Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

196. fundur 06. október 2020 kl. 17:00 - 18:30 fjarfundur
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Hlynur Kárason
  • Sigurður Einar Guðjónsson var fjarverandi.
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
  • Páll Gunnlaugsson Ask arkitektar
  • Þorsteinn Helgason Ask arkitektar
  • Þráinn Hauksson Landslag ehf
Fundargerð ritaði: Guðmundur Baldursson Skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn var með farfundarfyrirkomulagi og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Fundurinn hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:30.

Mál fyrir fundi:
Nr. 1
Málsnúmer: 201809205986
Heiti máls: Friðarstaðareitur, deiliskipulag.

Lýsing á máli:
Lögð fram drög að deiliskipulagi Friðarstaðareits gerð af Ask arkitektum og Landslagi ehf. Tillagan gerir ráð fyrir 6 nýjum lóðum á norðurhluta svæðisins fyrir ferðatengda þjónustu og er ein þeirra hugsuð sem baðstaður. Við gatnamót Breiðumerkur og Reykjakotsvegar er gert ráð fyrir lóð fyrir varmaskiptastöð hitaveitu. Á svæðinu á milli Álfahvamms og Varmár 1 er gert ráð fyrir nýjum lóðum fyrir 10 nýjar íbúðir og á lóð Álfahvamms er gert ráð fyrir einni nýrri íbúð. Nýir og breyttir byggingarreitir eru sýndir á lóðunum Varmá 1, Varmá 2, Álfahvammi, Hverahvammi og Hverhamri. Á deiliskipulagssvæðinu er gert er ráð fyrir tveimur spennistöðvarlóðum og þremur dælustöðum eða hreinsistöðvum fráveitu. Gert er ráð fyrir því að göngustígur liggi meðfram árbakkanum frá lystigarðinum Fossflöt og norður fyrir deiliskipulagssvæðið en þó er gert ráð fyrir að hann víki frá ánni við Hverhamar og Hverahvamm. Gert er ráð fyrir tveimur sérstökum áningarstöðum við Varmá, annar er staðsettur rétt austan við Hverhamar en hinn rétt sunnan við Baulufoss.Arkitektarnir Páll Gunnlaugsson, Þorsteinn Helgason, Ask arkitektum og Þráinn Hauksson Landslagi ehf. gerðu grein fyrir skipulagstillögunni.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að áfram verði unnið að gerð deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum og gert er ráð fyrir því að deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð verði tilbúinn til umfjöllunar á næsta nefndarfundi.

 

Nr. 2
Málsnúmer. 202007856059
Heiti máls: Kambahraun 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús og fyrir saunahúsi á lóð, niðurstaða grenndarkynningar.
Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafar: Dörte Zenker kennitala 080277-4239 og Jens Zenker kennitala 240377-3069, Kambahrauni 3, 810 Hveragerði.
Hönnuður aðaluppdrátta: Ólafur Tage Bjarnason 1504823489.

Lýsing á máli:
Á 195. fundi nefndarinnar var lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Kambahraun 3 um byggingarleyfi fyrir 10,7m2 viðbyggingu við íbúðarhús á lóðinni ásamt breytingum á innra skipulagi þess og fyrir 12,0m2 saunahúsi á lóðinni. Lóðin sem er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir er skv. aðalskipulagi á íbúðarreit ÍB2, þar sem nýtingarhlutfall lóða má vera á bilinu 0,3-0,45. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eftir breytingu verður 0,23. Samþykkt var að vísa málinu í grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framkvæmdin hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 20. september sl. Eftirfarandi athugasemdir bárust:

Bréf frá lóðarhöfum lóðarinnar Kambahraun 1, dags. 14. september sl. þar sem þau mótmæla staðsetningu saunahúss eins og hún er sýnd í kynningargögnum vegna mögulegs ónæðis frá notkun þess, óhagræðis við viðhald bílskúrsveggs, sem snýr að lóðarmörkum og efasemda um að lögum og reglugerðum um brunavarnir sé nægjanlega vel fylgt, þá muni staðsetning saunahússins hafa neikvæð áhrif á verðmæti eignar þeirra. Lóðarhafar óska eftir því að fjarlægðarmörk séu virt varðandi skúra og hús á lóðinni og að götumynd sé viðhaldið eins og ferkast er unnt.

Frá lóðarhöfum lóðarinnar Kambahraun 14, dags. 16. september sl. þar sem þau benda á að lóðarmörk milli Kambahrauns 3 og 14 séu ekki rétt uppdregin á mynd sem fylgdi kynningargögnum. Einnig gera þau athugasemd við smáhýsi á lóðinni Kambahraun 3 sem þau eru ekki ánægð með og sé staðsettur nær lóðarmörkum en reglur kveða á um og án samþykkis þeirra.

Lögð fram ný umsókn, dags. 5. október sl. um byggingarleyfi fyrir saunahúsi, skv. leiðréttum aðaluppdrætti þar sem fjarlægð saunahúss frá lóðarmörkum lóðarinnar Kambahraun 1 er m.a. breytt í 3,6m í stað 1,6m sbr. grenndarkynnta teikningu. Einnig lagt fram samþykki viðkomandi nágranna fyrir umræddu smáhýsi á lóðinni dags. 5. október sl.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að viðbygging við íbúðarhús ásamt breytingum á innra skipulagi þess verði samþykkt og að áformað saunahús verði aftur grenndarkynnt sbr. leiðréttan aðaluppdrátt.

Nr. 3
Málsnúmer: 202007336060
Heiti máls: Laufskógar 21, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi, niðurstaða grenndarkynningar.

Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafar: Ásbjörn Hartmannsson kennitala 230554-5369 og Ólafía Eyrún Sigurðardóttir, kennitala 280365-5489, Laufskógum 15, 810 Hveragerði.
Hönnuður aðaluppdrátta: Strendingur ehf.

Lýsing á máli:
Á 195. fundi nefndarinnar var lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Laufskógar 21, um byggingarleyfi fyrir nýju einnar hæðar, 123,0m2 íbúðarhúsi á lóðinni Laufskógum 21, sbr. meðfylgjandi teikningar gerðar af verkfræðiþjónustunni Strendingur ehf. Á lóðinni eru til staðar þrjú lítil íbúðarhús samtals 96,2m2 að flatarmáli. Flatarmál lóðar er 1.250m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,18. Lóðin er í aðalskipulagi á íbúðarreit ÍB6 en þar er heimilt að auka byggingarmagn núverandi lóða og skal þá leitast við að byggja á baklóðum en halda götumynd eins og kostur er. Lóðin er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Samþykkt var að vísa málinu í grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framkvæmdin hefur nú verið grenndarkynnt. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 20. september sl. Eftirfarandi athugasemdir bárust:

Tölvupóstur frá lóðarhafa lóðarinnar Dynskógar 20, dags. 19. september sl. þar sem hann fer fram á að byggingareitur verði 5m. frá lóðamörkum sínum, að aspartré á lóðarmörkum verði fjarlægð vegna hættu á að þau falli inn á lóð hans verði af fyrirhuguðum framkvæmdum og að gólfkóti og þakhæð hússins verði svipuð og á Laufskógum 19. Athugasemdir þessar eru gerðar til að minnka skuggamyndun og ónæði, þar sem gisin byggð ásamt útsýni var aðalástæðan fyrir því að hann valdi að kaupa hús sitt.

Bréf frá lóðarhafa lóðarinnar Laufskógar 19, dags. 20. september sl. þar sem hann fer fram á:

  • að aðkomuvegi að fyrirhuguðu húsi verði breytt en gert er ráð fyrir að hann muni liggja við lóðarmörk hans, meðfram svefnherbergisgluggum á íbúðarhúsi hans. Fyrirhuguð framkvæmd og aðkomuvegur mun hafa veruleg neikvæð áhrif á gæði lóðar hans s.s. hljóðmengun, skert útsýni og ónæði vegna umferðar um aðkomuveg. Lóðarhafi hvetur til þess að halda götumyndinni í óbreyttu horfi með því að hafa bílastæði hússins við aðalgötuna en ekki inni á lóðinni.
  • Lóðarhafi bendir á að skv. aðalskipulagi skuli leitast við að halda götumynd eins og kostur er, áformaður aðkomuvegur mun hafa verulegar breytingar á götumynd.
  • Lóðarhafi mótmælir því að bílastæði verði við fyrirhugað íbúðarhús og fer fram á að bílastæði verði við aðalgötuna.
  • Lóðarhafi telur að nýtingarhlutfall lóðar stangast á við núverandi fjölda bygginga á lóðinni en á teikningum kemur ekki fram eitt af fjórum litlum húsum sem fyrir eru á lóðinni. Fyrirhugað íbúðarhús mun varpa skugga á lóð Laufskóga 23 og því hefði átt að grenndarkynna áhrif skuggavarps á nágrannalóðir.
  • Að mati lóðarhafa eru grenndarkynningargögn ófullnægjandi og ekki rétt, götumyndir o.fl. gögn vanti til að hagsmunaaðilar geti tekið afstöðu til framkvæmdarinnar. 6) Að gefnu tilefni er farið fram á að lögð verði ný heimæð hitaveitu frá götulögn að fyrirhuguðu húsi.
  • Verði fyrirhuguð framkvæmd leyfð þá fer lóðarhafi fram á að áður en framkvæmdir hefjast verði reistur verði 2 metra hár og 48,5 metra langur skjólveggur á lóðarmörkum Laufskóga 19 og 21, á kostnað Laufskóga 21 til að takmarka eins og kostur er ónæði og útsýni og til að tryggja öryggi íbúa að Laufskóga 19.

Bréf frá lóðarhafa lóðarinnar Laufskógar 23 dags. 17. september sl. þar sem hann fer fram á að fyrirhugað hús á lóðinni Laufskógum 21 verði byggt 5m frá lóðarmörkum sínum til að minnka skuggavarp, sem muni rýra þau lífsgæði sem fylgja lóðinni og eiga að fylgja áfram. Verði fyrirhugað hús byggt 3m frá lóðarmörkum muni það varpa miklum skugga á suðurhluta lóðarinnar Laufskógar 23.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði samþykkt með þeim breytingum að fjarlægð hússins frá lóðarmörkum verði 5,0m. Að mati nefndarinnar verður ónæði frá fyrirhugaðri innkeyrslu innan þeirra marka sem almennt má gera ráð fyrir á íbúðarlóðum og telur hún því ekki þörf á sérstökum aðgerðum vegna hennar. Ef rótarkerfi umræddra aspatrjáa skaðast við framkvæmdina skal lóðarhafi sjá um að fjarlægja þau til að fyrirbyggja mögulegt tjón.

Nr. 4
Málsnúmer: 202010696066
Heiti máls: Heiðmörk 23, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi og niðurrifi á eldra húsi.

Tegund lóðar: Íbúðarlóð.
Lóðarhafi: Matthías Ottósson kennitala 161149-3739 Heiðmörk 23, 810 Hveragerði.
Hönnuður aðaluppdrátta: Strendingur ehf.

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn, dags. 2. október sl. frá lóðarhafa lóðarinnar Heimörk 23, um byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi, ásamt sambyggðri bílgeymslu. Húsið verður málmklætt timburhús. Núverandi einbýlishús á lóðinni verður rifið. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður af GTH arkitektum dags. 29. september sl. Nýbyggingin verður 139,3m2 að flatarmáli og nýtingarhlutfall 0,22.

Lóðin, sem er á þegar byggðu svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir, er skv. aðalskipulagi á íbúðarreit ÍB7 Þar þar sem möguleiki er á þéttingu byggðar einkum á baklóðum. Á reitnum er hverfisvernd (HV4), sem felur í sér að varðveita beri byggðamynstur og götumynd. Nýtingarhlutfall má vera á bilinu 0,3-0,4. Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 5
Málsnúmer: 202009716064
Heiti máls: Heiðmörk 68 og 72, breyting á lóðarmörkum.

Lýsing á máli:
Lagt fram bréf frá lóðarhöfum lóðanna Heiðmörk 68 og 72 dags. 25. ágúst sl. þar sem óskað er eftir því að lóðarmörkum á milli lóðanna verði breytt til samræmis við meðfylgjandi uppdrátt. Eftir breytinguna verða lóðarmörkin bein lína um 9m frá raðhúsi á lóðinni Heiðmörk 68 og 3m frá bílskúr á lóðinni Heiðmörk 72. Flatarmál lóðanna breytist óverulega. Að mati skipulagsfulltrúa varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en viðkomandi lóðarhafa.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Nr. 6
Málsnúmer: 20200956065
Heiti máls: Álfahvammur, breyting á lóðarmörkum.

Lýsing á máli: Lagt fram bréf frá lóðarhöfum lóðarinnar Álfahvammur dags. 1. september sl. þar sem fram kemur ósk um breytingu á lóðarmörkum lóðanna Álfahvammur og Álfafell í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Tilgangur breytingarinnar er að skapa meira rými fyrir íbúðarhús og bílskúr, sem lóðarhafar áforma að byggja á lóðinni.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Nr. 7
Málsnúmer: 202010896068
Heiti máls: Drekahraun 4, 6, 8 og 10, ósk um breytingu á skilmálum mæli- og hæðarblaða.

Lýsing á máli:
Lagt fram bréf, dags. 5. október sl. frá aðilum sem fengið hafa úthlutað einbýlishúsalóðum við Drekahraun 4, 6, 8 og 10, þar sem þeir óska eftir því að gólfkótar húsa á viðkomandi lóðum verði hækkaðir upp í efri hæð gangstéttar en skv. mæli- og hæðarblöðum skulu þeir vera umtalsvert lægri.

Afgreiðsla máls:
Að teknu tilliti til mikils landhalla á svæðinu og að breytingin varðar hagsmuni fleiri aðila en bréfritara þá leggur nefndin til við bæjarstjórn erindinu verði hafnað en að hún heimili byggingarfulltrúa að samþykkja hækkun á gólfkótum umræddra húsa um allt að 0,15m þó þannig að mænishæð þeirra verði ekki hærri en sem nemur 4,90m frá uppgefnum hæðarkóta á mæli- og hæðarblaði, sbr. ákvæði í deiliskipulagsskilmálum.

 

Nr. 8
Málsnúmer: 202010436069
Heiti máls: Samþykkt og gjaldskrá um götu- og torgsölu.

Lýsing á máli:
Lögð fram drög bæjarstjóra, að samþykkt og gjaldskrá um götu- og torgsölu í Hveragerði. Tilgangur samþykktarinnar er að glæða bæjarfélagið lífi, efla bæjarbrag og auka við fjölbreytni í starfsemi og þjónustu. Samþykktin á við um hvers kyns kynningar-, sölu- og þjónustustarfsemi, sem fer fram utanhúss og á almannafæri, s.s. á torgum, götum, gangstéttum og í almenningsgörðum. Samþykktinni er ætlað að tryggja að vel sé að málaflokknum staðið að sölustarfsemi sé í sátt við nærumhverfi sitt og að upplýsingar um starfsemina séu aðgengilegar og gagnsæjar. Í boði eru þrír valkostir, langtímaleigusvæði söluvagna, markaðs- og sölusvæði – stærri viðburðir og markaðs- og sölusvæði einstaklinga. Svæði sem koma til greina fyrir starfsemina eru í miðbænum, við Hveraportið, íþróttahúsið, Hveragarðinn og við Hamarshöll.

Afgreiðsla máls:
Nefndin gerir ekki athugasemdir við samþykktina en leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt fyrir lóðarhöfum lóða í næsta nágrenni við viðkomandi staði áður en hún verður tekin til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Nr. 9
Málsnúmer: 202008216063
Heiti máls: Kambahraun 7, umsókn um leyfi til að nota bílskúr að hluta til, sem snyrtistofu.

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn, dags. 23. júní 2020, um byggingarleyfi til að breyta innra skipulagi bílskúrs að Kambahrauni 7, sbr. meðfylgjandi uppdrátt gerðan af Teiknistofu arkitekta. Áformað er að nýta tæplega helming skúrsins sem snyrtistofu.

Erindið hefur verið grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir var til 1. október sl. Eftirfarandi athugasemdir bárust:

Tölvupóstur frá lóðarhafa lóðarinnar Kambahraun 7, dags. 1. október sl. þar sem hann samþykkir framkvæmdina með þeim fyrirvara að tvö botnlangamerki verði sett við götuna Kambahraun 1-10 og að næsta sumar verði sett nýtt slitlag á botnlangann.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og að byggingar- og mannvirkjafulltrúa verði falið að skoða hvort rétt sé að setja botnlangamerki á umrædda götu og aðrar sambærilegar og hvort þörf sé á að endurnýja slitlag götunnar.

 

Nr. 10
Málsnúmer: 202010306067
Heiti máls: Austurmörk 6, spennistöð.

Lýsing á máli:
Lögð fram umsókn frá lóðarhafa lóðarinnar Austurmörk 6, dags. 5. október sl. um leyfi til að staðsetja spennistöð Rarik á lóðinni Austurmörk 6, skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Kára Eiríkssyni arkitekt, breyttum dags. 5. október sl. Spennistöðin er staðsett nærri Austurmörk á eyju milli bílastæða.

Að mati skipulagsfulltrúa er um breytingu á deiliskipulagi að ræða þar sem spennistöðin er staðsett utan byggingarreits. Breytingin sé óveruleg sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún varðar ekki hagsmuni nágranna og því sé bæjarstjórn heimilt að falla frá grenndarkynningu hennar.

Afgreiðsla máls:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk, sem sýni spennistöð á umræddum stað og að erindið verði samþykkt.

 

Getum við bætt efni síðunnar?