Skipulags- og mannvirkjanefnd
Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.
Mál fyrir fundi
Nr. 1
Málsnr. 201602705857
Heiti máls: Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017 – Verksstaða.
Lýsing
Svanhildur fór yfir stöðu skipulagsvinnunnar og gerði auk þess grein fyrir samráðsfundi með fulltrúum Skipulagsstofnunar sem haldinn var 1. nóvember og drögum að þemakorti þar sem gerð er tillaga að svæði innan núverandi þéttbýlis þar sem heimila megi rekstur gistiheimila á íbúðarlóðum. Utan svæðisins verði slík starfssemi ekki leyfð á íbúðarlóðum. Stefnt er að því að drög að aðalskipulagstillögu verði kynnt á íbúafundi þriðjudagurinn 29. nóvember nk.
Afgreiðsla
Lagt fram til kynningar.
Nr. 2
Málsnr. 201611715893
Heiti máls: Deiliskipulag fyrir Hólmabrún Dalsbrún og Hjallabrún, breytingartillaga.
Lýsing
Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hólmabrún, Dalsbrún og Hjallabrún gerð af Landform ehf. dags. 1. nóvember 2016. Helstu breytingar eru stækkun raðhúsalóða í Dalsbrún og leikskólalóðar. Við Hjallabrún fjölgar parhúsalóðum úr 2 í 11 og einbýlishúsalóðum fækkar úr 13 í 2. Við Hólmabrún fækkar einbýlishúsalóðum í 18 í 14 en 2 nýjar 3ja íbúða raðhúsalóðir koma í staðin. Íbúðum í Hjallabrún og Hólmabrún fjölgar samtals um 9. Markmið breytingartillögunnar er að fjölga minni og ódýrari íbúðum á svæðinu.
Oddur gerði grein fyrir tillögunni.
Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Landform ehf. verði falið að fullgera tillöguna.
Nr. 3
Málsnr. 201611925894
Heiti máls: Svæði milli Austurmerkur og Suðurlandsvegar, tillaga að deiliskipulagi.
Lýsing
Lögð fram drög að deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Breiðumörk, Austurmörk, Grænumörk og Suðurlandsvegi, gerð af Landform ehf. dags. 26. október 2016. Tilgangur deiliskipulagsins er að renna saman deiliskipulagsáætlunum sem nú eru í gildi á svæðinu, deiliskipuleggja byggðar lóðir við Austurmörk, og óbyggðar lóðir við Austurmörk 24 og Sunnumörk 3 (Tívolíreitur) og samræma skipulags- og byggingarskilmála á svæðinu.
Oddur gerði grein fyrir tillögunni.
Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Landform ehf. verði falið að ljúka við gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við fyrirliggjandi drög og umræður á fundinum. Skoðað verði hvort rétt sé að gera ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Grænumerkur og Sunnumerkur.
Nr. 4
Málsnr. 201609905886
Heiti máls: Laufskógar 11, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur gestahúsum og litlu þvottahúsi.
Þjóðskr.nr. 8716-01-54630110
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Guðrún Eva Mínervudóttir 170376-3909 Laufskógum 11 810 Hveragerði Stærðir 82.4 m2 261.4 m3 Hönnuður Helgi Kjartansson 0302705419
Lýsing
Lögð fram ný umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur gestahúsum og þvottahúsi á lóð þar sem gert er ráð fyrir nokkuð stærri gestahúsum en samþykkt voru á 155. fundi nefndarinnar. Gestahús verða 33,2 m2 að flatarmáli í stað 29,3 m2. Húsin breikka um 0,6 m. Fjarlægð frá lóðarmörkum er óbreytt. Lóðin er á svæði þar sem deiliskipulag er ekki til staðar. Fyrri umsókn um byggingarleyfi fór í grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla
Að mati nefndarinnar er stækkun gestahúsanna óveruleg og hefur ekki áhrif á hagsmuni aðliggjandi lóðarhafa. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.