Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

154. fundur 06. september 2016 kl. 17:30 - 19:20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Eyjólfur K. Kolbeins varaformaður
  • Björn Kjartansson
  • Daði Steinn Arnarsson
  • Davíð Ágúst Davíðsson var fjarverandi
Starfsmenn
  • Oddur Hermannsson Landform
  • Svanhildur Gunnlaugsdóttir Landform
  • Haukur Grönli Brunavörnum Árnessýslu
  • Halldór Ásgeirsson Brunavörnum Árnessýslu
  • Guðmundur F. Baldursson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Eyþór vék af fundi við afgreiðslu 12. liðar fundargerðarinnar.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201602705857
Heiti máls Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 – Verksstaða.

Lýsing
Svanhildur gerði grein fyrir stöðu skipulagsvinnunnar. Stefnt er að því að kynning á lokadrögum aðalskipulagstillögu fari fram í nóvember nk. í samræmi við tímasetningu í skipulagslýsingu og er þriðjudagurinn 22. nóvember líklegur fundardagur.

Afgreiðsla
Málið lagt fram til kynningar og umræðu um einstaka þætti aðalskipulagsins.

Nr. 2
Málsnr. 20160915881
Heiti máls: Breikkun Hringvegar frá Hveragerði að Selfossi, minnisblað skipulagsráðgjafa.

Lýsing
Lagt fram minnisblað fundar fulltrúa Hveragerðisbæjar og Vegagerðarinnar, sem haldinn var 8. júlí sl. um breikkun Hringvegar frá Kömbum að Biskupstungnabraut. Hönnun verksins hefur verið boðin út og átti Mannvit verkfræðistofa lægsta tilboðið í verkið. Á fundinum var m.a. rætt um hönnunarforsendur og fyrirhuguð landakaup Vegagerðarinnar vegna framkvæmdarinnar. Fulltrúar Hveragerðis lögðu áherslu á að Vegagerðin gætti hagsmuna Hveragerðisbæjar hvað varðar land á milli helgunarsvæðis nýja þjóðvegarins og núverandi byggðar. Athygli var vakin á því að landnotkun Hveragerðisbæjar muni nýtist best ef helgunarsvæði þjóðvegar og Búrfellslínu 2, skarast sem mest. Vegagerðin áformar að leggja veg samhliða þjóðvegi frá gatnamótum við Ölfusborgir og austur úr. Fulltrúar Hveragerðisbæjar lögðu áherslu á að sá vegur haldi áfram til vesturs og tengist Sunnumörk, með brú yfir Varmá. Rætt var um að gönguleiðir frá svæðunum sunnan þjóðvegar verði skipulagðar þannig að þær beini umferð að undirgöngum undir þjóðveginn og dragi þannig úr líkum á því að fólk gangi yfir hann við hringtorg á móts við Breiðumörk. Hjólaleið milli Hveragerðis og Selfoss verður lögð í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Skoða þarf betur hjólaleið upp Kamba en mögulega má nýta gamla Kambaveginn sem hjólaleið enda kemur hann niður þar sem undirgöngin eru í Kömbum. Vegurinn er skilgreindur sem reiðleið í aðalskipulagi Ölfuss, en mætti skilgreina sem reið- og hjólastígur.

Afgreiðsla
Nefndin tekur undir áherslur fulltrúa Hveragerðisbæjar, sem fram koma í minnisblaðinu, varðandi land á milli helgunarsvæðis nýja þjóðvegarins og núverandi byggðar og vegtengingu frá Sunnumörk og austur yfir Varmá og leggur til við bæjarstjórn að hún fylgi þeim málum vel eftir í viðræðum við Vegagerðina.

Nr. 3
Málsnr. 201609165882
Heiti máls Edenlóðin, aðal- og deiliskipulag.

Lýsing
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 15. ágúst sl. um Edenlóðina, Austurmörk 25. Þar er vakin athygli á skorti á lóðum fyrir smærri íbúðir og að á Eden lóðinni megi hæglega koma fyrir fjölda smærri íbúða ásamt verslun og þjónustu. Bæjarstjóri leggur til að skipulags- og mannvirkjanefnd verði falið að hefja nú þegar vinnu við breytingu á aðalskipulagi, samhliða breytingu á deiliskipulagi sem tæki til reitsins er afmarkast af Reykjamörk, Þelamörk, Grænumörk og Austurmörk. Á fundi bæjarráðs þann 18. ágúst sl. var tillaga bæjarstjóra samþykkt. Bæjarráð lagði áherslu á að á reitnum verði byggðar íbúðir sem einkum koma til móts við þarfir ungs fólks og leigjendur. Jafnframt yrði heimiluð uppbygging á verslun, þjónustu og landbúnaði í samræmi við núverandi starfssemi á reitnum og að ný byggð falli vel að núverandi byggð.

Afgreiðsla
Nefndin tekur undir tillögu bæjarráðs og telur eðlilegt að tekið verði tillit til hennar í yfirstandandi endurskoðun aðalskipulagsins og að vinna við deiliskipulag reitsins fari fram samhliða aðalskipulagsgerðinni.

Nr. 4
Málsnr. 201606155875
Heiti máls Breiðamörk 16, lítið færanlegt hús á lóð.
Þjóðskr.nr. 8716-01-13530160
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Guðrún Erna Jónsdóttir 1610423319 Breiðumörk 16 810 Hveragerði Stærðir 35.0 m2 80.0 m3
Hönnuður Ótilgreindur.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Guðrúnu Ernu Jónsdóttur og Birgi H Oddsteinssyni, Breiðumörk 16, þar sem þau óska eftir leyfi til að staðsetja u.þ.b 35 m2 færanlegt timburhús á lóðinni Breiðumörk 16. Húsið verður staðsett innan reits sem sýndur er á meðfylgjandi afstöðumynd. Húsið verður nýtt til íbúðarnotkunar. Lóðin Breiðamörk 16 er verslunar- og þjónustulóð skv.gildandi aðalskipulagi en hefur verðið nýtt sem íbúðarlóð. Lítil hús innan við 40 m2 eru undanþegin byggingarleyfi sbr. i lið byggingarreglugerðar séu þau í samræmi við deiliskipulag. Lóðin Breiðamörk 16 er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag er ekki til staðar. Málið var á dagskrá 153. fundar nefndarinnar og var afgreiðslu þess þá frestað til næsta fundar þar sem nefndin taldi það þarfnast nánari skoðunar.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málið fari í grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 5
Málsnr. 201607615877
Heiti máls Þelamörk 5, bílskúr, umsókn um byggingarleyfi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-95330340
Teg. bygg. Bílskúr
Eigandi Þorsteinn Sveinsson 0502644759 Þelamörk 5 810 Hveragerði Stærðir 59.4 m2 185.4 m3
Hönnuður Sigurður Þ Jakobsson 1007456589

Lýsing
Lögð fram umsókn dags. 3.07.2016 um byggingarleyfi fyrir bílskúr. Umsækjendur eru Þorsteinn Sveinsson og Margrethe K. D. Olsen, Þelamörk 5, 810 Hveragerði. Áformað er að byggja bílskúrinn á lóðarmörkum lóðarinnar Þelamörk 7 og um 3,0 metra frá lóðarmörkum raðhúsalóða við Heiðmörk 8 og 10. Nýtingarhlutfall lóðar eftir fyrirhugaðar framkvæmdir verður 0,23. Lóðin Þelamörk 5 er í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur grenndarkynnt fyrirhugaða framkvæmd. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 2. ágúst sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Að mati nefndarinnar er fyrirhuguð framkvæmd í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Nr. 6
Málsnr. 201608675879
Heiti máls Laugaskarð, breytingar á innra skipulagi og viðbyggingar við sundlaugarhús.
Þjóðskr.nr. 5553-7600
Teg. bygg. Annað
Eigandi Hveragerðisbær 6501694849 Sunnumörk 2 810 Hveragerði Stærðir 539.8 m2 1601.1 m3
Hönnuður Hrefna Björg Þorsteinsdóttir 1802675819

Lýsing
Lögð fram umsókn dags. 22. ágúst 2016, um byggingarleyfi fyrir breytingum og viðbyggingum við sundlaugarhús í Laugaskarði skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Arkibúllunni ehf. Framkvæmdin felur í sér endurbætur á báðum hæðum hússins, endurbætur á bílastæðum og aðkomu að húsinu og nýja útiklefa í viðbyggingum. Verkið verður unnið í áföngum og í 1. áfanga verða gerðar breytingar á innra skipulagi 2.hæðar og komið fyrir lyftu á milli hæða.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Nr. 7
Málsnr. 201609485883
Heiti máls Austurmörk 22, eldsneytisbirgðatankar.
Þjóðskr.nr. 8716-01-05330220
Teg. bygg. Atvinnuhús (skrifst,verslun,gistihús)
Eigandi Skeljungur hf. 5902691749 Borgartúni 26 105 Reykjavík Stærðir 135.0 m2 140.0 m3
Hönnuður Ferill ehf. verkfræðistofa

Lýsing
Lögð fram umsókn frá Ferli verkfræðistofu dags. 15. ágúst sl. fyrir hönd Skeljungs hf. um leyfi til að koma fyrir nýjum eldsneytisbirgðatönkum í jörðu ásamt tilheyrandi lögnum, sand- og olíuskiljum og sýnatökubrunni skv. meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða tvo 60.000 lítra tanka fyrir bensín og díselolíu og einn 20.000 lítra tank fyrir vélaolíu. Núverandi tankar ásamt búnaði verða fjarlægðir. Lagðar fram umsagnir Vinnueftirlitsins dags. 18. ágúst, Heilbrigðiseftirlitsins dags. 1. september og Brunavarna Árnessýslu dags. 2. september sl. Brunavarnir Árnessýslu fara fram á minnisblað frá brunahönnuði um hvernig verði staðið að framkvæmdum, frágangi eldri tanka og staðfestingu á að helstu öryggisfjarlægðir séu í samræmi við gildandi byggingareglugerð og leiðbeiningar MVS. er að þessum málaflokki lúta. Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við framkvæmdina.

Afgreiðsla
Nefndin tekur undir ósk Brunavarna Árnessýslu að kallað verði eftir minnisblaði frá brunahönnuði. Að öðru leyti leggur nefndin til við bæjarstjórn að leyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Nr. 8
Málsnr. 201609175884
Heiti máls Sunnumörk 6, athafna- og íbúðarhús, umsókn um byggingarleyfi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-85730060
Teg. bygg. Atvinnuhús (skrifst,verslun,gistihús)
Eigandi Parketslíparinn ehf 4707050430 Lyngheiði 12 810 Hveragerði Stærðir 2738.8 m2 14267.5 m3
Hönnuður Arnar Ingi Ingólfsson 1401814639

Lýsing
Lögð fram umsókn dags. 2. september 2016, um byggingarleyfi fyrir tveimur húsum á lóðinni Sunnumörk 6 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum (ófullgerðum). Áformað er að byggja tvö hús á lóðinni auk bensínstöðvar sem þar er fyrir.

Annars vegar er um að ræða tveggja hæða þjónustu- og íbúðarhús. Á 1. hæð eru fjögur þjónustubil, tvö þeirra eru um 116 m2 en hin tvö eru um 190 m2. Á 2. hæð eru 12 íbúðir á bilinu 55-86 m2. Geymslur og sameiginlegt rými fyrir íbúðir er á 1. hæð. Lyfta er í húsinu. Gert er ráð fyrir að a.m.k. einni íbúð sem uppfylli kröfur um aðgengi allra. Neðri hæð er 758,1 m2 og efri hæð 863,6 m2. Húsið er því samtals 1.621,7 m2.

Hins vegar er um að ræða athafnahús (iðnaðarhús) með níu athafnabilum um 100 m2 hvert bil. Í hverju bili er auk þess um 50 m2 starfsmanna- og geymsluaðstaða á 2. hæð. 1. hæð er 810,2 m2 og 2. hæð 408,3. Húsið er því samtals 1.218,5 m2. Húsin bæði eru samtals 2.840,2 m2. Flatarmál lóðar er 5.349,6 m2. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er skv. aðaluppdráttum 0,53. Skv. deiliskipulagi má nýtingarhlutfall vera á bilinu 0,4-0,7.

Afgreiðsla
Nefndinni lýst vel á áform lóðarhafa um að byggja á lóðinni hús fyrir þjónustu- og athafnastarfssemi auk þess að byggja þar smærri íbúðir sem nefndin telur vanta á markað í Hveragerði. Nefndin kallar eftir nánari brunahönnun einkum m.t.t. lítillar fjarlægðar á milli húsa á lóðinni en ekki er gerð grein fyrir því hvernig uppfylla eigi ákvæði byggingarreglugerðar um bil á milli bygginga. Að mati nefndarinnar er fjöldi bílastæða í lágmarki og aðkoma að athafnabilum afar þröng.

Nr. 9
Málsnr. 201609905886
Heiti máls Laufskógar 11, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur gestahúsum og litlu þvottahúsi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-54630110
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Guðrún Eva Mínervudóttir 170376-3909 Laufskógum 11 810 Hveragerði Stærðir 69.8 m2 218.0m3
Hönnuður Helgi Kjartansson 0302705419

Lýsing
Lögð fram umsókn, dags. 5. september sl. um byggingarleyfi fyrir tveimur 29,3 m2 gistihúsum og einu 11,2 m2 þvottahúsi á lóðinni Laufskógum 11 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum. Nýtingarhlutfall lóðar fer úr 0,10 í 0,16.

Lóðin er á svæði þar sem deiliskipulag er ekki til staðar.

Afgreiðsla
Að mati nefndarinnar er framkvæmdin í samræmi við aðalskipulag, byggðamynstur og þéttleika aðliggjandi byggðar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 10
Málsnr. 201609775887
Heiti máls Breiðamörk 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á inna skipulagi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-13530030
Teg. bygg. Atvinnuhús (skrifst,verslun,gistihús)
Eigandi Hverablóm ehf. 5110100550 Lyngheiði 7 810 Hveragerði Stærðir 460.0 m2 1633.0 m3
Hönnuður Ekki tilgreindur í bréfi.

Lýsing
Lagt fram bréf frá eigendum Hverablóms ehf. dags. 5. september sl. þar sem þau sækja um um leyfi til að að breyta gróðurhúsi, mhl. 01 á lóðinni Breiðumörk 3, aftur í verslun og veitingasölu skv. meðfylgjandi skýringarmynd. Einnig óska þau eftir því að bærinn taki að sér að opna aftur útkeyrslu af bílastæði lóðarinnar inn á Breiðumörk til að auðvelda aðgang, auka umferðaröryggi og öryggi gangandi vegfarenda.

Umsækjandi óskar jafnframt eftir því að fá úthlutað lóð þeirri er stendur vestan við Þelamörk 5 og hefur hingað til verið notuð sem innkeyrsla að gróðurhúsunum.

Afgreiðsla
Að mati nefndarinnar eru áform um verslun og veitingasölu á lóðinni, í bland við þá ylrækt sem þar er stunduð, í góðu samræmi við aðalskipulag. Meðfylgjandi uppdráttur að fyrirhuguðu innra skipulagi er ófullnægjandi og þarf umsækjandi að gera betur grein fyrir atriðum er lúta að brunavörnum, aðbúnaði starfsfólks og öryggis- og heilbrigðismálum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að geri umsækjandi fullnægjandi grein fyrir þeim atriðum að mati viðkomandi eftirlitsaðila, þá samþykki hún að leyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Nefndin gerir ekki athugasemd við að opnað verði fyrir útkeyrslu af bílastæði eins og beðið er um.

Nefndin vísar lóðarumsókn til bæjarstjórnar en til lengri tíma litið þá telur nefndin að sameining lóðanna Breiðamörk 3, Þelamörk 5 og þeirrar lóðar sem umsækjandi sækist nú eftir, geti haft jákvæð áhrif á verslunar- og þjónustustarfssemi við Breiðumörk.

Nr. 11
Málsnr. 201608675878
Heiti máls Reykjamörk 2a, notkun lóðar.

Lýsing
Lagt fram bréf móttekið 14. júlí 2016, frá Ólafi Garðarssyni hrl. fyrir hönd Vila Joya ehf. lóðarhafa lóðarinnar Reykjamörk 2a, þar sem farið er fram á að við endurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar verði notkun lóðarinnar breytt úr opnu svæði til sérstakra nota í íbúðarbyggð. Félagið áformar að byggja á lóðinni litlar íbúðir á viðráðanlegu verði.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags Hveragerðisbæjar.

Nr. 12
Málsnr. 201609215885
Heiti máls Kambahraun 31, umsókn um stækkun lóðar.

Lýsing
Lagt fram bréf, dags. 17. ágúst sl. frá Eyþóri H. Ólafssyni, Kambahrauni 31, þar sem hann óskar eftir að fá lóð sína stækkaða um 5-6 m til norðurs í átt að Hamrinum. Eyþór telur að í raun sé um að ræða aðlögun að lóðum sitthvoru megin við lóð sína sem hafi þó ekki verið stækkaðar formlega. Eyþór áformar að nýta viðbótarlóðina fyrir gróðurreiti/ræktunarreiti og lítið gróðurhús.

Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að flestir lóðarhafar lóða í Kambahrauni sem liggja að Hamarsvæðinu, hafa helgað sér land út fyrir lóðarmörk sín án formlegra athugasemda frá bæjarfélaginu. Að mati skipulags- og byggingarfulltrúa eykur þetta gæði viðkomandi lóða án þess að rýra á nokkurn hátt gæði Hamarssvæðisins. Því sé eðlilegt að fella þessar viðbætur inn í viðkomandi lóðir. Taka verði þó tillit til stofnlagna hitaveitu sem þarna eru þannig að þær lendi utan lóðarmarka.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að stækkun umræddra lóða verði samþykkt, sé um það beðið, með þeim hætti sem skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til.


Nr. 13
Málsnr. 201609465888
Heiti máls Austurmörk 23, stöðuleyfi fyrir 40 feta gámi.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Leikfélagi Hveragerðis, dags. 1. september sl. þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta einangruðum gámi austan við hús félagsins að Austurmörk 23 skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Áformað er að nota gáminn sem geymslu fyrir leikmuni.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leyfi verði veitt fyrir staðsetningu gámsins á umræddum stað.

 

Getum við bætt efni síðunnar?