Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

202. fundur 06. apríl 2021 kl. 17:00 - 17:52 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Snorri Þorvaldsson
Starfsmenn
  • Guðmundur F Baldursson skipulagsfulltrúi
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn var með fjarfundarfyrirkomulagi og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

1.NLFÍ, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

2103050

Málið var síðast á dagskrá 201. fundar nefndarinnar en þá gerði skipulagsfulltrúi henni grein fyrir fundi, sem hann átti með fulltrúum NLFÍ og ráðgjöfum þeirra þann 10. febrúar sl.

Lögð fram breytt tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á reit ÍB14 dags. 30. mars 2021. Helstu breytingar frá þeirri tillögu sem nefndin fjallaði um á 200. fundi, eru þær að gert er ráð fyrir allt að 88 íbúðum í stað 80 íbúða á svæðinu, á hverri lóð er bíla- og geymslukjallari með einu bílastæði fyrir hverja íbúð. Ofanjarðar verða að lágmarki 0,5 bílastæði fyrir hverja íbúð að meðtöldum stæðum fyrir gesti, fatlaða og deilibíla. Byggingarreitum er hnikað aðeins til. Sérstaklega er horft til umhverfisvænna lausna með sjálfbærni að leiðarljósi, allt frá hönnun að notkun bygginga.
Að mati nefndarinnar er með breytingum komið til móts við athugasemdir nefndarinnar við staðsetningu bílastæða og hleðslustöðva fyrir rafbíla. Að litlu leyti er komið til móts við ábendingar um að hús standi ekki á eða við hraunbrúnina ofan við Varmá og því leggur nefndin til að það atriði verði skoðað betur og hvort komi til greina að hafa 1. hæðar hús næst hraunbrúninni í stað 2ja hæða. Nefndin leggur áherslu á að fjöldi íbúða á ÍB14 reitnum verði í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi eða ekki fleiri en 30 íbúðir pr. ha. Í greinargerð skal koma fram að deiliskipulagssvæðið stækkar sem nemur lóðinni Þelamörk 61, skilgreina skal betur kvaðir um aðkomu inn á lóðir og sýna skal betur fjarlægð byggingarreita frá byggð við Lækjarbrún.

2.Hverfisverndarsvæði HV4 - tillaga um gerð hverfisskipulags.

2103011

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, sem haldinn var 11. mars sl. var samþykkt tillaga skipulagsfulltrúa, sbr. bréf hans dags. 9. mars sl. um að hverfisvernd HV4, sbr. ákvæði í 3.12.4 kafla greinargerðar aðalskipulags Hveragerðisbæjar, verði skilgreind betur með gerð hverfisskipulags, sem nái til þess hluta hverfisverndarsvæðisins, þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir og var skipulags- og mannvirkjanefnd ásamt skipulagsfulltrúa falin framkvæmd verkefnisins.

Skipulagsfulltrúi lagði til að gengið yrði til samninga við Landform ehf., um skipulagsgerðina þar sem teiknistofan vann við mótun umræddra hverfisverndarákvæða og hefur annast hverfisskipulagsgerð bæði fyrir Reykjavíkurborg og Árborg.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Landform ehf., um skipulagsgerðina.

3.Hrauntunga 18, ósk um leyfi fyrir nýju húsi.

2104022

Lýsing Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhafa lóðarinnar Hrauntunga 18, dags. 25. mars sl. þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja nýtt 29,7 m2 hús á lóðinni Hrauntungu 18 innan byggingarreits merktur 8 á meðfylgjandi uppdrætti. Um er að ræða lítið hús skv. i lið 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar, sem undanþegið er byggingarleyfi. Umsækjandi gerir ráð fyrir að húsið muni hlíta sömu skilmálum og sambærilegt hús sem staðsett er á byggingarreit 7, sem veitt var leyfi fyrir árið 2019.
Nefndin samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kanna hvort framkvæmdin samræmist ákvæðum deiliskipulags fyrir Kambaland, einkum m.t.t. þess að lóðarmörk Hrauntungu 18 eru ekki í samræmi við deiliskipulagið og að skipulagið gerir ráð fyrir einbýlishúsi á umræddum byggingarreit. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

4.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ölfus 2010-2022, breytt landnotkun í Götu í Selvogi og Stóra-Saurbæ 3.

2103051

Lagt fram bréf frá Sveitarfélaginu Ölfusi dags. 5. febrúar 2021, það sem óskað er eftir umsögn um meðfylgjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022 sem felur í sér breytta landnotkun á tveim stöðum í Ölfusi. Tillagan felur í sér breytingu á landnotkun fyrir 400 fermetra reit í landi Götu í Selvogi þar sem hugmyndin er að reisa 30m hátt fjarskiptamastur og breytingu á landnotkun á um 15ha svæði við Stóra-Saurbæ 3 úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði, sem felur í sér að heimilt verður að byggja þar allt að 15 íbúðarhús. Stóri-Saurbær 3 er á mörkum friðlýsts svæðis sem er á náttúruminjaskrá í 7. útg. 1996.
Nefndin vísar í bókun sína um lýsingu á aðalskipulagsbreytingunum, sem gerð var á 199. fundi nefndarinnar og leggur til við bæjarstjórn að ekki verði gerðar frekari athugasemdir við breytingarnar.

Fundi slitið - kl. 17:52.

Getum við bætt efni síðunnar?