Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

172. fundur 03. apríl 2018 kl. 17:30 - 18:40
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Eyjólfur K. Kolbeins varaformaður
  • Ingibjörg Zoega
  • Njörður Sigurðsson
  • Daði Steinn Arnarsson.
Starfsmenn
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Eyþór H. Ólafsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun. 

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201802825961
Heiti máls Kambaland, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa.

Lýsing
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kambalands gerð af Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 8. maí 2018 var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 25. júní til 6. ágúst sl. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var til 7. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust.

Helstu markmið tillögunnar eru að þétta fyrirhugaða byggð á suðaustur hluta deiliskipulagssvæðisins í samræmi við áherslur í Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og mæta vaxandi eftirspurn eftir minni íbúðum. Á þeim hluta Kambalands, sem breytingin nær til er gert ráð fyrir samtals 133 íbúðum í 16 raðhúsum og 15 fjölbýlishúsum í stað 81 íbúðar í einbýlis-, par- og raðhúsum. Skv. breytingartillögunni verða í Kambalandi samtals 283 íbúðir á 150 einbýlishúsalóðum, 16 raðhúsalóðum og 15 fjölbýlishúsalóðum. Sérbýlisíbúðir eru samtals 208 og fjölbýlishúsaíbúðir samtals 75.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar verði falið að ljúka við gerð tillögunnar.


Nr. 2
Málsnr. 201804225965
Heiti máls Hlíðarhagi, deiliskipulag, afgreiðsla Skipulagsstofnunar.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 23. janúar 2019, þar sem ekki er gerð athugasemd við að bæjarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags fyrir Hlíðarhaga í B-deild Stjórnartíðinda, þegar jarðsprunga hefur verið merkt inn á uppdrátt, sbr. jarðhita- og sprungukort og tekið hefur verið mið af því í greinargerð eftir því sem við á.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leitað verði umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og hún kynnt fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 3
Málsnr. 20180385963
Heiti máls Varmahlíð 12, umsókn um stækkun lóðar.

Lýsing
Lagt fram bréf frá lóðarhafa lóðarinnar Varmahlíð 12, dags. 14. mars. sl. þar sem hann sækir um stækkun lóðar sinnar til vesturs inn á lóðina Frumskógar 18. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að ákvörðun um breytt lóðarmörk yrði tekin samhliða gerð mæli- og hæðarblaðs (lóðarblaðs) fyrir lóðina Frumskógar 18.

Mæli og hæðarblaðið fyrir lóðina liggur nú fyrir en í ljós hefur komið að gufulögn Veitna ohf liggur rétt vestan við núverandi lóðarmörk lóðarinnar Varmahlíð 12. Færa þarf því lögnina út fyrir ný lóðarmörk áður en lóðin verður stækkuð.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ákvörðun um breytt lóðarmörk verði tekin samhliða gerð mæli- og hæðarblaðs fyrir lóðina Frumskógar 18.

Nr. 4
Málsnr. 20180315964
Heiti máls Skipulag við Hveragerðiskirkju.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Sóknarnefnd Hveragerðiskirkju, dags. 21. mars 2018 þar sem skorað er á bæjarstjórn að láta skipuleggja svæði sem afmarkast af Bláskógum Hverahlíð og lóð Hveragerðiskirkju. Skv. bréfinu snýst málið fyrst og fremst um nýja aðkomuleið inn á kirkjulóðina frá Bláskógum. Vakin er athygli á mögulegri 2ja hæða viðbyggingu við safnaðarheimilið en huga þarf að góðu aðgengi að henni. Vísað er í erindi sóknarnefndar dags. 27. febrúar 2013 og afgreiðslu bæjarráðs dags. 18. júlí 2013 þar sem samþykkt var að fela landslagsarkitekti gerð skipulagstillögu að svæðinu.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að þegar að því kemur að svæðið verði deiliskipulagt, verði horft til þeirra sjónarmiða sem fram koma í bréfi sóknarnefndar.

Nr. 5
Málsnr. 201801595955
Heiti máls Heiðarbrún 13, snyrtistofa, umsókn um breytta notkun húsnæðis.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Steinunni Aradóttir, lóðarhafa lóðarinnar Heiðarbrún 13 þar sem hún óskar eftir leyfi til að nýta geymslu og þvottahús í bílskúr sem snyrtistofu, sbr. meðfylgjandi uppdrátt.

Málið var á dagskrá 170. fundar nefndarinnar og var samþykkt að vísa málinu í grenndarkynningu. Málið hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir var til 13. mars sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Nr. 6
Málsnr. 201803715962
Heiti máls Heiðmörk 53, umsókn um rekstur gististaðar.

Lýsing
Málið var á dagskrá 174. fundar nefndarinnar

Afgreidd var umsókn um leyfi til að reka gististað í flokki II í bæði íbúð og bílskúr að Heiðmörk 53. Lóðin Heiðmörk 53 er innan svæðis þar sem heimila má rekstur gistiheimila í flokki II ef aðstæður leyfa að undangenginni grenndarkynningu, sbr. Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029. Málinu var vísað í grenndarkynningu skv. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vegna mistaka barst athugasemd frá lóðarhöfum lóðarinnar Heiðmörk 60, dags. 17. maí sl., ekki til skipulagsfulltrúa fyrr en eftir afgreiðslu málsins. Í athugasemdarbréfinu kemur m.a. fram að atvinnurekstur eigi ekki heima í íbúðarhverfi og fyrirhuguð starfsemi geti haft neikvæð og truflandi áhrif á umhverfi og samfélag í götunni.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málið verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 7
Málsnr. 201802185959
Heiti máls Aðveitulögn Vatnsveitu á Sólborgarsvæði (Reykir land 176136)

Lýsing
Málið var áður á dagskrá 170. fundar nefndarinnar.

Lagður fram tölvupóstur frá Sveitarfélaginu Ölfusi dags. 23. mars sl., þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu aðveitulagnar vatnsveitu frá vatnsbóli norðan við Ölfusborgir að vatnsveitunni Berglindi. Áformað er að leggja lögnina meðfram reiðvegi sem liggur upp meðfram landi Ölfusborga að Þjóðvegi, sbr. meðfylgjandi breytta afstöðumynd gerð af Eflu Suðurlandi dags. 23. febrúar sl.

Afgreiðsla
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

Getum við bætt efni síðunnar?