Skipulags- og mannvirkjanefnd
Ingibjörg vék af fundi undir liðum 1 og 3 og tók Friðrik Sigurbjörnsson þá hennar sæti.Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.
Mál fyrir fundi
Nr. 1
Málsnr. 201602705857
Heiti máls: Tillaga að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 – Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim.
Lýsing
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. tillögu að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og var Skipulagsstofnun sent tillagan til staðfestingar sbr. bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. október sl. Skv. bréfi frá Skipulagsstofnun dags. 20. nóvember sl. verður aðalskipulagið staðfest þegar gerðar hafa verið lagfæringar á aðalskipulagsgögnunum sbr. þær athugasemdir sem fram koma í ofangreindu bréfi stofnunarinnar. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember sl. með samantekt á athugasemdum Skipulagsstofnunar og tillögur skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa um lagfæringar á skipulagstillögunni til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun hefur fallist á lagfæringarnar og telur þær fullnægjandi viðbrögð við athugasemdum hennar.
Oddur gerði grein fyrir þeim lagfæringum sem gerðar voru á aðalskipulagstillögunni.
Afgreiðsla
Samþykkt að tillaga að svörum við framkomnum athugasemdum verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.
Nr. 2
Málsnr. 201611925894
Heiti máls: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk - Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim.
Lýsing
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. tillögu breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk og var Skipulagsstofnun sent tillagan til athugunar sbr. bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. október sl. Skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafi áttu fund með fulltrúa Skipulagsstofnunar dags. 20. nóvember sl. þar sem hún óskaði eftir lagfæringum á deiliskipulagstillögunni sbr. minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember sl.
Lagður fram leiðréttur deiliskipulagsuppdráttur ásamt leiðréttri greinargerð dags. 30. nóvember sl. Með leiðréttingunum er komið til móts við þær athugasemdir sem fram komu á fundi með fulltrúa Skipulagsstofnunar þann 20. nóvember sl. Oddur gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar vora á deiliskipulagstillögunni.
Afgreiðsla
Samþykkt að tillaga að svari við framkominni athugasemd verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.
Nr. 3
Málsnr. 201612355924
Heiti máls Tillaga að nýju deiliskipulagi á Edenreit - Athugasemdir Skipulagsstofnunar og viðbrögð við þeim.
Lýsing
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 12. október sl. tillögu að deiliskipulagi Edenreits og var Skipulagsstofnun sent tillagan til athugunar sbr. bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. október sl. Skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafi áttu fund með fulltrúa Skipulagsstofnunar dags. 20. nóvember sl. þar sem hún óskaði eftir lagfæringum á deiliskipulagstillögunni sbr. minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember sl. Tillagan hefur verið lagfærð til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar og er nú til athugunar já henni.
Lagður fram leiðréttur deiliskipulagsuppdráttur ásamt leiðréttri greinargerð dags. Með leiðréttingunum er komið til móts við þær athugasemdir sem fram komu á fundi með fulltrúa Skipulagsstofnunar þann 20. nóvember sl. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar vora á deiliskipulagstillögunni.
Afgreiðsla
Samþykkt að tillaga að svörum við framkomnum athugasemdum verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.