Skipulags- og mannvirkjanefnd
Eyjólfur K. Kolbeins setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.
Mál fyrir fundi
Nr. 1
Málsnr. 201602705857
Heiti máls Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 – Verksstaða.
Lýsing
Svanhildur gerði grein fyrir stöðu skipulagsvinnunnar.
Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.
Nr. 2
Málsnr. 201605435870
Heiti máls Smyrlaheiði 52, umsókn um leyfi til að fara út fyrir byggingarreit.
Lýsing
Lagt fram bréf frá Arnari Inga Ingólfssyni aðalhönnuði, f.h. lóðarhafa, þar sem farið er fram á heimild til þess að fyrirhugað einbýlishús að Smyrlaheiði 52 fari um 2,5 m út fyrir byggingarreit til norðvesturs skv. meðfylgjandi grunn- og útlitsmynd.
Afgreiðsla
Skv. deiliskipulagi, er gert ráð fyrir gatnamótum á móts við norðvesturhorn lóðarinnar Smyrlaheiði 52. Að mati nefndarinnar þarf að huga vel að öryggissjónarmiðum ef leyfa á byggingu nær gatnamótunum en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Nefndin leggur til að hönnuður rökstyðji betur tillögu sína eða kanni möguleika á að koma sambærilegu húsi fyrir innan byggingarreits.
Nr. 3
Málsnr. 201603675863
Heiti máls Varmahlíð 17, gistiheimili, umsókn um byggingarleyfi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-91130390
Teg. bygg. Atvinnuhús (skrifst,verslun,gistihús)
Eigandi Sigfríður Sigurgeirsdóttir 1004583579 Varmahlíð 15 810 Hveragerði Stærðir 197.1 m2 811.7 m3
Hönnuður Arnar Ingi Ingólfsson 1401814639
Lýsing
Lögð fram umsókn, dags. 7.03.2016, frá Sigfríði Sigurgeirsdóttur Varmahlíð 15, um byggingarleyfi fyrir gistiheimili á lóðinni Varmahlíð 17 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum. Lóðin er í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag er ekki til staðar en skv. aðalskipulagi er hún íbúðarlóð.
Málið var á dagskrá 151. fundar nefndarinnar og var því vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd var til 6. maí 2016. Athugasemd, dags. 2.05.2016 barst frá lóðarhafa lóðarinnar Hverahlíð 14 þar sem farið er fram á að reist verði girðing á milli lóðanna Varmahlíð 17 og Hverahlíð 14, sambærilegri þeirri girðingu sem er á milli lóðanna Varmahlíð 15 og Hverahlíð 12. Girðingin muni að mestu koma í veg fyrir ónæði vegna gistiheimilisins. Lóðarhafi Hverahlíðar 14 er tilbúinn til að taka þátt í eðlilegum kostnaði við gerð girðingarinnar.
Afgreiðsla
Nefndin telur eðlilegt að tekið verði tillit til framkominnar athugasemdar og leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir byggingu gistiheimilisins.
Nr. 4
Málsnr. 201605555872
Heiti máls Þelamörk 62, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýjum leikskóla.
Þjóðskr.nr. 8716-01-9533-0620
Teg. bygg. Annað
Eigandi Hveragerðisbær 6501694849 Sunnumörk 2 810 Hveragerði Stærðir 1143.6 m2 4000.0 m3
Hönnuður Sigurlaug Sigurjónsdóttir 0607678319
Lýsing
Málið var á dagskrá 152. fundar nefndarinnar.
Lögð fram umsókn dags. 6.06.2016 um byggingarleyfi fyrir nýjum leikskóla að Þelamörk 62 í Hveragerði skv. aðaluppdráttum gerðum af Ask Arkitektum. Aðalhönnuður er Sigurlaug Sigurjónsdóttir Ask arkitektum. Hermann Ólafsson Landhönnun er hönnuður lóðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir meðfylgjandi uppdráttum.
Afgreiðsla
Lóðin hefur verið stækkuð óverulega til suðurs en að mati nefndarinnar er fyrirhuguð framkvæmd að öðru leyti í samræmi við deiliskipulag. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.
Nr. 5
Málsnr. 201605795873
Heiti máls Lækjarbrún 26-33, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymsluhúsi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-58230260
Teg. bygg. Bílskúr
Eigandi Eigendur fasteigna að Lækjarbrún 23, 32 og 33 Lækjarbrún 33 810 Hveragerði Stærðir 113.4 m2 381.1 m3 Hönnuður Jón Friðrik Matthíasson 0211715069
Lýsing
Lögð fram umsókn, dags. 6.06.2016, um byggingarleyfi fyrir bílgeymsluhúsi að Lækjarbrún 26-33. Fjórar bílgeymslur verða í húsinu en áformað er að byggja það í tveimur áföngum. Ein bílgeymsla verður byggð síðar. Umsækjendur eru Sigfús G. E. Skúlason, Lækjarbrún 26, Sigríður G. Christensen Lækjarbrún 32 og Jón B. Björgvinsson Lækjarbrún 33. Jóhann Gíslason, Lækjarbrún 27, sem einnig er handhafi byggingarréttar hyggst ekki byggja sinn hluta hússins að þessu sinni. Byggingarfulltrúi hefur gert honum grein fyrir umræddum byggingaráformum og gerir hann ekki athugasemdir við þau.
Afgreiðsla
Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir henni.
Nr. 6
Málsnr. 201606285874
Heiti máls Hverahlíð 13, viðbygging, umsókn um byggingarleyfi
Þjóðskr.nr. 8716-01-44730130
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Sonja Gíslunn Þórarinsdóttir 1102573769 Löngulínu 2 210 Garðabær Stærðir 61.4 m2 202.6 m3
Hönnuður Anne Bruun Hansen 2703692439
Lýsing
Málið var á dagskrá 150. fundar nefndarinnar.
Lagðir fram breyttir aðaluppdrættir þar sem nú er áformuð viðbygging við núverandi íbúðarhús. Viðbyggingin samanstendur af gestahúsi sem þú þegar er búið að samþykkja og tengibyggingu á milli gestahúss og núverandi byggingar. Stærð íbúðarhúss á lóð eftir stækkun verður 148,2 m2 og 480,6 m3. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,27.
Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.
Nr. 7
Málsnr. 201606155875
Heiti máls Breiðamörk 16, lítið færanlegt hús á lóð.
Þjóðskr.nr. 8716-01-13530160
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Guðrún Erna Jónsdóttir 1610423319 Breiðumörk 16 810 Hveragerði Stærðir 35.0 m2 80.0 m3
Hönnuður Ótilgreindur.
Lýsing
Lagt fram bréf frá Guðrúnu Ernu Jónsdóttur og Birgi H Oddsteinssyni, Breiðumörk 16, þar sem þau óska eftir leyfi til að staðsetja u.þ.b 35 m2 færanlegt timburhús á lóðinni Breiðumörk 16. Húsið verður staðsett innan reits sem sýndur er á meðfylgjandi afstöðumynd. Húsið verður nýtt til íbúðarnotkunar. Lóðin Breiðamörk 16 er verslunar- og þjónustulóð skv.gildandi aðalskipulagi en hefur verðið nýtt sem íbúðarlóð. Lítil hús innan við 40 m2 eru undanþegin byggingarleyfi sbr. i lið byggingarreglugerðar séu þau í samræmi við deiliskipulag. Lóðin Breiðamörk 16 er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag er ekki til staðar.
Afgreiðsla
Nefndin telur að málið þarfnist nánari skoðunar og frestar þvi afgreiðslu þess til næsta fundar.
Nr. 8
Málsnr. 201605405871
Heiti máls Breiðamörk 25a, umsókn um breytta notkun húsnæðis.
Lýsing
Lagt fram bréf frá Soffíu Theodórsdóttur dags. 24.05.2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir breyttri notkun fasteignar nr. 01 0101, fastanúmer 277-373 í fjöleignahúsinu Breiðamörk 25a. Samþykkt notkun húsnæðisins er verslun og þjónusta en áformað er að nýta fasteignina sem íbúð. Meðfylgjandi er riss sem sýnir fyrirhugað innra skipulag íbúðarinnar.
Skv. aðalskipulagi er fasteignin á verslunar- og þjónustulóð. Í húsinu eru átta fasteignir. Sjö þeirra eru samþykktar sem íbúðir.
Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt en bendir á að skv. lögum um fjöleignarhús þarf samþykki allra eigenda í húsinu fyrir breyttri hagnýtingu séreigna.
Nr. 9
Málsnr. 201606845876
Heiti máls Varmahlíð 6, gistiheimili.
Lýsing
Lagt fram bréf frá Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili þar sem farið er fram á leyfi til að nota húsið Varmahlíð 6 sem gistiheimili. Húsið hefur verið notað fyrir starfsmenn Áss um árabil. Lóðin Varmahlíð 6 er íbúðarlóð skv. aðalskipulagi. Umráðendur aðliggjandi lóða eru Grund, hjúkrunarheimili og Dvalarheimilið Ás.
Afgreiðsla
Að mati nefndarinnar varðar breytt notkun hússins ekki hagsmuni annarra en eiganda þess og tengdan aðila. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.