt, einangrað og klætt að utan með „Steni” klæðningu eða sambærilegu efni. Þak verður að mestu leyti pappaklætt holplötuþak (steinsteypa). Loftræsikerfi verður í manngengu þakrými yfir miðhluta hússins. Í húsinu verður framleiðslueldhús þar sem framleiða má mat fyrir allt að 300 manns. Flatarmál byggingarinnar verður um 1.050 m2. Húsið er hannað af Ask arkitektum og lóðin af Landhönnun ehf.


Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?